Orðið lengsta gos aldarinnar: „Það má bara búast við öllu“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 16. september 2021 11:54 Frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í ljósaskiptum. Það hefur nú varað í nærri sex mánuði eða 181 dag. Vísir/vilhelm Eldgosið í Fagradalsfjalli varð í dag langlífasta eldgos á Íslandi á 21. öldinni en gosið hefur nú staðið í 181 dag. Eldgosið í Fagradalsfjalli er þar með orðið langlífara en eldgosið í Holuhrauni sem varði 180 daga. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands fjallar um þetta á facebook síðu sinni en þar er sagt að Surtseyjareldar séu almennt taldir langlífasta eldgos Íslandssögunnar. Eldgosið þar stóð yfir með hléum frá nóvember 1963 fram í júní 1967. Gosið hefur dregið að fjölda ferðamanna, en yfir 300.000 manns hafa lagt leið sína að gosstöðvunum. Þessi hópur var á ferð við gosstöðvarnar í gær.Vísir/Egill Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum segir erfitt að segja til um hversu lengi gosið komi til með að vara. „Það má bara búast við öllu. Að þetta haldi áfram eins og hefur verið og það er ógjörningur að spá fyrir um það hversu lengi það varir og það hefur sýnt mikinn breytileika.“ Eldgosið og svæðið allt hefur tekið miklum breytingum á þessu nærri sex mánuðum. Fólk notar ýmsar leiðir til að komast að gosinu.Vísir/Egill „Við höfum séð það renna í nokkrar vikur einungis ofan í Meradali. Síðan þetta níu daga hlé sem að var á því og svo hófst það aftur með krafti og þá flæddi ofan í Geldingadali sjálfa þar sem gosið hófst 19. mars. og 14. september þá rann það til norðurs að gígnum sem að opnaðist annan í páskum og svo daginn eftir þá fór það til suðurs og vesturs. Þannig að þetta er síbreytilegt og það besta sem við getum gert það er að fylgjast með og svo bregðast við svona stærri hraunrennslum eins og við sáum í gær,“ segir Björn. Bannað er að stíga út á hraunið þar sem slíkt getur verið hættulegt. Sumir ferðamenn láta það samt ekki stoppa sig og björgunarsveitarfólk hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af þeim.Vísir/Egill Í gær voru starfsmenn Eflu að skoða leiðigarða sem reistir voru til að reyna að verja Suðurstrandaveg. „Þessi leiðigarður hélt. Hann er sem sagt gerður þannig að beina hrauninu hingað inn í Nátthaga í staðinn fyrir inn í Nátthagakrika og það er alveg ljóst að hann hélt núna í þetta skiptið,“ segir Einar Sindri Ólafsson jarðfræðingur hjá Eflu. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“ Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 15. september 2021 19:48 Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga Lögregla á Suðurnesjum og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna suður Geldingadali og í Nátthaga. 15. september 2021 11:22 Gos hafið í Geldingadal Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45 Íslendingar missa sig yfir eldgosinu á samfélagsmiðlunum Eldgos er hafið í Fagradalsfjalli á Reykjanesi og eðlilega er Ísland á hliðinni. Margir hverjir liggja á vefmiðlunum og tjá sig á samfélagsmiðlum. 19. mars 2021 23:05 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Eldgosið í Fagradalsfjalli er þar með orðið langlífara en eldgosið í Holuhrauni sem varði 180 daga. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands fjallar um þetta á facebook síðu sinni en þar er sagt að Surtseyjareldar séu almennt taldir langlífasta eldgos Íslandssögunnar. Eldgosið þar stóð yfir með hléum frá nóvember 1963 fram í júní 1967. Gosið hefur dregið að fjölda ferðamanna, en yfir 300.000 manns hafa lagt leið sína að gosstöðvunum. Þessi hópur var á ferð við gosstöðvarnar í gær.Vísir/Egill Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum segir erfitt að segja til um hversu lengi gosið komi til með að vara. „Það má bara búast við öllu. Að þetta haldi áfram eins og hefur verið og það er ógjörningur að spá fyrir um það hversu lengi það varir og það hefur sýnt mikinn breytileika.“ Eldgosið og svæðið allt hefur tekið miklum breytingum á þessu nærri sex mánuðum. Fólk notar ýmsar leiðir til að komast að gosinu.Vísir/Egill „Við höfum séð það renna í nokkrar vikur einungis ofan í Meradali. Síðan þetta níu daga hlé sem að var á því og svo hófst það aftur með krafti og þá flæddi ofan í Geldingadali sjálfa þar sem gosið hófst 19. mars. og 14. september þá rann það til norðurs að gígnum sem að opnaðist annan í páskum og svo daginn eftir þá fór það til suðurs og vesturs. Þannig að þetta er síbreytilegt og það besta sem við getum gert það er að fylgjast með og svo bregðast við svona stærri hraunrennslum eins og við sáum í gær,“ segir Björn. Bannað er að stíga út á hraunið þar sem slíkt getur verið hættulegt. Sumir ferðamenn láta það samt ekki stoppa sig og björgunarsveitarfólk hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af þeim.Vísir/Egill Í gær voru starfsmenn Eflu að skoða leiðigarða sem reistir voru til að reyna að verja Suðurstrandaveg. „Þessi leiðigarður hélt. Hann er sem sagt gerður þannig að beina hrauninu hingað inn í Nátthaga í staðinn fyrir inn í Nátthagakrika og það er alveg ljóst að hann hélt núna í þetta skiptið,“ segir Einar Sindri Ólafsson jarðfræðingur hjá Eflu.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“ Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 15. september 2021 19:48 Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga Lögregla á Suðurnesjum og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna suður Geldingadali og í Nátthaga. 15. september 2021 11:22 Gos hafið í Geldingadal Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45 Íslendingar missa sig yfir eldgosinu á samfélagsmiðlunum Eldgos er hafið í Fagradalsfjalli á Reykjanesi og eðlilega er Ísland á hliðinni. Margir hverjir liggja á vefmiðlunum og tjá sig á samfélagsmiðlum. 19. mars 2021 23:05 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“ Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 15. september 2021 19:48
Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga Lögregla á Suðurnesjum og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna suður Geldingadali og í Nátthaga. 15. september 2021 11:22
Gos hafið í Geldingadal Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45
Íslendingar missa sig yfir eldgosinu á samfélagsmiðlunum Eldgos er hafið í Fagradalsfjalli á Reykjanesi og eðlilega er Ísland á hliðinni. Margir hverjir liggja á vefmiðlunum og tjá sig á samfélagsmiðlum. 19. mars 2021 23:05
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“