Tryggði dísætan sigur með heljarstökki eftir afar dökkt útlit Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2021 07:31 Lamar Jackson með sendingu á Marquise Brown sem skoraði snertimark í þriðja leikhluta. Getty/Todd Olszewski Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs urðu að sætta sig við 36-35 tap gegn Baltimore Ravens í gær þrátt fyrir að hafa verið ellefu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 35-24. Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore, bar liðið áfram, sérstaklega á lokakaflanum. Alls hljóp hann 113 jarda og kastaði 239 jarda í leiknum og sá til þess að meiðslum hrjáð lið Ravens færi með sigur af hólmi. Jackson skoraði tvö snertimörk í lokaleikhlutanum og það seinna gerði hann með heljarstökki yfir línuna eftir eins jarda sókn þegar þrjár mínútur voru til leiksloka, sem tryggði Baltimore á endanum dísætan sigur. LAMAR FLIPS IN. The @ravens take the lead with 3:14 left! : #KCvsBAL on NBC : https://t.co/SsXyNx0bwQ pic.twitter.com/6LuScc8fB0— NFL (@NFL) September 20, 2021 „Það er gott að losna við þessa grýlu,“ sagði Jackson eftir leik en þrjú af átta síðustu töpum Baltimore í deildarkeppni hafa komið gegn Kansas City. „Núna þurfum við að horfa til Detroit. Við erum ekki búnir að vinna Ofurskálina. Þetta var bara einn leikur. Við verðum að halda einbeitingu,“ sagði Jackson. Baltimore vann boltann aftur þegar 1 mínúta og 20 sekúndur voru eftir, og Kansas átti eftir 32 jarda í markið. ODAFE OWEH. The @Ravens have the ball! #RavensFlock : #KCvsBAL on NBC : https://t.co/SsXyNx0bwQ pic.twitter.com/bYwLnHvEwP— NFL (@NFL) September 20, 2021 Jackson sá svo til þess að tíminn rynni út áður en Kansas fengi annað tækifæri. Þegar rúm mínúta var eftir og Baltimore átti eina tilraun eftir, til að komast einn jarda áfram 43 jördum frá eigin marki, kallaði þjálfarinn John Harbaugh á Jackson og sagði honum að halda áfram í stað þess að boltanum væri sparkað yfir. Þetta er aðeins í annað sinn frá árinu 2000 sem að lið bregður á þetta ráð þegar innan við tvær mínútur eru eftir og munurinn á liðunum minni en eitt snertimark. Baltimore nú því með einn sigur og eitt tap eftir fyrstu tvær umferðir tímabilsins. Úrslit gærdagsins: Jets - Patriots 6-25 Jaguars - Broncos 13-23 Dolphins - Bills 0-35 Eagles - 49ers 11-17 Colts - Rams 24-27 Steelers - Raiders 17-26 Bears - Bengals 20-17 Browns - Texans 31-21 Panthers - Saints 26-7 Cardinals - Vikings 34-33 Buccaneers - Falcons 48-25 Seahawks - Titans 30-33 Chargers - Cowboys 17-20 Ravens - Chiefs 36-35 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Sjá meira
Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore, bar liðið áfram, sérstaklega á lokakaflanum. Alls hljóp hann 113 jarda og kastaði 239 jarda í leiknum og sá til þess að meiðslum hrjáð lið Ravens færi með sigur af hólmi. Jackson skoraði tvö snertimörk í lokaleikhlutanum og það seinna gerði hann með heljarstökki yfir línuna eftir eins jarda sókn þegar þrjár mínútur voru til leiksloka, sem tryggði Baltimore á endanum dísætan sigur. LAMAR FLIPS IN. The @ravens take the lead with 3:14 left! : #KCvsBAL on NBC : https://t.co/SsXyNx0bwQ pic.twitter.com/6LuScc8fB0— NFL (@NFL) September 20, 2021 „Það er gott að losna við þessa grýlu,“ sagði Jackson eftir leik en þrjú af átta síðustu töpum Baltimore í deildarkeppni hafa komið gegn Kansas City. „Núna þurfum við að horfa til Detroit. Við erum ekki búnir að vinna Ofurskálina. Þetta var bara einn leikur. Við verðum að halda einbeitingu,“ sagði Jackson. Baltimore vann boltann aftur þegar 1 mínúta og 20 sekúndur voru eftir, og Kansas átti eftir 32 jarda í markið. ODAFE OWEH. The @Ravens have the ball! #RavensFlock : #KCvsBAL on NBC : https://t.co/SsXyNx0bwQ pic.twitter.com/bYwLnHvEwP— NFL (@NFL) September 20, 2021 Jackson sá svo til þess að tíminn rynni út áður en Kansas fengi annað tækifæri. Þegar rúm mínúta var eftir og Baltimore átti eina tilraun eftir, til að komast einn jarda áfram 43 jördum frá eigin marki, kallaði þjálfarinn John Harbaugh á Jackson og sagði honum að halda áfram í stað þess að boltanum væri sparkað yfir. Þetta er aðeins í annað sinn frá árinu 2000 sem að lið bregður á þetta ráð þegar innan við tvær mínútur eru eftir og munurinn á liðunum minni en eitt snertimark. Baltimore nú því með einn sigur og eitt tap eftir fyrstu tvær umferðir tímabilsins. Úrslit gærdagsins: Jets - Patriots 6-25 Jaguars - Broncos 13-23 Dolphins - Bills 0-35 Eagles - 49ers 11-17 Colts - Rams 24-27 Steelers - Raiders 17-26 Bears - Bengals 20-17 Browns - Texans 31-21 Panthers - Saints 26-7 Cardinals - Vikings 34-33 Buccaneers - Falcons 48-25 Seahawks - Titans 30-33 Chargers - Cowboys 17-20 Ravens - Chiefs 36-35 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.
Úrslit gærdagsins: Jets - Patriots 6-25 Jaguars - Broncos 13-23 Dolphins - Bills 0-35 Eagles - 49ers 11-17 Colts - Rams 24-27 Steelers - Raiders 17-26 Bears - Bengals 20-17 Browns - Texans 31-21 Panthers - Saints 26-7 Cardinals - Vikings 34-33 Buccaneers - Falcons 48-25 Seahawks - Titans 30-33 Chargers - Cowboys 17-20 Ravens - Chiefs 36-35
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Sjá meira