Hefur loks náð endanlegum sættum við íslenska fræðasamfélagið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. september 2021 20:01 Fornsagnafræðingurinn Lars Lönnroth var gerður að heiðursdoktor við Háskóla Ísland í dag. Hann segist þakklátur fyrir að íslenska fræðasamfélagið hafi tekið sig í sátt og sér eftir að hafa stutt rangan málstað í einu mesta deilumáli síðustu aldar. Lars er prófessor emeritus við Gautaborgarháskóla en hann er álitinn frumkvöðull á sviði íslenskra fræða. Hann var að vonum sáttur með viðurkenninguna þegar fréttastofa settist niður með honum til að fara yfir ferilinn. „Hún skiptir mig miklu máli því ég vildi ætíð að litið væri á mig sem fræðimann í forníslenskum fræðum," segir Lars. Frá hægri: Torfi H. Tulinius, prófessor og deildarforseti íslensku og menningardeildar, Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, og heiðursdoktorinn sjálfur, Lars Lönnroth.vísir/arnar Hann á þátt í að hafa umbylt sýn fræðimanna á íslenskar fornbókmenntir á síðustu öld með nýjum hugmyndum sínum. Þær féllu þó ekki allar í kramið hjá íslenskum fræðimönnum við þann þjóðernissinnaða tíðaranda sem þá var uppi. „Þegar ég hóf rannsóknir mínar voru allmargir á Íslandi mjög gagnrýnir á fræðastörf mín því ég lagði áherslu á evrópsk áhrif á forníslenskar bókmenntir," segir Lars. Tók ranga afstöðu í handritamálinu Afstaða hans til hins umdeilda handritamáls bætti síðan ekki úr skák. „Auk þess varð mér á að vera á öndverðum meiði í handritamálinu snemma á sjötta áratugnum," segir Lars sem var talsmaður þess að handritin yrðu áfram í Kaupmannahöfn. Hann segir það hafa verið mikil mistök, sem hann sér eftir í dag. Tíminn hafi leitt í ljós að handritin væru mun betur nýtt og geymd hér á Íslandi þar sem hefur skapast ríkt fræðastarf í kring um þau. Heiðursnafnbótin er honum því sérlega kær. „Ég er eðlilega mjög ánægður með að fá nú heiðursnafnbótina, sem ég lít á sem merki um það að nú sé allt fallið í ljúfa löð og að sættir hafi nú náðst milli íslenskra fræðimanna og mín." Háskólar Handritasafn Árna Magnússonar Svíþjóð Íslandsvinir Skóla - og menntamál Íslensk fræði Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Lars er prófessor emeritus við Gautaborgarháskóla en hann er álitinn frumkvöðull á sviði íslenskra fræða. Hann var að vonum sáttur með viðurkenninguna þegar fréttastofa settist niður með honum til að fara yfir ferilinn. „Hún skiptir mig miklu máli því ég vildi ætíð að litið væri á mig sem fræðimann í forníslenskum fræðum," segir Lars. Frá hægri: Torfi H. Tulinius, prófessor og deildarforseti íslensku og menningardeildar, Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, og heiðursdoktorinn sjálfur, Lars Lönnroth.vísir/arnar Hann á þátt í að hafa umbylt sýn fræðimanna á íslenskar fornbókmenntir á síðustu öld með nýjum hugmyndum sínum. Þær féllu þó ekki allar í kramið hjá íslenskum fræðimönnum við þann þjóðernissinnaða tíðaranda sem þá var uppi. „Þegar ég hóf rannsóknir mínar voru allmargir á Íslandi mjög gagnrýnir á fræðastörf mín því ég lagði áherslu á evrópsk áhrif á forníslenskar bókmenntir," segir Lars. Tók ranga afstöðu í handritamálinu Afstaða hans til hins umdeilda handritamáls bætti síðan ekki úr skák. „Auk þess varð mér á að vera á öndverðum meiði í handritamálinu snemma á sjötta áratugnum," segir Lars sem var talsmaður þess að handritin yrðu áfram í Kaupmannahöfn. Hann segir það hafa verið mikil mistök, sem hann sér eftir í dag. Tíminn hafi leitt í ljós að handritin væru mun betur nýtt og geymd hér á Íslandi þar sem hefur skapast ríkt fræðastarf í kring um þau. Heiðursnafnbótin er honum því sérlega kær. „Ég er eðlilega mjög ánægður með að fá nú heiðursnafnbótina, sem ég lít á sem merki um það að nú sé allt fallið í ljúfa löð og að sættir hafi nú náðst milli íslenskra fræðimanna og mín."
Háskólar Handritasafn Árna Magnússonar Svíþjóð Íslandsvinir Skóla - og menntamál Íslensk fræði Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira