Herra Hnetusmjör og We Are the Champions á trylltri kosningavöku Framsóknar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. september 2021 03:01 Herra Hnetusmjör skemmti Framsóknarfólki í kvöld. Óhætt er að segja að stemmningin hafi verið biluð í kvöld. Vísir/Vilhelm „Við ætlum okkur stóra hluti,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir við stuðningsmenn Framsóknarflokksins þegar hún ávarpaði partýið skömmu eftir miðnætti. „Til hamingju með kvöldið.“ Lilja Alfreðsdóttir fylgist með partýinu á Grandagarði.Vísir/Vilhelm Troðfullt var út úr húsi á kosningarvöku Framsóknarflokksins úti á Granda í kvöld. Færri komust að en vildu og var hópur fólks fyrir utan sem beið í von um að einhverjir færu heim og pláss gæti myndast. Einhverjir voru svo svekktir yfir því að fá ekki að fara inn að þeir reyndu að rífast við dyravörðinn, án árangurs enda var hún grjóthörð. Unga fólkið djammaði hjá Framsókn.Vísir/Vilhelm Allt ætlaði að verða vitlaust þegar rapparinn Herra Hnetusmjör steig á svið og tók nokkur lög. Gólfið nötraði og fólk dansaði eins og enginn væri morgundagurinn. Meðalaldurinn var mun lægri en í öðrum kosningapartýum. Lilja og Ásmundur stigu á svið á eftir Herra Hnetusmjör.Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir stóð fremst við sviðið og tók myndbönd af rapparanum og stuðningsfólkinu og brosti út að eyrum. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband sem sýnir stemninguna í kosningavöku Framsóknar skömmu eftir miðnætti. Klippa: Herra Hnetusmjör á kosningavöku Framsóknar Stuðningsmenn voru í faðmlögum og sungu saman lög eins og We Are The Champions og öskruðu svo „Reykjavík er okkar, já hún er okkar...“ Elín Guðmunds ljósmyndari Vísis náði þessu skemmtilega myndbandi af sáttum Framsóknarmönnum. Klippa: Sigurvíma á kosningavöku Framsóknar Um eitt var enn verið að bera inn bala fulla af ísmolum og ljóst að hópurinn ætlaði að halda áfram fram á nótt. Undirrituð heimsótti allar tíu kosningavökurnar í Reykjavík og var stemningin í Framsókn var áberandi best. Hópurinn fagnaði með miklum látum í hvert einasta skipti sem nýjar tölur bárust og var ljóst að stuðningsmenn Framsóknar voru í skýjunum með niðurstöður kosninganna. „Njótið kvöldsins, takk kærlega fyrir ykkur,“ sagði Ásmundur Einar þakklátur. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningapartý á Nesinu sem verður seint toppað Logi Ágústs, Glúmur og Lilja í epísku kosningapartý á Seltjarnarnesinu? Ekki alveg en einhver hefði þó látið blekkjast. Hressir vinir blésu til partýs í tilefni kosninga þar sem allir klæddu sig upp sem þingmenn og voru í banastuði. 26. september 2021 02:13 Konur í meirihluta á Alþingi í fyrsta sinn? Eins og sakir standa eru fleiri konur en karlar inni á þingi. Ef kynjahlutföllin haldast óbreytt verður þetta í fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta á Alþingi. 26. september 2021 01:59 Ásmundur inni í fyrstu tölum: „Takk Reykjavík“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, nær inn á þing miðað við fyrstu tölur úr kjördæminu. 26. september 2021 00:18 „Ekki bara eldri karlar í Framsóknarflokknum“ Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. 25. september 2021 23:20 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
„Til hamingju með kvöldið.“ Lilja Alfreðsdóttir fylgist með partýinu á Grandagarði.Vísir/Vilhelm Troðfullt var út úr húsi á kosningarvöku Framsóknarflokksins úti á Granda í kvöld. Færri komust að en vildu og var hópur fólks fyrir utan sem beið í von um að einhverjir færu heim og pláss gæti myndast. Einhverjir voru svo svekktir yfir því að fá ekki að fara inn að þeir reyndu að rífast við dyravörðinn, án árangurs enda var hún grjóthörð. Unga fólkið djammaði hjá Framsókn.Vísir/Vilhelm Allt ætlaði að verða vitlaust þegar rapparinn Herra Hnetusmjör steig á svið og tók nokkur lög. Gólfið nötraði og fólk dansaði eins og enginn væri morgundagurinn. Meðalaldurinn var mun lægri en í öðrum kosningapartýum. Lilja og Ásmundur stigu á svið á eftir Herra Hnetusmjör.Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir stóð fremst við sviðið og tók myndbönd af rapparanum og stuðningsfólkinu og brosti út að eyrum. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband sem sýnir stemninguna í kosningavöku Framsóknar skömmu eftir miðnætti. Klippa: Herra Hnetusmjör á kosningavöku Framsóknar Stuðningsmenn voru í faðmlögum og sungu saman lög eins og We Are The Champions og öskruðu svo „Reykjavík er okkar, já hún er okkar...“ Elín Guðmunds ljósmyndari Vísis náði þessu skemmtilega myndbandi af sáttum Framsóknarmönnum. Klippa: Sigurvíma á kosningavöku Framsóknar Um eitt var enn verið að bera inn bala fulla af ísmolum og ljóst að hópurinn ætlaði að halda áfram fram á nótt. Undirrituð heimsótti allar tíu kosningavökurnar í Reykjavík og var stemningin í Framsókn var áberandi best. Hópurinn fagnaði með miklum látum í hvert einasta skipti sem nýjar tölur bárust og var ljóst að stuðningsmenn Framsóknar voru í skýjunum með niðurstöður kosninganna. „Njótið kvöldsins, takk kærlega fyrir ykkur,“ sagði Ásmundur Einar þakklátur.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningapartý á Nesinu sem verður seint toppað Logi Ágústs, Glúmur og Lilja í epísku kosningapartý á Seltjarnarnesinu? Ekki alveg en einhver hefði þó látið blekkjast. Hressir vinir blésu til partýs í tilefni kosninga þar sem allir klæddu sig upp sem þingmenn og voru í banastuði. 26. september 2021 02:13 Konur í meirihluta á Alþingi í fyrsta sinn? Eins og sakir standa eru fleiri konur en karlar inni á þingi. Ef kynjahlutföllin haldast óbreytt verður þetta í fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta á Alþingi. 26. september 2021 01:59 Ásmundur inni í fyrstu tölum: „Takk Reykjavík“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, nær inn á þing miðað við fyrstu tölur úr kjördæminu. 26. september 2021 00:18 „Ekki bara eldri karlar í Framsóknarflokknum“ Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. 25. september 2021 23:20 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Kosningapartý á Nesinu sem verður seint toppað Logi Ágústs, Glúmur og Lilja í epísku kosningapartý á Seltjarnarnesinu? Ekki alveg en einhver hefði þó látið blekkjast. Hressir vinir blésu til partýs í tilefni kosninga þar sem allir klæddu sig upp sem þingmenn og voru í banastuði. 26. september 2021 02:13
Konur í meirihluta á Alþingi í fyrsta sinn? Eins og sakir standa eru fleiri konur en karlar inni á þingi. Ef kynjahlutföllin haldast óbreytt verður þetta í fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta á Alþingi. 26. september 2021 01:59
Ásmundur inni í fyrstu tölum: „Takk Reykjavík“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, nær inn á þing miðað við fyrstu tölur úr kjördæminu. 26. september 2021 00:18
„Ekki bara eldri karlar í Framsóknarflokknum“ Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. 25. september 2021 23:20