Að halda reisn og sjálfstæði Elínborg Steinunnardóttir skrifar 22. september 2021 10:46 Í janúar 2020 varð ég fyrir hræðilegu slysi á leið heim úr vinnu. Bíll sem ekið var af próflausum ökumanni undir áhrifum vímuefna, eltum af lögreglunni, lenti framan á bíl sem ég var í á 150 km hraða. Bílstjóri hins bílsins var á öfugum vegarhelmingi og hafi stolið bíl í Hafnarfirði skömmu áður. Ég brotnaði á vinstri ökla, vinstri úlnlið, hægri framhandlegg, bringubeinið, einhver rif voru brotin og ég var illa brotin á hægri mjöðm. Þá féllu sköflungurinn og hnéð hægra megin saman. Ég fékk heilablóðfall fyrstu nóttina á gjörgæslunni og lamaðist ég vinstra megin. Ég er enn að jafna mig á heilablóðfallinu. Langtímadvöl á sjúkrastofnunum Eftir nokkrar vikur á spítala í Reykjavík var ég send á sjúkrahúsið í Keflavík. Þar tók við löng bið þar sem lítið var við að hafa áður en ég var send á Grensásdeildina í endurhæfingu. Ég dvaldi síðan á sjúkrastofnunum í meira eða minna heilt ár. Reykjanesbær þrjóskaðist við að veita mér þá notendastýrðu persónulegu aðstoð sem ég átti samkvæmt lögum rétt á vegna þess að fjármagn hafi ekki fengist frá ríkinu. Mér var boðin dvöl á hjúkrunarheimili sem mér fannst fáránlegt, það eru fjölmargir aldraðir sem bíða í sjúkrarúmum eftir slíkri þjónustu og vil ég ekki taka pláss frá þeim. Ég er 48 ára gömul og get vel búið í mínu eigin húsi í Höfnum, fái ég þá aðstoð sem ég á rétt á. Sósíalistar vilja hjálpa fólki til sjálfstæðis Þegar Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósíalistaflokksins, vakti athygli á máli mínu fóru hjólin að snúast. Mér stóð loksins til boða sú þjónusta sem ég þarf á að halda til að geta búið í mínu eigin húsnæði. En mál mitt er því miður ekki einsdæmi. Fjölmargir einstaklingar, hvort sem eru fatlaðir eða eldra fólk, getur vel búið sjálfstætt fái það þá hjálp sem það þarf á að halda. Slíkt hlýtur að vera mun betra bæði fyrir einstaklinga í þessari stöðu og samfélagið í heild sinni. Sósíalistar hafa sett fram skýrt tilboð um uppreisn öryrkja gegn óréttlæti. Þar segir meðal annars: „Eitt af markmiðum Sameinuðu þjóðanna með samningnum er að útrýma þeirri stofnanavæðingu sem ríkt hefur undanfarna áratugi með búsetu fatlaðra á sambýlum. Í stað þess að bjóða fólki sjálfstæða búsetu með fullnægjandi stoðþjónustu er allt of algengt að veiku fólki undir 67 ára aldri sé boðin búseta á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Enn þekkist að fólk sé flutt nokkurskonar hreppaflutningum milli hjúkrunarheimila.“ Þetta er það sem ég fer fram á að ég og fólk í minni stöðu fái. Að við fáum að lifa við sem mest sjálfstæði og með reisn og þurfum ekki að berjast í bökkum fjárhagslega. Ísland er ríkt land. Okkur er ekkert að vanbúnaði; við getum haldið uppi velferð og mannúð svo allir fái notið sín. Ákvörðun okkar sem kjósenda á laugardaginn er því gífurlega mikilvæg. Kjósum því J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Höfundur skipar sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í janúar 2020 varð ég fyrir hræðilegu slysi á leið heim úr vinnu. Bíll sem ekið var af próflausum ökumanni undir áhrifum vímuefna, eltum af lögreglunni, lenti framan á bíl sem ég var í á 150 km hraða. Bílstjóri hins bílsins var á öfugum vegarhelmingi og hafi stolið bíl í Hafnarfirði skömmu áður. Ég brotnaði á vinstri ökla, vinstri úlnlið, hægri framhandlegg, bringubeinið, einhver rif voru brotin og ég var illa brotin á hægri mjöðm. Þá féllu sköflungurinn og hnéð hægra megin saman. Ég fékk heilablóðfall fyrstu nóttina á gjörgæslunni og lamaðist ég vinstra megin. Ég er enn að jafna mig á heilablóðfallinu. Langtímadvöl á sjúkrastofnunum Eftir nokkrar vikur á spítala í Reykjavík var ég send á sjúkrahúsið í Keflavík. Þar tók við löng bið þar sem lítið var við að hafa áður en ég var send á Grensásdeildina í endurhæfingu. Ég dvaldi síðan á sjúkrastofnunum í meira eða minna heilt ár. Reykjanesbær þrjóskaðist við að veita mér þá notendastýrðu persónulegu aðstoð sem ég átti samkvæmt lögum rétt á vegna þess að fjármagn hafi ekki fengist frá ríkinu. Mér var boðin dvöl á hjúkrunarheimili sem mér fannst fáránlegt, það eru fjölmargir aldraðir sem bíða í sjúkrarúmum eftir slíkri þjónustu og vil ég ekki taka pláss frá þeim. Ég er 48 ára gömul og get vel búið í mínu eigin húsi í Höfnum, fái ég þá aðstoð sem ég á rétt á. Sósíalistar vilja hjálpa fólki til sjálfstæðis Þegar Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósíalistaflokksins, vakti athygli á máli mínu fóru hjólin að snúast. Mér stóð loksins til boða sú þjónusta sem ég þarf á að halda til að geta búið í mínu eigin húsnæði. En mál mitt er því miður ekki einsdæmi. Fjölmargir einstaklingar, hvort sem eru fatlaðir eða eldra fólk, getur vel búið sjálfstætt fái það þá hjálp sem það þarf á að halda. Slíkt hlýtur að vera mun betra bæði fyrir einstaklinga í þessari stöðu og samfélagið í heild sinni. Sósíalistar hafa sett fram skýrt tilboð um uppreisn öryrkja gegn óréttlæti. Þar segir meðal annars: „Eitt af markmiðum Sameinuðu þjóðanna með samningnum er að útrýma þeirri stofnanavæðingu sem ríkt hefur undanfarna áratugi með búsetu fatlaðra á sambýlum. Í stað þess að bjóða fólki sjálfstæða búsetu með fullnægjandi stoðþjónustu er allt of algengt að veiku fólki undir 67 ára aldri sé boðin búseta á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Enn þekkist að fólk sé flutt nokkurskonar hreppaflutningum milli hjúkrunarheimila.“ Þetta er það sem ég fer fram á að ég og fólk í minni stöðu fái. Að við fáum að lifa við sem mest sjálfstæði og með reisn og þurfum ekki að berjast í bökkum fjárhagslega. Ísland er ríkt land. Okkur er ekkert að vanbúnaði; við getum haldið uppi velferð og mannúð svo allir fái notið sín. Ákvörðun okkar sem kjósenda á laugardaginn er því gífurlega mikilvæg. Kjósum því J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Höfundur skipar sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun