Tekst óstöðvandi Blikum að hefna fyrir tapið á Hlíðarenda eða minna Íslandsmeistar Vals á sig? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2021 11:30 Valur vann viðureign liðanna á Hlíðarenda. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik og Valur mætast í leik leikjanna á Kópavogsvelli í kvöld. Fyrir leik eru Blikar með 41 stig á toppi Pepsi Max deildar karla á meðan Valur er í 3. sæti með 36 stig. Mikið þarf að ganga upp til að Valur verði Íslandsmeistari en sigur verður að vinnast í kvöld ætli Valsmenn sér að landa fjórða titlinum á síðustu fimm árum. Þann 16. júní mættust Valur og Breiðablik að Hlíðarenda. Valsmenn höfðu ekki unnið í tveimur leikjum í röð og var talið af Blikar myndu sækja sigur væri öruggt að Íslandsmeistaratitillinn yrði ekki áfram á Hlíðarenda. Fór það svo að Valur vann í leik sem var talinn nokkuð lýsandi fyrir sumarið hjá báðum liðum. Gestirnir úr Kópavogi spiluðu frábærlega en tókst ekki að koma knettinum framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í marki Vals. Á hinum enda vallarins nýttu Valsmenn að því virtist öll sín tækifæri og unnu á endanum 3-1 sigur. Þó svo að lokatölur hafi ef til vill ekki gefið rétta mynd af leiknum var talið að þetta gæti orðið saga liðanna í sumar. Breiðablik, sókndjarfir og léttleikandi en kærulausir – eða óheppnir – fyrir framan markið á meðan Valur er þetta lið sem þarf bara eitt færi til að skora og vörn sér um rest. Annað átti eftir að koma á daginn. Valsmenn fóru allt í einu að hiksta. Jafntefli gegn Fylki 27. júní, tap gegn ÍA 17. júlí, tap gegn Leikni Reykjavík 8. ágúst og svo núna tvö töp í röð fyrir leikinn gegn Blikum í kvöld. Fyrst töpuðu Valsmenn fyrir Víkingum – sem eru einnig í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn – og svo gegn Stjörnunni þann 28. ágúst. Blikar hafa aftur á móti – eftir að hafa hikstað í tveimur leikjum undir lok júlí – unnið síðustu sex leiki sína. Það sem meira er, þeir hafa rúllað yfir mótherja sína. Breiðablik vann 4-0 sigur á Víkingum, tvo 2-0 sigra á KA og 7-0 sigur á Fylki ásamt því að leggja ÍA og Stjörnuna að velli. Blikar voru óstöðvandi í ágústmánuði.Vísir/Hulda Margrét Aftur mætast Breiðablik og Valur þegar síðarnefnda liðið hefur hikstað í tveimur leikjum í röð á meðan Breiðablik hefur unnið síðustu leiki sína. Stóra spurningin er hvaða áhrif landsleikjahléið hefur haft á bæði lið. Birkir Már Sævarsson spilaði alla leiki Íslands og Hannes Þór Halldórsson spilaði tilfinningaþrunginn leik gegn Þjóðverjum. Mun það hafa áhrif þegar liðin ganga upp tröppurnar og út á rennislétt teppið á Kópavogsvelli í kvöld? Það kemur allt í ljós klukkan 20.00. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hefst hún klukkan 19.20 og svo er Stúkan á dagskrá að leik loknum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Valur Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Mikið þarf að ganga upp til að Valur verði Íslandsmeistari en sigur verður að vinnast í kvöld ætli Valsmenn sér að landa fjórða titlinum á síðustu fimm árum. Þann 16. júní mættust Valur og Breiðablik að Hlíðarenda. Valsmenn höfðu ekki unnið í tveimur leikjum í röð og var talið af Blikar myndu sækja sigur væri öruggt að Íslandsmeistaratitillinn yrði ekki áfram á Hlíðarenda. Fór það svo að Valur vann í leik sem var talinn nokkuð lýsandi fyrir sumarið hjá báðum liðum. Gestirnir úr Kópavogi spiluðu frábærlega en tókst ekki að koma knettinum framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í marki Vals. Á hinum enda vallarins nýttu Valsmenn að því virtist öll sín tækifæri og unnu á endanum 3-1 sigur. Þó svo að lokatölur hafi ef til vill ekki gefið rétta mynd af leiknum var talið að þetta gæti orðið saga liðanna í sumar. Breiðablik, sókndjarfir og léttleikandi en kærulausir – eða óheppnir – fyrir framan markið á meðan Valur er þetta lið sem þarf bara eitt færi til að skora og vörn sér um rest. Annað átti eftir að koma á daginn. Valsmenn fóru allt í einu að hiksta. Jafntefli gegn Fylki 27. júní, tap gegn ÍA 17. júlí, tap gegn Leikni Reykjavík 8. ágúst og svo núna tvö töp í röð fyrir leikinn gegn Blikum í kvöld. Fyrst töpuðu Valsmenn fyrir Víkingum – sem eru einnig í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn – og svo gegn Stjörnunni þann 28. ágúst. Blikar hafa aftur á móti – eftir að hafa hikstað í tveimur leikjum undir lok júlí – unnið síðustu sex leiki sína. Það sem meira er, þeir hafa rúllað yfir mótherja sína. Breiðablik vann 4-0 sigur á Víkingum, tvo 2-0 sigra á KA og 7-0 sigur á Fylki ásamt því að leggja ÍA og Stjörnuna að velli. Blikar voru óstöðvandi í ágústmánuði.Vísir/Hulda Margrét Aftur mætast Breiðablik og Valur þegar síðarnefnda liðið hefur hikstað í tveimur leikjum í röð á meðan Breiðablik hefur unnið síðustu leiki sína. Stóra spurningin er hvaða áhrif landsleikjahléið hefur haft á bæði lið. Birkir Már Sævarsson spilaði alla leiki Íslands og Hannes Þór Halldórsson spilaði tilfinningaþrunginn leik gegn Þjóðverjum. Mun það hafa áhrif þegar liðin ganga upp tröppurnar og út á rennislétt teppið á Kópavogsvelli í kvöld? Það kemur allt í ljós klukkan 20.00. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hefst hún klukkan 19.20 og svo er Stúkan á dagskrá að leik loknum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Valur Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn