Orðið lengsta gos aldarinnar: „Það má bara búast við öllu“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 16. september 2021 11:54 Frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í ljósaskiptum. Það hefur nú varað í nærri sex mánuði eða 181 dag. Vísir/vilhelm Eldgosið í Fagradalsfjalli varð í dag langlífasta eldgos á Íslandi á 21. öldinni en gosið hefur nú staðið í 181 dag. Eldgosið í Fagradalsfjalli er þar með orðið langlífara en eldgosið í Holuhrauni sem varði 180 daga. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands fjallar um þetta á facebook síðu sinni en þar er sagt að Surtseyjareldar séu almennt taldir langlífasta eldgos Íslandssögunnar. Eldgosið þar stóð yfir með hléum frá nóvember 1963 fram í júní 1967. Gosið hefur dregið að fjölda ferðamanna, en yfir 300.000 manns hafa lagt leið sína að gosstöðvunum. Þessi hópur var á ferð við gosstöðvarnar í gær.Vísir/Egill Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum segir erfitt að segja til um hversu lengi gosið komi til með að vara. „Það má bara búast við öllu. Að þetta haldi áfram eins og hefur verið og það er ógjörningur að spá fyrir um það hversu lengi það varir og það hefur sýnt mikinn breytileika.“ Eldgosið og svæðið allt hefur tekið miklum breytingum á þessu nærri sex mánuðum. Fólk notar ýmsar leiðir til að komast að gosinu.Vísir/Egill „Við höfum séð það renna í nokkrar vikur einungis ofan í Meradali. Síðan þetta níu daga hlé sem að var á því og svo hófst það aftur með krafti og þá flæddi ofan í Geldingadali sjálfa þar sem gosið hófst 19. mars. og 14. september þá rann það til norðurs að gígnum sem að opnaðist annan í páskum og svo daginn eftir þá fór það til suðurs og vesturs. Þannig að þetta er síbreytilegt og það besta sem við getum gert það er að fylgjast með og svo bregðast við svona stærri hraunrennslum eins og við sáum í gær,“ segir Björn. Bannað er að stíga út á hraunið þar sem slíkt getur verið hættulegt. Sumir ferðamenn láta það samt ekki stoppa sig og björgunarsveitarfólk hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af þeim.Vísir/Egill Í gær voru starfsmenn Eflu að skoða leiðigarða sem reistir voru til að reyna að verja Suðurstrandaveg. „Þessi leiðigarður hélt. Hann er sem sagt gerður þannig að beina hrauninu hingað inn í Nátthaga í staðinn fyrir inn í Nátthagakrika og það er alveg ljóst að hann hélt núna í þetta skiptið,“ segir Einar Sindri Ólafsson jarðfræðingur hjá Eflu. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“ Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 15. september 2021 19:48 Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga Lögregla á Suðurnesjum og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna suður Geldingadali og í Nátthaga. 15. september 2021 11:22 Gos hafið í Geldingadal Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45 Íslendingar missa sig yfir eldgosinu á samfélagsmiðlunum Eldgos er hafið í Fagradalsfjalli á Reykjanesi og eðlilega er Ísland á hliðinni. Margir hverjir liggja á vefmiðlunum og tjá sig á samfélagsmiðlum. 19. mars 2021 23:05 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Eldgosið í Fagradalsfjalli er þar með orðið langlífara en eldgosið í Holuhrauni sem varði 180 daga. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands fjallar um þetta á facebook síðu sinni en þar er sagt að Surtseyjareldar séu almennt taldir langlífasta eldgos Íslandssögunnar. Eldgosið þar stóð yfir með hléum frá nóvember 1963 fram í júní 1967. Gosið hefur dregið að fjölda ferðamanna, en yfir 300.000 manns hafa lagt leið sína að gosstöðvunum. Þessi hópur var á ferð við gosstöðvarnar í gær.Vísir/Egill Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum segir erfitt að segja til um hversu lengi gosið komi til með að vara. „Það má bara búast við öllu. Að þetta haldi áfram eins og hefur verið og það er ógjörningur að spá fyrir um það hversu lengi það varir og það hefur sýnt mikinn breytileika.“ Eldgosið og svæðið allt hefur tekið miklum breytingum á þessu nærri sex mánuðum. Fólk notar ýmsar leiðir til að komast að gosinu.Vísir/Egill „Við höfum séð það renna í nokkrar vikur einungis ofan í Meradali. Síðan þetta níu daga hlé sem að var á því og svo hófst það aftur með krafti og þá flæddi ofan í Geldingadali sjálfa þar sem gosið hófst 19. mars. og 14. september þá rann það til norðurs að gígnum sem að opnaðist annan í páskum og svo daginn eftir þá fór það til suðurs og vesturs. Þannig að þetta er síbreytilegt og það besta sem við getum gert það er að fylgjast með og svo bregðast við svona stærri hraunrennslum eins og við sáum í gær,“ segir Björn. Bannað er að stíga út á hraunið þar sem slíkt getur verið hættulegt. Sumir ferðamenn láta það samt ekki stoppa sig og björgunarsveitarfólk hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af þeim.Vísir/Egill Í gær voru starfsmenn Eflu að skoða leiðigarða sem reistir voru til að reyna að verja Suðurstrandaveg. „Þessi leiðigarður hélt. Hann er sem sagt gerður þannig að beina hrauninu hingað inn í Nátthaga í staðinn fyrir inn í Nátthagakrika og það er alveg ljóst að hann hélt núna í þetta skiptið,“ segir Einar Sindri Ólafsson jarðfræðingur hjá Eflu.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“ Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 15. september 2021 19:48 Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga Lögregla á Suðurnesjum og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna suður Geldingadali og í Nátthaga. 15. september 2021 11:22 Gos hafið í Geldingadal Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45 Íslendingar missa sig yfir eldgosinu á samfélagsmiðlunum Eldgos er hafið í Fagradalsfjalli á Reykjanesi og eðlilega er Ísland á hliðinni. Margir hverjir liggja á vefmiðlunum og tjá sig á samfélagsmiðlum. 19. mars 2021 23:05 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“ Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 15. september 2021 19:48
Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga Lögregla á Suðurnesjum og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna suður Geldingadali og í Nátthaga. 15. september 2021 11:22
Gos hafið í Geldingadal Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45
Íslendingar missa sig yfir eldgosinu á samfélagsmiðlunum Eldgos er hafið í Fagradalsfjalli á Reykjanesi og eðlilega er Ísland á hliðinni. Margir hverjir liggja á vefmiðlunum og tjá sig á samfélagsmiðlum. 19. mars 2021 23:05