Tekst óstöðvandi Blikum að hefna fyrir tapið á Hlíðarenda eða minna Íslandsmeistar Vals á sig? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2021 11:30 Valur vann viðureign liðanna á Hlíðarenda. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik og Valur mætast í leik leikjanna á Kópavogsvelli í kvöld. Fyrir leik eru Blikar með 41 stig á toppi Pepsi Max deildar karla á meðan Valur er í 3. sæti með 36 stig. Mikið þarf að ganga upp til að Valur verði Íslandsmeistari en sigur verður að vinnast í kvöld ætli Valsmenn sér að landa fjórða titlinum á síðustu fimm árum. Þann 16. júní mættust Valur og Breiðablik að Hlíðarenda. Valsmenn höfðu ekki unnið í tveimur leikjum í röð og var talið af Blikar myndu sækja sigur væri öruggt að Íslandsmeistaratitillinn yrði ekki áfram á Hlíðarenda. Fór það svo að Valur vann í leik sem var talinn nokkuð lýsandi fyrir sumarið hjá báðum liðum. Gestirnir úr Kópavogi spiluðu frábærlega en tókst ekki að koma knettinum framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í marki Vals. Á hinum enda vallarins nýttu Valsmenn að því virtist öll sín tækifæri og unnu á endanum 3-1 sigur. Þó svo að lokatölur hafi ef til vill ekki gefið rétta mynd af leiknum var talið að þetta gæti orðið saga liðanna í sumar. Breiðablik, sókndjarfir og léttleikandi en kærulausir – eða óheppnir – fyrir framan markið á meðan Valur er þetta lið sem þarf bara eitt færi til að skora og vörn sér um rest. Annað átti eftir að koma á daginn. Valsmenn fóru allt í einu að hiksta. Jafntefli gegn Fylki 27. júní, tap gegn ÍA 17. júlí, tap gegn Leikni Reykjavík 8. ágúst og svo núna tvö töp í röð fyrir leikinn gegn Blikum í kvöld. Fyrst töpuðu Valsmenn fyrir Víkingum – sem eru einnig í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn – og svo gegn Stjörnunni þann 28. ágúst. Blikar hafa aftur á móti – eftir að hafa hikstað í tveimur leikjum undir lok júlí – unnið síðustu sex leiki sína. Það sem meira er, þeir hafa rúllað yfir mótherja sína. Breiðablik vann 4-0 sigur á Víkingum, tvo 2-0 sigra á KA og 7-0 sigur á Fylki ásamt því að leggja ÍA og Stjörnuna að velli. Blikar voru óstöðvandi í ágústmánuði.Vísir/Hulda Margrét Aftur mætast Breiðablik og Valur þegar síðarnefnda liðið hefur hikstað í tveimur leikjum í röð á meðan Breiðablik hefur unnið síðustu leiki sína. Stóra spurningin er hvaða áhrif landsleikjahléið hefur haft á bæði lið. Birkir Már Sævarsson spilaði alla leiki Íslands og Hannes Þór Halldórsson spilaði tilfinningaþrunginn leik gegn Þjóðverjum. Mun það hafa áhrif þegar liðin ganga upp tröppurnar og út á rennislétt teppið á Kópavogsvelli í kvöld? Það kemur allt í ljós klukkan 20.00. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hefst hún klukkan 19.20 og svo er Stúkan á dagskrá að leik loknum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Valur Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Mikið þarf að ganga upp til að Valur verði Íslandsmeistari en sigur verður að vinnast í kvöld ætli Valsmenn sér að landa fjórða titlinum á síðustu fimm árum. Þann 16. júní mættust Valur og Breiðablik að Hlíðarenda. Valsmenn höfðu ekki unnið í tveimur leikjum í röð og var talið af Blikar myndu sækja sigur væri öruggt að Íslandsmeistaratitillinn yrði ekki áfram á Hlíðarenda. Fór það svo að Valur vann í leik sem var talinn nokkuð lýsandi fyrir sumarið hjá báðum liðum. Gestirnir úr Kópavogi spiluðu frábærlega en tókst ekki að koma knettinum framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í marki Vals. Á hinum enda vallarins nýttu Valsmenn að því virtist öll sín tækifæri og unnu á endanum 3-1 sigur. Þó svo að lokatölur hafi ef til vill ekki gefið rétta mynd af leiknum var talið að þetta gæti orðið saga liðanna í sumar. Breiðablik, sókndjarfir og léttleikandi en kærulausir – eða óheppnir – fyrir framan markið á meðan Valur er þetta lið sem þarf bara eitt færi til að skora og vörn sér um rest. Annað átti eftir að koma á daginn. Valsmenn fóru allt í einu að hiksta. Jafntefli gegn Fylki 27. júní, tap gegn ÍA 17. júlí, tap gegn Leikni Reykjavík 8. ágúst og svo núna tvö töp í röð fyrir leikinn gegn Blikum í kvöld. Fyrst töpuðu Valsmenn fyrir Víkingum – sem eru einnig í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn – og svo gegn Stjörnunni þann 28. ágúst. Blikar hafa aftur á móti – eftir að hafa hikstað í tveimur leikjum undir lok júlí – unnið síðustu sex leiki sína. Það sem meira er, þeir hafa rúllað yfir mótherja sína. Breiðablik vann 4-0 sigur á Víkingum, tvo 2-0 sigra á KA og 7-0 sigur á Fylki ásamt því að leggja ÍA og Stjörnuna að velli. Blikar voru óstöðvandi í ágústmánuði.Vísir/Hulda Margrét Aftur mætast Breiðablik og Valur þegar síðarnefnda liðið hefur hikstað í tveimur leikjum í röð á meðan Breiðablik hefur unnið síðustu leiki sína. Stóra spurningin er hvaða áhrif landsleikjahléið hefur haft á bæði lið. Birkir Már Sævarsson spilaði alla leiki Íslands og Hannes Þór Halldórsson spilaði tilfinningaþrunginn leik gegn Þjóðverjum. Mun það hafa áhrif þegar liðin ganga upp tröppurnar og út á rennislétt teppið á Kópavogsvelli í kvöld? Það kemur allt í ljós klukkan 20.00. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hefst hún klukkan 19.20 og svo er Stúkan á dagskrá að leik loknum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Valur Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira