Herra Hnetusmjör og We Are the Champions á trylltri kosningavöku Framsóknar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. september 2021 03:01 Herra Hnetusmjör skemmti Framsóknarfólki í kvöld. Óhætt er að segja að stemmningin hafi verið biluð í kvöld. Vísir/Vilhelm „Við ætlum okkur stóra hluti,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir við stuðningsmenn Framsóknarflokksins þegar hún ávarpaði partýið skömmu eftir miðnætti. „Til hamingju með kvöldið.“ Lilja Alfreðsdóttir fylgist með partýinu á Grandagarði.Vísir/Vilhelm Troðfullt var út úr húsi á kosningarvöku Framsóknarflokksins úti á Granda í kvöld. Færri komust að en vildu og var hópur fólks fyrir utan sem beið í von um að einhverjir færu heim og pláss gæti myndast. Einhverjir voru svo svekktir yfir því að fá ekki að fara inn að þeir reyndu að rífast við dyravörðinn, án árangurs enda var hún grjóthörð. Unga fólkið djammaði hjá Framsókn.Vísir/Vilhelm Allt ætlaði að verða vitlaust þegar rapparinn Herra Hnetusmjör steig á svið og tók nokkur lög. Gólfið nötraði og fólk dansaði eins og enginn væri morgundagurinn. Meðalaldurinn var mun lægri en í öðrum kosningapartýum. Lilja og Ásmundur stigu á svið á eftir Herra Hnetusmjör.Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir stóð fremst við sviðið og tók myndbönd af rapparanum og stuðningsfólkinu og brosti út að eyrum. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband sem sýnir stemninguna í kosningavöku Framsóknar skömmu eftir miðnætti. Klippa: Herra Hnetusmjör á kosningavöku Framsóknar Stuðningsmenn voru í faðmlögum og sungu saman lög eins og We Are The Champions og öskruðu svo „Reykjavík er okkar, já hún er okkar...“ Elín Guðmunds ljósmyndari Vísis náði þessu skemmtilega myndbandi af sáttum Framsóknarmönnum. Klippa: Sigurvíma á kosningavöku Framsóknar Um eitt var enn verið að bera inn bala fulla af ísmolum og ljóst að hópurinn ætlaði að halda áfram fram á nótt. Undirrituð heimsótti allar tíu kosningavökurnar í Reykjavík og var stemningin í Framsókn var áberandi best. Hópurinn fagnaði með miklum látum í hvert einasta skipti sem nýjar tölur bárust og var ljóst að stuðningsmenn Framsóknar voru í skýjunum með niðurstöður kosninganna. „Njótið kvöldsins, takk kærlega fyrir ykkur,“ sagði Ásmundur Einar þakklátur. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningapartý á Nesinu sem verður seint toppað Logi Ágústs, Glúmur og Lilja í epísku kosningapartý á Seltjarnarnesinu? Ekki alveg en einhver hefði þó látið blekkjast. Hressir vinir blésu til partýs í tilefni kosninga þar sem allir klæddu sig upp sem þingmenn og voru í banastuði. 26. september 2021 02:13 Konur í meirihluta á Alþingi í fyrsta sinn? Eins og sakir standa eru fleiri konur en karlar inni á þingi. Ef kynjahlutföllin haldast óbreytt verður þetta í fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta á Alþingi. 26. september 2021 01:59 Ásmundur inni í fyrstu tölum: „Takk Reykjavík“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, nær inn á þing miðað við fyrstu tölur úr kjördæminu. 26. september 2021 00:18 „Ekki bara eldri karlar í Framsóknarflokknum“ Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. 25. september 2021 23:20 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Til hamingju með kvöldið.“ Lilja Alfreðsdóttir fylgist með partýinu á Grandagarði.Vísir/Vilhelm Troðfullt var út úr húsi á kosningarvöku Framsóknarflokksins úti á Granda í kvöld. Færri komust að en vildu og var hópur fólks fyrir utan sem beið í von um að einhverjir færu heim og pláss gæti myndast. Einhverjir voru svo svekktir yfir því að fá ekki að fara inn að þeir reyndu að rífast við dyravörðinn, án árangurs enda var hún grjóthörð. Unga fólkið djammaði hjá Framsókn.Vísir/Vilhelm Allt ætlaði að verða vitlaust þegar rapparinn Herra Hnetusmjör steig á svið og tók nokkur lög. Gólfið nötraði og fólk dansaði eins og enginn væri morgundagurinn. Meðalaldurinn var mun lægri en í öðrum kosningapartýum. Lilja og Ásmundur stigu á svið á eftir Herra Hnetusmjör.Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir stóð fremst við sviðið og tók myndbönd af rapparanum og stuðningsfólkinu og brosti út að eyrum. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband sem sýnir stemninguna í kosningavöku Framsóknar skömmu eftir miðnætti. Klippa: Herra Hnetusmjör á kosningavöku Framsóknar Stuðningsmenn voru í faðmlögum og sungu saman lög eins og We Are The Champions og öskruðu svo „Reykjavík er okkar, já hún er okkar...“ Elín Guðmunds ljósmyndari Vísis náði þessu skemmtilega myndbandi af sáttum Framsóknarmönnum. Klippa: Sigurvíma á kosningavöku Framsóknar Um eitt var enn verið að bera inn bala fulla af ísmolum og ljóst að hópurinn ætlaði að halda áfram fram á nótt. Undirrituð heimsótti allar tíu kosningavökurnar í Reykjavík og var stemningin í Framsókn var áberandi best. Hópurinn fagnaði með miklum látum í hvert einasta skipti sem nýjar tölur bárust og var ljóst að stuðningsmenn Framsóknar voru í skýjunum með niðurstöður kosninganna. „Njótið kvöldsins, takk kærlega fyrir ykkur,“ sagði Ásmundur Einar þakklátur.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningapartý á Nesinu sem verður seint toppað Logi Ágústs, Glúmur og Lilja í epísku kosningapartý á Seltjarnarnesinu? Ekki alveg en einhver hefði þó látið blekkjast. Hressir vinir blésu til partýs í tilefni kosninga þar sem allir klæddu sig upp sem þingmenn og voru í banastuði. 26. september 2021 02:13 Konur í meirihluta á Alþingi í fyrsta sinn? Eins og sakir standa eru fleiri konur en karlar inni á þingi. Ef kynjahlutföllin haldast óbreytt verður þetta í fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta á Alþingi. 26. september 2021 01:59 Ásmundur inni í fyrstu tölum: „Takk Reykjavík“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, nær inn á þing miðað við fyrstu tölur úr kjördæminu. 26. september 2021 00:18 „Ekki bara eldri karlar í Framsóknarflokknum“ Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. 25. september 2021 23:20 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Kosningapartý á Nesinu sem verður seint toppað Logi Ágústs, Glúmur og Lilja í epísku kosningapartý á Seltjarnarnesinu? Ekki alveg en einhver hefði þó látið blekkjast. Hressir vinir blésu til partýs í tilefni kosninga þar sem allir klæddu sig upp sem þingmenn og voru í banastuði. 26. september 2021 02:13
Konur í meirihluta á Alþingi í fyrsta sinn? Eins og sakir standa eru fleiri konur en karlar inni á þingi. Ef kynjahlutföllin haldast óbreytt verður þetta í fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta á Alþingi. 26. september 2021 01:59
Ásmundur inni í fyrstu tölum: „Takk Reykjavík“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, nær inn á þing miðað við fyrstu tölur úr kjördæminu. 26. september 2021 00:18
„Ekki bara eldri karlar í Framsóknarflokknum“ Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. 25. september 2021 23:20