Flokkurinn sem framkvæmir Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 23. september 2021 07:31 Árið er 2014. Ég er í tíunda bekk í Hagaskóla og stekk niður í smíðastofuna því annar tími féll niður. Ég fékk að búa til mitt fyrsta mótmælaskilti og var á leið á Austurvöll daginn eftir. Tilefnið var að mótmæla því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi svikið loforð sitt um að þjóðin fengi loksins að kjósa um ESB en báðir flokkur höfðu lýst því yfir að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Ég var ekki endilega mikill Evrópusinni en mér þótti ömurlegt að enn og aftur væru stjórnmálamenn að fara á bak orða sinna. Á skiltinu mínu stóð „Það er ljótt að plata“, boðskapur sem börn geta meðtekið auðveldlega en gleymist fljótt á fullorðinsárum stjórnmálamanna. Árið er 2016. Ég er á öðru ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ég vakna eldsnemma, vopnuð krítarspreyi og herja á borgina ásamt fríðu föruneyti með þeim einföldu skilaboðum „Bless Simmi“. Seinna sama dag fórum við ásamt 26 þúsund manns á Austurvöll. Þá var ég vopnuð melódíku og spilaði með hljómsveit lag sem ég fæ ennþá á heilann, með þeim stórkostlega texta „Þið eruð rekin, þið eruð rekin!“ Þreyttur mótmælandi finnur sér flokk Ég hafði sterkar skoðanir á stjórnmálum en var orðin langþreytt á því að mótmæla spilltum og aðgerðalausum stjórnmálamönnum. Þegar ég leitaði til flokka sem ég heillaðist af fyrir feminískar áherslur, umhverfismál eða frelsismál þá kom alltaf til þess að ég varð afhuga flokkunum vegna þess að enginn þeirra hafði allt þrennt. Vorið 2016 breyttist það hins vegar. 25. maí 2016 var Viðreisn stofnuð, sem ég fylgdist með vegna þess að ég þekkti fólk sem kom að stofnun flokksins. Engu að síður var ég þreytt og ekkert sérlega vongóð um að þarna væri flokkur sem hefði allt sem ég lagði áherslu á: femínisma, umhverfismál, frelsismál og að innan flokksins væri ekki ágreiningur um að þau mál væru mikilvæg. Ég mætti á opinn fund ungliðahreyfingarinnar áður en flokkurinn var formlega stofnaður. Ég spurði um allt á milli himins og jarðar og mér til mikillar gleði voru svörin einfaldlega „Já, við erum sammála þér“. Ég fór hægt og rólega að taka þátt og áður en ég vissi af var tilheyrði ég flokki sem ég hef átt mikla samleið með allar götur síðan. Þetta er flokkur sem hlustar á raddir ungs fólks og á síðustu árum hef ég náð að koma málum á stefnuskrá Viðreisnar sem ég hefði sennilega ekki komið í gegn á öðrum vettvangi. Lögleiðingu dánaraðstoðar, vímuefna, skaðaminnkandi nálgun á kynlífsvinnu og þolenda vændis, móttöku loftslagsflóttafólks og svo mætti lengi telja. Í vor var mér svo boðið 3. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður, raunhæfu varaþingmannssæti og ef vel gengur e.t.v. þingsæti. Verður mótmælandi að þingmanni? Mig langar á þing til þess að berjast fyrir samfélagi sem tekur utan um fólk en útskúfar því ekki úr samfélaginu fyrir það eitt að villast af leið. Mig langar að taka á loftslagsmálum af hörku, berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og niðurgreiddri sálfræðiþjónustu. Mig langar að Viðreisn sé með stóran þingflokk svo að mál sem þessi hljóti brautargengi á þingi. Mig langar að losa okkur undan íhaldsstjórn og færa okkur í áttina að frjálslyndu samfélagi þar sem fólki er treyst fyrir eigin ákvörðunum. Mig langar ekki lengur að vera áhorfandi með mótmælaspjald fyrir utan veggi Alþingis, heldur gera mitt besta til að eiga sæti þar inni til þess að framkvæma loksins þessi mál sem hafa setið á hakanum of lengi. Til þess að samfélag sem byggir á jafnrétti, frelsi og umhverfisvernd verði að veruleika þarf að kjósa Viðreisn í komandi Alþingiskosningum. Annars boðum við yfir okkur, enn og aftur, íhaldið og kyrrstöðuna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Sjá meira
Árið er 2014. Ég er í tíunda bekk í Hagaskóla og stekk niður í smíðastofuna því annar tími féll niður. Ég fékk að búa til mitt fyrsta mótmælaskilti og var á leið á Austurvöll daginn eftir. Tilefnið var að mótmæla því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi svikið loforð sitt um að þjóðin fengi loksins að kjósa um ESB en báðir flokkur höfðu lýst því yfir að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Ég var ekki endilega mikill Evrópusinni en mér þótti ömurlegt að enn og aftur væru stjórnmálamenn að fara á bak orða sinna. Á skiltinu mínu stóð „Það er ljótt að plata“, boðskapur sem börn geta meðtekið auðveldlega en gleymist fljótt á fullorðinsárum stjórnmálamanna. Árið er 2016. Ég er á öðru ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ég vakna eldsnemma, vopnuð krítarspreyi og herja á borgina ásamt fríðu föruneyti með þeim einföldu skilaboðum „Bless Simmi“. Seinna sama dag fórum við ásamt 26 þúsund manns á Austurvöll. Þá var ég vopnuð melódíku og spilaði með hljómsveit lag sem ég fæ ennþá á heilann, með þeim stórkostlega texta „Þið eruð rekin, þið eruð rekin!“ Þreyttur mótmælandi finnur sér flokk Ég hafði sterkar skoðanir á stjórnmálum en var orðin langþreytt á því að mótmæla spilltum og aðgerðalausum stjórnmálamönnum. Þegar ég leitaði til flokka sem ég heillaðist af fyrir feminískar áherslur, umhverfismál eða frelsismál þá kom alltaf til þess að ég varð afhuga flokkunum vegna þess að enginn þeirra hafði allt þrennt. Vorið 2016 breyttist það hins vegar. 25. maí 2016 var Viðreisn stofnuð, sem ég fylgdist með vegna þess að ég þekkti fólk sem kom að stofnun flokksins. Engu að síður var ég þreytt og ekkert sérlega vongóð um að þarna væri flokkur sem hefði allt sem ég lagði áherslu á: femínisma, umhverfismál, frelsismál og að innan flokksins væri ekki ágreiningur um að þau mál væru mikilvæg. Ég mætti á opinn fund ungliðahreyfingarinnar áður en flokkurinn var formlega stofnaður. Ég spurði um allt á milli himins og jarðar og mér til mikillar gleði voru svörin einfaldlega „Já, við erum sammála þér“. Ég fór hægt og rólega að taka þátt og áður en ég vissi af var tilheyrði ég flokki sem ég hef átt mikla samleið með allar götur síðan. Þetta er flokkur sem hlustar á raddir ungs fólks og á síðustu árum hef ég náð að koma málum á stefnuskrá Viðreisnar sem ég hefði sennilega ekki komið í gegn á öðrum vettvangi. Lögleiðingu dánaraðstoðar, vímuefna, skaðaminnkandi nálgun á kynlífsvinnu og þolenda vændis, móttöku loftslagsflóttafólks og svo mætti lengi telja. Í vor var mér svo boðið 3. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður, raunhæfu varaþingmannssæti og ef vel gengur e.t.v. þingsæti. Verður mótmælandi að þingmanni? Mig langar á þing til þess að berjast fyrir samfélagi sem tekur utan um fólk en útskúfar því ekki úr samfélaginu fyrir það eitt að villast af leið. Mig langar að taka á loftslagsmálum af hörku, berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og niðurgreiddri sálfræðiþjónustu. Mig langar að Viðreisn sé með stóran þingflokk svo að mál sem þessi hljóti brautargengi á þingi. Mig langar að losa okkur undan íhaldsstjórn og færa okkur í áttina að frjálslyndu samfélagi þar sem fólki er treyst fyrir eigin ákvörðunum. Mig langar ekki lengur að vera áhorfandi með mótmælaspjald fyrir utan veggi Alþingis, heldur gera mitt besta til að eiga sæti þar inni til þess að framkvæma loksins þessi mál sem hafa setið á hakanum of lengi. Til þess að samfélag sem byggir á jafnrétti, frelsi og umhverfisvernd verði að veruleika þarf að kjósa Viðreisn í komandi Alþingiskosningum. Annars boðum við yfir okkur, enn og aftur, íhaldið og kyrrstöðuna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun