Hangandi nashyrningar og bakteríuflóra götutyggjós Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. september 2021 08:47 Árið 2015 voru vísindamenn verðlaunaðir með Ig Nóbel eftir að þeim tókst að sanna að greina mætti bráða botnlangabólgu með því að meta hversu sárt það væri fyrir sjúklinginn að fara yfir hraðahindranir í bifreið. epa/CJ Gunther Hvernig er best að flytja nashyrning? Getur fullnæging dregið úr nefstíflum? Breytist líkamslykt áhorfenda í kvikmyndahúsum eftir því hvað verið er að horfa á? Þetta eru nokkrar þeirra spurninga sem handhafar Ig Nóbelsverðlaunanna freistuðu þess að svara. Ig Nóbelsverðlaunin eru háð-útgáfa af hinum virtu Nóbelsverðlaunum og falla í skaut þeirra vísindamanna sem tekst bæði að fá fólk til að hlæja og hugsa með rannsóknum sínum. Að þessu sinni voru vísindamenn verðlaunaðir sem færðu á það sönnur að það væri betra að flytja nashyrninga hangandi á hvolfi en liggjandi á hlið, að fullnæging gæti hjálpað til við að létta andardráttinn þegar viðkomandi þjáðist af stífluðu nefi og að fólk gefur frá sér afar mismikla lykt á meðan það horfir á hryllingsmyndir. Enn aðrir fengu verðlaun fyrir rannsókn sína á því hvort þróun mannsins hefði gefið karlmanninum skegg til að draga úr áhrifum slagsmála á höfuð og húð. Aðrir notuðu myndir af stjórnmálamönnum til að sýna fram á tengsl milli offitu og spillingar. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir rannsókn á því af hverju gangandi vegfarendur rekast ekki oftar saman og rannsókn á bakteríuflóru tyggjógúmmís á götum úti. Ig Nóbelsverðlaunin eru yfirleitt afhent af handhöfum hinna eiginlegu Nóbelsverðlaun og fer athöfnin fram við Harvard-háskóla. Þá halda verðlaunahafar erindi við MIT í kjöfarið. Andre Geim er eini maðurinn sem hefur hlotið bæði Nóbelsverðlaunin og Ig Nóbelsverðlaunin. Hann hlaut Ig Nóbelinn árið 2000 fyrir að nota segla til að láta frosk svífa um en hlaut hin virtu Nóbelsverðlaun árið 2010 fyrir rannsókn sína á seguleiginleikum grafíns. Vísindi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Ig Nóbelsverðlaunin eru háð-útgáfa af hinum virtu Nóbelsverðlaunum og falla í skaut þeirra vísindamanna sem tekst bæði að fá fólk til að hlæja og hugsa með rannsóknum sínum. Að þessu sinni voru vísindamenn verðlaunaðir sem færðu á það sönnur að það væri betra að flytja nashyrninga hangandi á hvolfi en liggjandi á hlið, að fullnæging gæti hjálpað til við að létta andardráttinn þegar viðkomandi þjáðist af stífluðu nefi og að fólk gefur frá sér afar mismikla lykt á meðan það horfir á hryllingsmyndir. Enn aðrir fengu verðlaun fyrir rannsókn sína á því hvort þróun mannsins hefði gefið karlmanninum skegg til að draga úr áhrifum slagsmála á höfuð og húð. Aðrir notuðu myndir af stjórnmálamönnum til að sýna fram á tengsl milli offitu og spillingar. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir rannsókn á því af hverju gangandi vegfarendur rekast ekki oftar saman og rannsókn á bakteríuflóru tyggjógúmmís á götum úti. Ig Nóbelsverðlaunin eru yfirleitt afhent af handhöfum hinna eiginlegu Nóbelsverðlaun og fer athöfnin fram við Harvard-háskóla. Þá halda verðlaunahafar erindi við MIT í kjöfarið. Andre Geim er eini maðurinn sem hefur hlotið bæði Nóbelsverðlaunin og Ig Nóbelsverðlaunin. Hann hlaut Ig Nóbelinn árið 2000 fyrir að nota segla til að láta frosk svífa um en hlaut hin virtu Nóbelsverðlaun árið 2010 fyrir rannsókn sína á seguleiginleikum grafíns.
Vísindi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira