Af hverju Samfélagsbanki? Bergvin Eyþórsson skrifar 23. september 2021 09:16 Sósíalistar tala um að stofna samfélagsbanka, til dæmis úr Landsbankanum. En til hvers? Hvað myndi breytast ef við ættum samfélagsbanka? Rekstur bankanna Á 12 mánaða tímabili, þ.e. seinni hluta árs 2020 og fyrri hluta árs 2021 högnuðust bankarnir um 67 milljarða, 67.000.000.000 krónur. Á einu kjörtímabili eru það 268.000.000.000. Hvernig verður þessi gríðarlegi hagnaður til? Jú, bankarnir reka sig á útlánum. Það þýðir að þeir sem taka lán hjá bönkunum borga hagnaðinn. Hver borgar brúsann? Eðli máls samkvæmt þarf fólk sem á ekki peninga að taka lán. Þeir sem eru vel settir fjárhagslega ýmist þurfa ekki lán eða hafa valfrelsi um ódýrari lán í krafti fjárhagsstöðu. Það segir okkur að meginþorri lántakenda og skulda bönkunum eru þeir sem standa verst. Með öðrum orðum þá er hagnaður bankanna búinn til með því að níðast á fátækasta fólkinu. Ef við gerum ráð fyrir að helmingur þjóðarinnar ýmist þurfi ekki lán eða sé í aðstöðu til að velja ódýrari lán, þá er hagnaður bankanna borinn uppi af helmingi þjóðarinnar, eða um 185.000 manns, þá leggur hver þeirra til ríflega 362.000 krónur árlega. Það er ríflega 30.000 krónur á mann á mánuði. Það sem hjón með 2 börn leggja til í hagnað bankanna er þá 120.000 krónur á mánuði að jafnaði. Þarf þetta að vera svona? Stutta svarið er nei. Ef við ákveðum að hætta að féfletta þá sem minnst eiga stofnum við samfélagsbanka sem þarf aðeins að reka sig, ekki að skila hagnaði. Í dæminu hér að undan höfum við ekki talið með rekstrarkostnað bankanna, þannig að fyrir fjögurra manna fjölskyldu getum við lækkað greiðslubyrði um 120.000 krónur á mánuði. Viljum við það ekki? Hverjir tapa á þessu? Þá spyr maður sig, ef hægt er að spara svona mikla peninga fyrir fólkið í landinu, hver tapar á þessu? Hinn helmingur þjóðarinnar sem þarf ekki að láta féfletta sig með vaxtakostnaði í dag, verður áfram í sömu stöðu. Þeir tapa engu. Það er orðin skrýtin staða, að helmingur þjóðarinnar öðlist stóraukið ráðstöfunarfé án þess að taka það af hinum helmingnum. Við erum ekki vön svona útreikningum. Eðlilega tapar einhver á þessu, en hver er það? „Stöðugleikinn" sem við búum við í dag er stöðug stefna, ekki stöðug kyrrstaða. Stefnan er sú að einka(vina)væða bankana þannig að þeir lendi í höndunum á fólki sem á mikla peninga í dag, með þeim afleiðingum að fátæka fólkið geti stritað myrkranna á milli til að afhenda ríka fólkinu milljarðana „sína".Stöðugleikinn virkar nefnilega þannig að hluti þjóðarinnar getur stritað stöðugt til að þeir ríku verði stöðugt ríkari. Niðurstaðan Niðurstaðan er sú að við höfum val um tvær leiðir: Viðhalda stöðugleikanum svo hinir fátæku geti stritað stöðugt til að þeir ríku verði stöðugt ríkari. Eða… Stofnað samfélagsbanka sem bætir stórlega stöðu hálfrar þjóðarinnar og hinir ríku halda áfram að vera ríkir, bara ekki ógeðslega miklu ríkari en þeir eru í dag. Setjum X við J og gefum Sósíalistaflokknum tækifæri til að bæta samfélagið okkar! Höfundur skipar 5. sæti á lista Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Sósíalistar tala um að stofna samfélagsbanka, til dæmis úr Landsbankanum. En til hvers? Hvað myndi breytast ef við ættum samfélagsbanka? Rekstur bankanna Á 12 mánaða tímabili, þ.e. seinni hluta árs 2020 og fyrri hluta árs 2021 högnuðust bankarnir um 67 milljarða, 67.000.000.000 krónur. Á einu kjörtímabili eru það 268.000.000.000. Hvernig verður þessi gríðarlegi hagnaður til? Jú, bankarnir reka sig á útlánum. Það þýðir að þeir sem taka lán hjá bönkunum borga hagnaðinn. Hver borgar brúsann? Eðli máls samkvæmt þarf fólk sem á ekki peninga að taka lán. Þeir sem eru vel settir fjárhagslega ýmist þurfa ekki lán eða hafa valfrelsi um ódýrari lán í krafti fjárhagsstöðu. Það segir okkur að meginþorri lántakenda og skulda bönkunum eru þeir sem standa verst. Með öðrum orðum þá er hagnaður bankanna búinn til með því að níðast á fátækasta fólkinu. Ef við gerum ráð fyrir að helmingur þjóðarinnar ýmist þurfi ekki lán eða sé í aðstöðu til að velja ódýrari lán, þá er hagnaður bankanna borinn uppi af helmingi þjóðarinnar, eða um 185.000 manns, þá leggur hver þeirra til ríflega 362.000 krónur árlega. Það er ríflega 30.000 krónur á mann á mánuði. Það sem hjón með 2 börn leggja til í hagnað bankanna er þá 120.000 krónur á mánuði að jafnaði. Þarf þetta að vera svona? Stutta svarið er nei. Ef við ákveðum að hætta að féfletta þá sem minnst eiga stofnum við samfélagsbanka sem þarf aðeins að reka sig, ekki að skila hagnaði. Í dæminu hér að undan höfum við ekki talið með rekstrarkostnað bankanna, þannig að fyrir fjögurra manna fjölskyldu getum við lækkað greiðslubyrði um 120.000 krónur á mánuði. Viljum við það ekki? Hverjir tapa á þessu? Þá spyr maður sig, ef hægt er að spara svona mikla peninga fyrir fólkið í landinu, hver tapar á þessu? Hinn helmingur þjóðarinnar sem þarf ekki að láta féfletta sig með vaxtakostnaði í dag, verður áfram í sömu stöðu. Þeir tapa engu. Það er orðin skrýtin staða, að helmingur þjóðarinnar öðlist stóraukið ráðstöfunarfé án þess að taka það af hinum helmingnum. Við erum ekki vön svona útreikningum. Eðlilega tapar einhver á þessu, en hver er það? „Stöðugleikinn" sem við búum við í dag er stöðug stefna, ekki stöðug kyrrstaða. Stefnan er sú að einka(vina)væða bankana þannig að þeir lendi í höndunum á fólki sem á mikla peninga í dag, með þeim afleiðingum að fátæka fólkið geti stritað myrkranna á milli til að afhenda ríka fólkinu milljarðana „sína".Stöðugleikinn virkar nefnilega þannig að hluti þjóðarinnar getur stritað stöðugt til að þeir ríku verði stöðugt ríkari. Niðurstaðan Niðurstaðan er sú að við höfum val um tvær leiðir: Viðhalda stöðugleikanum svo hinir fátæku geti stritað stöðugt til að þeir ríku verði stöðugt ríkari. Eða… Stofnað samfélagsbanka sem bætir stórlega stöðu hálfrar þjóðarinnar og hinir ríku halda áfram að vera ríkir, bara ekki ógeðslega miklu ríkari en þeir eru í dag. Setjum X við J og gefum Sósíalistaflokknum tækifæri til að bæta samfélagið okkar! Höfundur skipar 5. sæti á lista Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun