Blása á bábiljur Nicki Minaj um bóluefni og bólgin eistu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2021 22:56 Nicki Minaj hefur mátt þola talsverða gagnrýni eftir ummæli sín á Twitter í vikunni. Gilbert Carrasquillo/GC Images Heilbrigðisráðherra Trínidad og Tóbagó er hreint ekki ánægður með bandarísku tónlistarkonuna Nicki Minaj, eftir að hún tísti um að frændi hennar í Trínidad hefð hætt við að láta bólusetja sig vegna þess að vinur hans sagðist vera getulaus eftir bólusetningu gegn Covid-19. Ráðherrann segir ekkert til í sögunni. Minaj, sem er fædd í Trínidad, setti eftirfarandi tíst í loftið á mánudaginn, þar sem hún vísaði í að þessi ónefndi vinur frænda hennar væri getulaus vegna bólusetningar við Covid-19, eistu hans hefðu bólgnað svo mikið. Unnusta hans hafi meðal annars hætt við að giftast honum. Minaj er með um 23 milljónir fylgjenda á Twitter. My cousin in Trinidad won’t get the vaccine cuz his friend got it & became impotent. His testicles became swollen. His friend was weeks away from getting married, now the girl called off the wedding. So just pray on it & make sure you’re comfortable with ur decision, not bullied— Nicki Minaj (@NICKIMINAJ) September 13, 2021 Söngkonan hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna ummæla sinna, ekki síst í ljósi mikils átaks sem nú er í gangi í Bandaríkjunum til að fá Bandaríkjamenn til að bólusetja sig gegn Covid-19. Einn af þeim sem er óhress með Minaj er Terrence Deyalsingh, heilbrigðisráðherra Trínodad og Tóbagó. Ef marka má frétt Reuters er hann ekki ánægður með að hafa þurft að eyða tíma í að leiðrétta Minaj. „Ein af ástæðunum fyrir því að við gátum ekki svarað þessu strax er að við þurftum að athuga og ganga úr skugga um að hvort að það sem hún sagði væri rangt eða rétt. Því miður eyddum við mjög miklum tíma í gær í að eltast við þessa röngu staðhæfingu,“ sagði Deyalsingh. Bætti hann því við að yfirvöld í Trínídad og Tóbagó hefðu ekki fundið eitt tilfelli um bólgin eistu í kjölfar bólusetningar vegna Covid-19. 🇹🇹Minister of Health Terrence Deyalsingh says claims made by @NICKIMINAJ are Not True! pic.twitter.com/dcApHfsq1n— Marie Hull 💉💉 (@MariefHull) September 15, 2021 Dr. Anthony Fauci, sem segja má að gegni hlutverki Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í Bandaríkjunum, virtist heldur ekkert vera alltof kátur með ummælin. „Ég er ekki að kenna henni um neitt. En ég held að hún ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hún dreifir upplýsingum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum,“ sagði Fauci. Trínidad og Tóbagó Samfélagsmiðlar Bandaríkin Bólusetningar Tónlist Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Minaj, sem er fædd í Trínidad, setti eftirfarandi tíst í loftið á mánudaginn, þar sem hún vísaði í að þessi ónefndi vinur frænda hennar væri getulaus vegna bólusetningar við Covid-19, eistu hans hefðu bólgnað svo mikið. Unnusta hans hafi meðal annars hætt við að giftast honum. Minaj er með um 23 milljónir fylgjenda á Twitter. My cousin in Trinidad won’t get the vaccine cuz his friend got it & became impotent. His testicles became swollen. His friend was weeks away from getting married, now the girl called off the wedding. So just pray on it & make sure you’re comfortable with ur decision, not bullied— Nicki Minaj (@NICKIMINAJ) September 13, 2021 Söngkonan hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna ummæla sinna, ekki síst í ljósi mikils átaks sem nú er í gangi í Bandaríkjunum til að fá Bandaríkjamenn til að bólusetja sig gegn Covid-19. Einn af þeim sem er óhress með Minaj er Terrence Deyalsingh, heilbrigðisráðherra Trínodad og Tóbagó. Ef marka má frétt Reuters er hann ekki ánægður með að hafa þurft að eyða tíma í að leiðrétta Minaj. „Ein af ástæðunum fyrir því að við gátum ekki svarað þessu strax er að við þurftum að athuga og ganga úr skugga um að hvort að það sem hún sagði væri rangt eða rétt. Því miður eyddum við mjög miklum tíma í gær í að eltast við þessa röngu staðhæfingu,“ sagði Deyalsingh. Bætti hann því við að yfirvöld í Trínídad og Tóbagó hefðu ekki fundið eitt tilfelli um bólgin eistu í kjölfar bólusetningar vegna Covid-19. 🇹🇹Minister of Health Terrence Deyalsingh says claims made by @NICKIMINAJ are Not True! pic.twitter.com/dcApHfsq1n— Marie Hull 💉💉 (@MariefHull) September 15, 2021 Dr. Anthony Fauci, sem segja má að gegni hlutverki Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í Bandaríkjunum, virtist heldur ekkert vera alltof kátur með ummælin. „Ég er ekki að kenna henni um neitt. En ég held að hún ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hún dreifir upplýsingum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum,“ sagði Fauci.
Trínidad og Tóbagó Samfélagsmiðlar Bandaríkin Bólusetningar Tónlist Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira