Brauðbakstur ríkisins Indriði Stefánsson skrifar 15. september 2021 06:30 Þegar Laffer-kúrfan svokallaða var kynnt stimplaði hún sig vel inn meðal æðstupresta nýfrjálshyggjunnar. Hún réttlætti enda skattalækkanir fyrir tekjuháa; með skattalækkunum hefðu þeir ríku meira fé á milli handanna, þeir yrðu duglegri og kenningin var sú að auðurinn myndi að lokum leka niður allt þjóðfélagið og þannig skila sér til allra. Kenning sem við kennum við brauðmola í dag. Það kom hins vegar á daginn að molarnir féllu ekki langt, döguðu oftast uppi á bankareikningum á hitabeltiseyjum og urðu því fáum til gagns. En kenningin er lífseig og er oft notuð af spunameisturum til að réttlæta skattalækkanir, þrátt fyrir að hafa aldrei virkað eins og spunameistararnir segja. Þvert á móti er tilfellið það sama og alltaf, brauðmolarnir skila sér mjög stutt. Brauðbaksturskenningin Hugmyndin að koma peningum inn í hagkerfið sem ganga mann af manni er samt góð, en ef peningarnir stoppa á bankareikningum gagnast þeir fáum. Skynsamlegasta leiðin til þess er því ekki að láta peningana leka niður hagkerfið - heldur að láta þá rísa upp hagkerfið. Í stað þessi að láta brauðmolana detta niður leyfum við brauðinu að hefast upp.Það gerum við með því að lækka skatta á hin fátæku og láta þau hafa meira á milli handanna. Fátækt fólk felur ekki peninga sína í skúffu á Tortóla heldur nýtir þá til að bæta líf sitt og sinna nánustu, kaupir vörur og þjónustu sem svo keyrir atvinnulífið áfram. Það skilar sér svo auðvitað í ríkiskassann að lokum í formi annarra skatta og gjalda, þannig að beinn “kostnaður ríkisins” af skattalækkunum til fátækra er því minni en spunameistararnir reyna að telja þér trú um. Að sama skapi er beinn kostnaður ríkisins af fátækt gríðarlegur, sem taka þarf með í reikninginn. Álagið sem fylgir því að strita í láglaunastarfi - jafnvel fleiri en einu - samhliða því að hafa stöðugar áhyggjur af afkomu sinni er ávísun á kulnun og kulnaður einstaklingur snýr svo sannarlega engum hjólum atvinnulífsins. Lélegt húsnæði er heilsuspillandi og heilsuveill einstaklingur hefur takmarkað svigrúm til að gefa af sér. Að lyfta fólki úr fátækt er nefnilega ekki bara sanngirnismál heldur jafnframt skynsöm stefna í heilbrigðis-, félags- og efnahagsmálum. Réttlát stefna Skattastefna Pírata er þess vegna svo einföld að henni má lýsa í tveimur orðum: Hún er framsækin (e. progressive) og græn. Það þýðir að litli maðurinn beri ekki byrðarnar og að við verðlaunum það sem er loftslagsvænt. Þannig lyftum við ekki aðeins fólki upp úr fátækt, sem er skynsamlegt að öllu leyti, heldur sjáum einnig til þess að öll geti tekið þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar óháð efnahag. Það eru réttlátu umskiptin sem við þurfum. Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að það eru kosningar framundan. Kjósendur hafa marga valkosti, einn þeirra eru Píratar sem standa fyrir lýðræði, nýja stjórnarskrá, græna umbreytingu, alvöru varnir gegn spillingu, breytingar í sjávarútvegi, velsæld og ekkert kjaftæði. Kynntu þér endilega málið á piratar.is/kosningastefna Höfundur er frambjóðandi Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Indriði Stefánsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar Laffer-kúrfan svokallaða var kynnt stimplaði hún sig vel inn meðal æðstupresta nýfrjálshyggjunnar. Hún réttlætti enda skattalækkanir fyrir tekjuháa; með skattalækkunum hefðu þeir ríku meira fé á milli handanna, þeir yrðu duglegri og kenningin var sú að auðurinn myndi að lokum leka niður allt þjóðfélagið og þannig skila sér til allra. Kenning sem við kennum við brauðmola í dag. Það kom hins vegar á daginn að molarnir féllu ekki langt, döguðu oftast uppi á bankareikningum á hitabeltiseyjum og urðu því fáum til gagns. En kenningin er lífseig og er oft notuð af spunameisturum til að réttlæta skattalækkanir, þrátt fyrir að hafa aldrei virkað eins og spunameistararnir segja. Þvert á móti er tilfellið það sama og alltaf, brauðmolarnir skila sér mjög stutt. Brauðbaksturskenningin Hugmyndin að koma peningum inn í hagkerfið sem ganga mann af manni er samt góð, en ef peningarnir stoppa á bankareikningum gagnast þeir fáum. Skynsamlegasta leiðin til þess er því ekki að láta peningana leka niður hagkerfið - heldur að láta þá rísa upp hagkerfið. Í stað þessi að láta brauðmolana detta niður leyfum við brauðinu að hefast upp.Það gerum við með því að lækka skatta á hin fátæku og láta þau hafa meira á milli handanna. Fátækt fólk felur ekki peninga sína í skúffu á Tortóla heldur nýtir þá til að bæta líf sitt og sinna nánustu, kaupir vörur og þjónustu sem svo keyrir atvinnulífið áfram. Það skilar sér svo auðvitað í ríkiskassann að lokum í formi annarra skatta og gjalda, þannig að beinn “kostnaður ríkisins” af skattalækkunum til fátækra er því minni en spunameistararnir reyna að telja þér trú um. Að sama skapi er beinn kostnaður ríkisins af fátækt gríðarlegur, sem taka þarf með í reikninginn. Álagið sem fylgir því að strita í láglaunastarfi - jafnvel fleiri en einu - samhliða því að hafa stöðugar áhyggjur af afkomu sinni er ávísun á kulnun og kulnaður einstaklingur snýr svo sannarlega engum hjólum atvinnulífsins. Lélegt húsnæði er heilsuspillandi og heilsuveill einstaklingur hefur takmarkað svigrúm til að gefa af sér. Að lyfta fólki úr fátækt er nefnilega ekki bara sanngirnismál heldur jafnframt skynsöm stefna í heilbrigðis-, félags- og efnahagsmálum. Réttlát stefna Skattastefna Pírata er þess vegna svo einföld að henni má lýsa í tveimur orðum: Hún er framsækin (e. progressive) og græn. Það þýðir að litli maðurinn beri ekki byrðarnar og að við verðlaunum það sem er loftslagsvænt. Þannig lyftum við ekki aðeins fólki upp úr fátækt, sem er skynsamlegt að öllu leyti, heldur sjáum einnig til þess að öll geti tekið þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar óháð efnahag. Það eru réttlátu umskiptin sem við þurfum. Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að það eru kosningar framundan. Kjósendur hafa marga valkosti, einn þeirra eru Píratar sem standa fyrir lýðræði, nýja stjórnarskrá, græna umbreytingu, alvöru varnir gegn spillingu, breytingar í sjávarútvegi, velsæld og ekkert kjaftæði. Kynntu þér endilega málið á piratar.is/kosningastefna Höfundur er frambjóðandi Pírata til Alþingiskosninga 2021.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun