Reykvískar samgöngur - allir of seinir, alltaf! Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 24. september 2021 13:31 Ég tafðist í umferðinni í dag, ég hefði mætt á réttum tíma ef umferðin hefði ekki verið stopp, ég þurfti að sækja barnið á leikskóla og strætó var orðinn allt of seinn, ég veit satt að segja ekki hvernig ég á að komast í vinnuna og skutla börnunum fyrst, veikindi í fjölskyldunni hafa gert það að verkum að við erum öll of sein. Ég veit ekki hve mörg svona samtöl ég hef heyrt undanfarið. Vissulega brenna heilbrigðis-, skóla- og öldrunarmál á borgarbúum en samgöngumálin eru þó þeirra gerðar að enginn skilur hvernig hægt var að skapa þennan hnút sem rænir dýrmætum tíma frá öllum. Segja má að á síðustu tíu árum hafi núverandi meirihluta í Reykjavík tekist að gera þetta að einu stærsta vandamáli höfuðborgarbúa, svo mjög að hvar sem maður kemur má skynja ráðaleysi hjá fólki. Fólk skilur ekki hvaða stefna býr að baki og áttar sig ekki á þeim lausnum sem eru í boði. Fyrir tveimur árum var gerður samgöngusáttmáli milli ríkisvaldsins og Reykjavíkurborgar. Sá sáttmáli var bundinn ýmsum skilyrðum sem borgin hefur ekki efnt. Þannig er ljóst að meirihlutinn í Reykjavík fer sínu fram óháð því samkomulagi sem gert er. Valdstefna borgarstjórnarmeirihlutans Stefna borgarinnar er að breyta samgönguháttum borgarbúa með valdi, þannig er markvisst þrengt að einkabílnum um alla borg og hafa engar framkvæmdir sem geta liðkað fyrir umferð verið í á annan áratug. Þetta þýðir að tafartími þeirra sem ferðast um borgin lengist stöðugt og samsvarandi óþægindi eins og við sem erum núna að tala við kjósendur verðum var við. Það gerir enginn athugasemd við að styðja og efla fjölbreyttari samgöngur en valdbeiting borgarinnar er ómanneskjuleg framkvæmd sem kemur verulega niður á lífsgæðum fólks. Til að bæta gráu ofan á svart þá er unnið að „stóru lausninni“, borgarlínunni. Framkvæmd sem reynslan segir okkur að mun kosta óheyrilega fjármuni og tæpast leysa nein vandamál sem öflugt strætisvagnakerfi getur ekki leyst. Það er orðið tímabært að borgaryfirvöld átti sig á því að þau eru á rangri leið eins við í Miðflokknum höfum bent á frá upphafi. Ef íbúar Reykjavíkur eiga að geta treyst á að skynsamar lausnir verði hafðar að leiðarljósi í Reykjavík mun atkvæði til Miðflokksins nýtast best. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Hrund Björnsdóttir Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Samgöngur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Ég tafðist í umferðinni í dag, ég hefði mætt á réttum tíma ef umferðin hefði ekki verið stopp, ég þurfti að sækja barnið á leikskóla og strætó var orðinn allt of seinn, ég veit satt að segja ekki hvernig ég á að komast í vinnuna og skutla börnunum fyrst, veikindi í fjölskyldunni hafa gert það að verkum að við erum öll of sein. Ég veit ekki hve mörg svona samtöl ég hef heyrt undanfarið. Vissulega brenna heilbrigðis-, skóla- og öldrunarmál á borgarbúum en samgöngumálin eru þó þeirra gerðar að enginn skilur hvernig hægt var að skapa þennan hnút sem rænir dýrmætum tíma frá öllum. Segja má að á síðustu tíu árum hafi núverandi meirihluta í Reykjavík tekist að gera þetta að einu stærsta vandamáli höfuðborgarbúa, svo mjög að hvar sem maður kemur má skynja ráðaleysi hjá fólki. Fólk skilur ekki hvaða stefna býr að baki og áttar sig ekki á þeim lausnum sem eru í boði. Fyrir tveimur árum var gerður samgöngusáttmáli milli ríkisvaldsins og Reykjavíkurborgar. Sá sáttmáli var bundinn ýmsum skilyrðum sem borgin hefur ekki efnt. Þannig er ljóst að meirihlutinn í Reykjavík fer sínu fram óháð því samkomulagi sem gert er. Valdstefna borgarstjórnarmeirihlutans Stefna borgarinnar er að breyta samgönguháttum borgarbúa með valdi, þannig er markvisst þrengt að einkabílnum um alla borg og hafa engar framkvæmdir sem geta liðkað fyrir umferð verið í á annan áratug. Þetta þýðir að tafartími þeirra sem ferðast um borgin lengist stöðugt og samsvarandi óþægindi eins og við sem erum núna að tala við kjósendur verðum var við. Það gerir enginn athugasemd við að styðja og efla fjölbreyttari samgöngur en valdbeiting borgarinnar er ómanneskjuleg framkvæmd sem kemur verulega niður á lífsgæðum fólks. Til að bæta gráu ofan á svart þá er unnið að „stóru lausninni“, borgarlínunni. Framkvæmd sem reynslan segir okkur að mun kosta óheyrilega fjármuni og tæpast leysa nein vandamál sem öflugt strætisvagnakerfi getur ekki leyst. Það er orðið tímabært að borgaryfirvöld átti sig á því að þau eru á rangri leið eins við í Miðflokknum höfum bent á frá upphafi. Ef íbúar Reykjavíkur eiga að geta treyst á að skynsamar lausnir verði hafðar að leiðarljósi í Reykjavík mun atkvæði til Miðflokksins nýtast best. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun