Stígum skrefið til fulls Halldóra Hauksdóttir skrifar 22. september 2021 11:15 Jöfnum stöðu foreldra sem ala börn sín upp í sameiningu hvort á sínu heimili Því ber að fagna að loks sé verið að stíga skref í þá átt að jafna stöðu foreldra, en samþykkt hefur verið frumvarp til breytingar á barnalögum þar sem megin inntakið varðar skipta búsetu barna. Frá og með 1. janúar 2022, verður unnt að semja um skipta búsetu barns/barna. Það kann að hljóma vel, enda er töluverður munur á réttarstöðu lögheimilisforeldris og umgengisforeldris í núverandi löggjöf, þrátt fyrir að um sameiginlega forsjá sé að ræða. Þessi ójafna staða foreldra í nútímasamfélagi er barns síns tíma, m.a. vegna þess að í dag er mun algengara við skilnað/sambúðarslit foreldra að börn búi til jafns hjá foreldrum sínum, svokölluð viku/viku umgengni. Það er af hinu góða svo lengi sem það fari ekki gegn hagsmunum barnsins. Slíkt fyrirkomulag krefst vissulega foreldrasamvinnu enda er slík samvinna hluti af lögbundinni forsjárskyldu foreldra/forráðamanna. Það hlýtur að vera hag barna fyrir bestu að foreldrar sem kjósa að ala börn sín upp saman á tveimur heimilum, að þau búi við sambærileg skilyrði af hálfu hins opinbera en að kerfið sé ekki að ýta undir ágreining með ójafnri stöðu. Það er til að mynda algjörlega taktlaust í nútímasamfélagi að aðeins lögheimilisforeldri hafi aðgang að upplýsingum um barn sitt á Heilsuveru, loftbrú, skattframtali og svona mætti halda áfram því, þetta er hvergi nærri tæmandi listi. Breyting sem þessi kallar á kerfisbreytingu sem fyrirséð er að muni taka tíma. Þá tekur breytingin ekki gildi fyrr en 1. janúar 2022, þrátt fyrir að unnt sé að framfylgja flestum ákvæðum nú þegar, t.d. hvað varðar það að foreldrar geti samið sín á milli um greiðslu meðlags. Þá hefði jafnframt verið best að opna á möguleikann á að foreldrar gætu nú þegar samið um skipta búsetu, þó kerfisbreytingin nái ekki strax í gegn. Í stað er foreldrum gert að semja um forsjá og lögheimili skv. núgildandi reglum til þess eins að fara aftur til sýslumanns, í janúar árið 2022, til þess að semja þá um skipta búsetu. Ljóst er að umrædd breyting er mikið framfaraskref í átt að foreldrajafnrétti en vonbrigði mín eru að við stígum ekki skrefið til fulls. Lögin jafna þó ekki stöðu foreldra nema að takmörkuðu leyti, þar sem lögheimilisforeldrið mun áfram hafa yfirhöndina. Það getur hvenær sem er leitað til sýslumanns og óskað eftir því að fella samkomulagið niður og fengið þannig þá stöðu sem lögheimilisforeldrið hefur nú, þ.e. betri rétt til að taka eitt ákvarðanir varðandi barn, einkarétt á barnabótum, rétt á meðlagsgreiðslum og fl. Við þessar aðstæður er ekkert sem hitt foreldrið getur gert til þess að koma í veg fyrir það. Réttara væri því, ef óskað væri eftir niðurfellingu skiptrar búsetu, að foreldrar þyrftu að semja um nýtt fyrirkomulag við þessar aðstæður, en ekki að lögheimilisforeldrið fái sjálfkrafa betri stöðu við niðurfellingu skiptrar búsetu, því það grefur undan jafnræði foreldra. Jafnframt eru það mikil vonbrigði að ekki séu gerðar aðrar breytingar hvað varðar meðlag og meðlagsskyldu en þær að foreldrar geti samið um meðlagsgreiðslur sín á milli. Við hljótum að vilja í okkar nútímasamfélagi að tekið sé tillit til umgengni og kostnaðar við framfærslu barns við ákvörðun á meðlagi. Ef til að mynda barn dvelur jafnt hjá báðum foreldrum er ljóst að báðir foreldrar leggja jafn mikið af mörkum hvað varðar fæði og húsnæði. Einnig er algengt að börn eigi föt og aðra muni á báðum heimilum svo staðan þar er því almennt jöfn. Helst stendur út af kostnaður vegna tómstunda en algengt er að foreldrar skipti þeim kostnaði á milli sín. Ef svo er ekki, þá er ljóst að kostnaður við tómstundir jafngildir almennt ekki tvöföldu meðlagi á mánuði. Við þessar aðstæður er algengt að umgengisforeldrið sé því ekki aðeins að leggja til sinn hluta til framfærslu barnsins heldur einnig hluta af framfærslu lögheimilisforeldris og ber því mun þyngri byrðar af framfærslunni en lögheimilisforeldri. Umgengisforeldri getur þar af leiðandi leyft sér minna til kaupa fyrir börnin eða afþreyingar með börnunum heldur en lögheimilisforeldrið. Meðlagsskylda við þessar aðstæður mismunar því foreldrum. Slíkt fyrirkomulag er til þess fallið að skapa togstreitu milli foreldra sem því miður getur bitnað á barninu. Eðlilegt væri því að meðlag tæki mið af framfærslukostnaði barns og aðstæðum hverju sinni. Rétt væri að foreldri, sem krefst þess að meðlag sé ákveðið, sýni fram á að hitt foreldrið vanræki framfærsluskyldur sínar gagnvart barninu. Meðlagið tilheyrir barninu og ef foreldri sinnir ríkulegri umgengni og leggur sitt af mörkum í þágu barnsins, þá er ekki þörf á að ákvarða meðlag. Að lokum er vert að benda á, þó það sé efni í sjálfstæða grein, að mikilvægt er að skerpa á núgildandi ákvæði um sáttameðferð og framkvæmd hennar. Í dag ríkir ólíðandi ástand vegna tafa á sáttameðferð sem foreldrum er gert skylt að sæta áður en unnt er að leita úrskurðar eða höfða mál er varðar forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför. Sömuleiðis er ljóst að taka þarf mið af aðstæðum við framkvæmd sáttameðferðar hverju sinni, t.d. með því að sáttameðferð fari fram með aðilum sitt í hvoru lagi þegar t.d. er um að ræða heimilisofbeldi. Brýnt er því að stíga skrefið til fulls og tryggja jafnræði foreldra sem ala börn sín upp í sameiningu hvort á sínu heimili, með því að lagfæra núgildandi löggjöf og flýta gildistöku þeirra ákvæða sem ekki er sérstakt tilefni til að fresta. Höfundur skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Norðausturkjördæmi Fjölskyldumál Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jöfnum stöðu foreldra sem ala börn sín upp í sameiningu hvort á sínu heimili Því ber að fagna að loks sé verið að stíga skref í þá átt að jafna stöðu foreldra, en samþykkt hefur verið frumvarp til breytingar á barnalögum þar sem megin inntakið varðar skipta búsetu barna. Frá og með 1. janúar 2022, verður unnt að semja um skipta búsetu barns/barna. Það kann að hljóma vel, enda er töluverður munur á réttarstöðu lögheimilisforeldris og umgengisforeldris í núverandi löggjöf, þrátt fyrir að um sameiginlega forsjá sé að ræða. Þessi ójafna staða foreldra í nútímasamfélagi er barns síns tíma, m.a. vegna þess að í dag er mun algengara við skilnað/sambúðarslit foreldra að börn búi til jafns hjá foreldrum sínum, svokölluð viku/viku umgengni. Það er af hinu góða svo lengi sem það fari ekki gegn hagsmunum barnsins. Slíkt fyrirkomulag krefst vissulega foreldrasamvinnu enda er slík samvinna hluti af lögbundinni forsjárskyldu foreldra/forráðamanna. Það hlýtur að vera hag barna fyrir bestu að foreldrar sem kjósa að ala börn sín upp saman á tveimur heimilum, að þau búi við sambærileg skilyrði af hálfu hins opinbera en að kerfið sé ekki að ýta undir ágreining með ójafnri stöðu. Það er til að mynda algjörlega taktlaust í nútímasamfélagi að aðeins lögheimilisforeldri hafi aðgang að upplýsingum um barn sitt á Heilsuveru, loftbrú, skattframtali og svona mætti halda áfram því, þetta er hvergi nærri tæmandi listi. Breyting sem þessi kallar á kerfisbreytingu sem fyrirséð er að muni taka tíma. Þá tekur breytingin ekki gildi fyrr en 1. janúar 2022, þrátt fyrir að unnt sé að framfylgja flestum ákvæðum nú þegar, t.d. hvað varðar það að foreldrar geti samið sín á milli um greiðslu meðlags. Þá hefði jafnframt verið best að opna á möguleikann á að foreldrar gætu nú þegar samið um skipta búsetu, þó kerfisbreytingin nái ekki strax í gegn. Í stað er foreldrum gert að semja um forsjá og lögheimili skv. núgildandi reglum til þess eins að fara aftur til sýslumanns, í janúar árið 2022, til þess að semja þá um skipta búsetu. Ljóst er að umrædd breyting er mikið framfaraskref í átt að foreldrajafnrétti en vonbrigði mín eru að við stígum ekki skrefið til fulls. Lögin jafna þó ekki stöðu foreldra nema að takmörkuðu leyti, þar sem lögheimilisforeldrið mun áfram hafa yfirhöndina. Það getur hvenær sem er leitað til sýslumanns og óskað eftir því að fella samkomulagið niður og fengið þannig þá stöðu sem lögheimilisforeldrið hefur nú, þ.e. betri rétt til að taka eitt ákvarðanir varðandi barn, einkarétt á barnabótum, rétt á meðlagsgreiðslum og fl. Við þessar aðstæður er ekkert sem hitt foreldrið getur gert til þess að koma í veg fyrir það. Réttara væri því, ef óskað væri eftir niðurfellingu skiptrar búsetu, að foreldrar þyrftu að semja um nýtt fyrirkomulag við þessar aðstæður, en ekki að lögheimilisforeldrið fái sjálfkrafa betri stöðu við niðurfellingu skiptrar búsetu, því það grefur undan jafnræði foreldra. Jafnframt eru það mikil vonbrigði að ekki séu gerðar aðrar breytingar hvað varðar meðlag og meðlagsskyldu en þær að foreldrar geti samið um meðlagsgreiðslur sín á milli. Við hljótum að vilja í okkar nútímasamfélagi að tekið sé tillit til umgengni og kostnaðar við framfærslu barns við ákvörðun á meðlagi. Ef til að mynda barn dvelur jafnt hjá báðum foreldrum er ljóst að báðir foreldrar leggja jafn mikið af mörkum hvað varðar fæði og húsnæði. Einnig er algengt að börn eigi föt og aðra muni á báðum heimilum svo staðan þar er því almennt jöfn. Helst stendur út af kostnaður vegna tómstunda en algengt er að foreldrar skipti þeim kostnaði á milli sín. Ef svo er ekki, þá er ljóst að kostnaður við tómstundir jafngildir almennt ekki tvöföldu meðlagi á mánuði. Við þessar aðstæður er algengt að umgengisforeldrið sé því ekki aðeins að leggja til sinn hluta til framfærslu barnsins heldur einnig hluta af framfærslu lögheimilisforeldris og ber því mun þyngri byrðar af framfærslunni en lögheimilisforeldri. Umgengisforeldri getur þar af leiðandi leyft sér minna til kaupa fyrir börnin eða afþreyingar með börnunum heldur en lögheimilisforeldrið. Meðlagsskylda við þessar aðstæður mismunar því foreldrum. Slíkt fyrirkomulag er til þess fallið að skapa togstreitu milli foreldra sem því miður getur bitnað á barninu. Eðlilegt væri því að meðlag tæki mið af framfærslukostnaði barns og aðstæðum hverju sinni. Rétt væri að foreldri, sem krefst þess að meðlag sé ákveðið, sýni fram á að hitt foreldrið vanræki framfærsluskyldur sínar gagnvart barninu. Meðlagið tilheyrir barninu og ef foreldri sinnir ríkulegri umgengni og leggur sitt af mörkum í þágu barnsins, þá er ekki þörf á að ákvarða meðlag. Að lokum er vert að benda á, þó það sé efni í sjálfstæða grein, að mikilvægt er að skerpa á núgildandi ákvæði um sáttameðferð og framkvæmd hennar. Í dag ríkir ólíðandi ástand vegna tafa á sáttameðferð sem foreldrum er gert skylt að sæta áður en unnt er að leita úrskurðar eða höfða mál er varðar forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför. Sömuleiðis er ljóst að taka þarf mið af aðstæðum við framkvæmd sáttameðferðar hverju sinni, t.d. með því að sáttameðferð fari fram með aðilum sitt í hvoru lagi þegar t.d. er um að ræða heimilisofbeldi. Brýnt er því að stíga skrefið til fulls og tryggja jafnræði foreldra sem ala börn sín upp í sameiningu hvort á sínu heimili, með því að lagfæra núgildandi löggjöf og flýta gildistöku þeirra ákvæða sem ekki er sérstakt tilefni til að fresta. Höfundur skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun