Tryggði dísætan sigur með heljarstökki eftir afar dökkt útlit Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2021 07:31 Lamar Jackson með sendingu á Marquise Brown sem skoraði snertimark í þriðja leikhluta. Getty/Todd Olszewski Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs urðu að sætta sig við 36-35 tap gegn Baltimore Ravens í gær þrátt fyrir að hafa verið ellefu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 35-24. Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore, bar liðið áfram, sérstaklega á lokakaflanum. Alls hljóp hann 113 jarda og kastaði 239 jarda í leiknum og sá til þess að meiðslum hrjáð lið Ravens færi með sigur af hólmi. Jackson skoraði tvö snertimörk í lokaleikhlutanum og það seinna gerði hann með heljarstökki yfir línuna eftir eins jarda sókn þegar þrjár mínútur voru til leiksloka, sem tryggði Baltimore á endanum dísætan sigur. LAMAR FLIPS IN. The @ravens take the lead with 3:14 left! : #KCvsBAL on NBC : https://t.co/SsXyNx0bwQ pic.twitter.com/6LuScc8fB0— NFL (@NFL) September 20, 2021 „Það er gott að losna við þessa grýlu,“ sagði Jackson eftir leik en þrjú af átta síðustu töpum Baltimore í deildarkeppni hafa komið gegn Kansas City. „Núna þurfum við að horfa til Detroit. Við erum ekki búnir að vinna Ofurskálina. Þetta var bara einn leikur. Við verðum að halda einbeitingu,“ sagði Jackson. Baltimore vann boltann aftur þegar 1 mínúta og 20 sekúndur voru eftir, og Kansas átti eftir 32 jarda í markið. ODAFE OWEH. The @Ravens have the ball! #RavensFlock : #KCvsBAL on NBC : https://t.co/SsXyNx0bwQ pic.twitter.com/bYwLnHvEwP— NFL (@NFL) September 20, 2021 Jackson sá svo til þess að tíminn rynni út áður en Kansas fengi annað tækifæri. Þegar rúm mínúta var eftir og Baltimore átti eina tilraun eftir, til að komast einn jarda áfram 43 jördum frá eigin marki, kallaði þjálfarinn John Harbaugh á Jackson og sagði honum að halda áfram í stað þess að boltanum væri sparkað yfir. Þetta er aðeins í annað sinn frá árinu 2000 sem að lið bregður á þetta ráð þegar innan við tvær mínútur eru eftir og munurinn á liðunum minni en eitt snertimark. Baltimore nú því með einn sigur og eitt tap eftir fyrstu tvær umferðir tímabilsins. Úrslit gærdagsins: Jets - Patriots 6-25 Jaguars - Broncos 13-23 Dolphins - Bills 0-35 Eagles - 49ers 11-17 Colts - Rams 24-27 Steelers - Raiders 17-26 Bears - Bengals 20-17 Browns - Texans 31-21 Panthers - Saints 26-7 Cardinals - Vikings 34-33 Buccaneers - Falcons 48-25 Seahawks - Titans 30-33 Chargers - Cowboys 17-20 Ravens - Chiefs 36-35 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore, bar liðið áfram, sérstaklega á lokakaflanum. Alls hljóp hann 113 jarda og kastaði 239 jarda í leiknum og sá til þess að meiðslum hrjáð lið Ravens færi með sigur af hólmi. Jackson skoraði tvö snertimörk í lokaleikhlutanum og það seinna gerði hann með heljarstökki yfir línuna eftir eins jarda sókn þegar þrjár mínútur voru til leiksloka, sem tryggði Baltimore á endanum dísætan sigur. LAMAR FLIPS IN. The @ravens take the lead with 3:14 left! : #KCvsBAL on NBC : https://t.co/SsXyNx0bwQ pic.twitter.com/6LuScc8fB0— NFL (@NFL) September 20, 2021 „Það er gott að losna við þessa grýlu,“ sagði Jackson eftir leik en þrjú af átta síðustu töpum Baltimore í deildarkeppni hafa komið gegn Kansas City. „Núna þurfum við að horfa til Detroit. Við erum ekki búnir að vinna Ofurskálina. Þetta var bara einn leikur. Við verðum að halda einbeitingu,“ sagði Jackson. Baltimore vann boltann aftur þegar 1 mínúta og 20 sekúndur voru eftir, og Kansas átti eftir 32 jarda í markið. ODAFE OWEH. The @Ravens have the ball! #RavensFlock : #KCvsBAL on NBC : https://t.co/SsXyNx0bwQ pic.twitter.com/bYwLnHvEwP— NFL (@NFL) September 20, 2021 Jackson sá svo til þess að tíminn rynni út áður en Kansas fengi annað tækifæri. Þegar rúm mínúta var eftir og Baltimore átti eina tilraun eftir, til að komast einn jarda áfram 43 jördum frá eigin marki, kallaði þjálfarinn John Harbaugh á Jackson og sagði honum að halda áfram í stað þess að boltanum væri sparkað yfir. Þetta er aðeins í annað sinn frá árinu 2000 sem að lið bregður á þetta ráð þegar innan við tvær mínútur eru eftir og munurinn á liðunum minni en eitt snertimark. Baltimore nú því með einn sigur og eitt tap eftir fyrstu tvær umferðir tímabilsins. Úrslit gærdagsins: Jets - Patriots 6-25 Jaguars - Broncos 13-23 Dolphins - Bills 0-35 Eagles - 49ers 11-17 Colts - Rams 24-27 Steelers - Raiders 17-26 Bears - Bengals 20-17 Browns - Texans 31-21 Panthers - Saints 26-7 Cardinals - Vikings 34-33 Buccaneers - Falcons 48-25 Seahawks - Titans 30-33 Chargers - Cowboys 17-20 Ravens - Chiefs 36-35 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.
Úrslit gærdagsins: Jets - Patriots 6-25 Jaguars - Broncos 13-23 Dolphins - Bills 0-35 Eagles - 49ers 11-17 Colts - Rams 24-27 Steelers - Raiders 17-26 Bears - Bengals 20-17 Browns - Texans 31-21 Panthers - Saints 26-7 Cardinals - Vikings 34-33 Buccaneers - Falcons 48-25 Seahawks - Titans 30-33 Chargers - Cowboys 17-20 Ravens - Chiefs 36-35
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira