Skoðanakannanir fyrir kosningar valdi fjárfestum áhyggjum Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2021 11:52 Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur verið naumt í aðdraganda kosninganna. Vísir/Vilhelm Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist sveiflast í takt við skoðanakannanir í aðdraganda alþingiskosninga. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir fjárfesta hafa áhyggjur, hvort sem þær séu réttmætar eða ekki, af stjórnvöldum sem hyggi á þrálátri skuldasöfnun ríkissjóðs sem leiði til hækkunar stýrivaxta. Sveiflur hafa sést bæði á skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðum undanfarna daga sem virðast tengjast sveiflum í skoðanakönnunum. „Og ekki síður hafa þeir sem eru á mörkuðum sumir tjáð sig um að þeir hafi áhyggjur að næsta ríkisstjórn reki þrálátari ríkissjóðs halla. Það þýðir hærri vexti Seðlabanka út af minna opinberu aðhaldi og að skattaumhverfi verði hugsanlega óhagfelldara,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Seðlabankastjóri hefur varað við því, bæði í ræðu og riti, að lausari tök ríkisfjármála muni þýða hærri vexti. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri hefur varað við því að aukinni skuldasöfnun ríkissjóðs muni þýða stýrivaxtahækkun.Vísir/Vilhelm „Þau skilaboð eru býsna skýr og aðilar á mörkuðum horfa til þeirra þegar þeir meta hvort það verði hugsanlega meiri skuldasöfnun og rekin meiri þenslu stefnu af hinu opinbera og lengra í það verði jafnvægi á ríkisfjármálum en boðað var af þeirri ríkisstjórn sem núna er að renna sitt skeið.“ Hækkun stýrivaxta leiðir til hærri afborgana á fasteignalánum og valdi samdrætti í fjárfestingum.. Ríkisstjórnin hefur verið að mælast með naumt fylgi í skoðanakönnunum en sveiflast markaðurinn eftir því hvort fylgi aukist til hægri eða vinstri? Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Egill „Ég ætla ekki að kveða upp stóra dóm um það sjálfur á þessum tíma en ýmsir á mörkuðum hafa viljað tengja þetta saman þegar skoðanakannanir fóru að sveiflast til vinstri og flokka sem hafa stefnu að draga hægar úr skuldasöfnuninni. Að það hafi áhrif til lækkunar á hlutabréfamörkuðum og ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði hækkaði. En hvort það er innistæða eða ástæða fyrir þessum lækkunum það læt ég öðrum eftir að meta,“ segir Jón Bjarki Bentsson. Morgunblaðið birti könnun um liðna helgi þar sem vinstri sveifla var greinileg. Jón Bjarki segir markaðinn hafa farið niður á við í morgunsárið en það megi ekki síður tengja við alþjóðlega þróun vegna kínverska fasteignafélagsins Evergrande. Félagið skuldar 300 milljarða Bandaríkjadali og er sagt standa frammi fyrir sínu erfiðasta prófi þessa vikuna nú þegar það þarf að standa í skilum. Skörp lækkun hefur orðið á evrópskum og asískum hlutabréfamörkuðum sem tengjast vandræðum þessa fyrirtækis. Skoðanakannanir Kauphöllin Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Sveiflur hafa sést bæði á skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðum undanfarna daga sem virðast tengjast sveiflum í skoðanakönnunum. „Og ekki síður hafa þeir sem eru á mörkuðum sumir tjáð sig um að þeir hafi áhyggjur að næsta ríkisstjórn reki þrálátari ríkissjóðs halla. Það þýðir hærri vexti Seðlabanka út af minna opinberu aðhaldi og að skattaumhverfi verði hugsanlega óhagfelldara,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Seðlabankastjóri hefur varað við því, bæði í ræðu og riti, að lausari tök ríkisfjármála muni þýða hærri vexti. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri hefur varað við því að aukinni skuldasöfnun ríkissjóðs muni þýða stýrivaxtahækkun.Vísir/Vilhelm „Þau skilaboð eru býsna skýr og aðilar á mörkuðum horfa til þeirra þegar þeir meta hvort það verði hugsanlega meiri skuldasöfnun og rekin meiri þenslu stefnu af hinu opinbera og lengra í það verði jafnvægi á ríkisfjármálum en boðað var af þeirri ríkisstjórn sem núna er að renna sitt skeið.“ Hækkun stýrivaxta leiðir til hærri afborgana á fasteignalánum og valdi samdrætti í fjárfestingum.. Ríkisstjórnin hefur verið að mælast með naumt fylgi í skoðanakönnunum en sveiflast markaðurinn eftir því hvort fylgi aukist til hægri eða vinstri? Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Egill „Ég ætla ekki að kveða upp stóra dóm um það sjálfur á þessum tíma en ýmsir á mörkuðum hafa viljað tengja þetta saman þegar skoðanakannanir fóru að sveiflast til vinstri og flokka sem hafa stefnu að draga hægar úr skuldasöfnuninni. Að það hafi áhrif til lækkunar á hlutabréfamörkuðum og ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði hækkaði. En hvort það er innistæða eða ástæða fyrir þessum lækkunum það læt ég öðrum eftir að meta,“ segir Jón Bjarki Bentsson. Morgunblaðið birti könnun um liðna helgi þar sem vinstri sveifla var greinileg. Jón Bjarki segir markaðinn hafa farið niður á við í morgunsárið en það megi ekki síður tengja við alþjóðlega þróun vegna kínverska fasteignafélagsins Evergrande. Félagið skuldar 300 milljarða Bandaríkjadali og er sagt standa frammi fyrir sínu erfiðasta prófi þessa vikuna nú þegar það þarf að standa í skilum. Skörp lækkun hefur orðið á evrópskum og asískum hlutabréfamörkuðum sem tengjast vandræðum þessa fyrirtækis.
Skoðanakannanir Kauphöllin Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira