Gætu annað 40% af raforkuþörf Bandaríkjanna með sólarorku Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2021 23:44 Mikil vöxtur hefur verið í sólarorku í Bandaríkjunum undanfarin ár. Orkumálaráðuneyti þeirra telur að hægt væri að framleiða stærstan hluta rafmagns með geilsum sólar fyrir miðja öldina vegna þess hversu hratt sólskildir hafa lækkað í verði. AP/Hans Pennink Mögulegt er að framleiða allt að 40% alls rafmagns í Bandaríkjunum með sólarorku innan fimmtán ára samkvæmt nýrri skýrslu Bandaríkjastjórnar. Til þess þyrfti þó meiriháttar fjárfestingu í raforkukerfinu. Í skýrslu sem orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna gerði fyrir ríkisstjórn Joes Biden er útskýrt hvernig hægt væri að tífalda framleiðslu sólarorkuvera á tiltölulega skömmum tíma. AP-fréttastofan segir að skýrslan sé ekki opinber stefna Bandaríkjastjórnar heldur sé henni ætlað að vísa veginn um þróun í sólarorku næsta áratuginn. Jennifer Granholm, orkumálaráðherra, segir að skýrslan sýni að sólarorka, sem sé ódýrasta uppspretta endurnýjanlegrar orku og sú sem vex hraðast í Bandaríkjunum, gæti vel framleitt nægilegt rafmagn til að knýja öll heimili í landinu fyrir árið 2035. Allt að ein og hálf milljón manna gæti haft atvinnu í sólarorkuiðnaðinum. Grettistaki þyrfti að lyfta til þess að hægt væri að auka framleiðsluna svona mikið og á svo skömmum tíma. Tvöfalda þyrfti framleiðslu á sólarorku á hverju ári næstu fjögur árin og svo tvöfalda það magn aftur fyrir árið 2030, að sögn New York Times. Húseigendur, fyrirtæki og stjórnvöld þyrftu að fjárfesta biljónir dollara og umbylta þyrfti raforkudreifikerfinu sem er nær algerlega hannað fyrir kol, gas og kjarnorkuver. Þá þyrfti að bæta við rafhlöðum, flutningslínum og annarri tækni til að dreifa rafmagni eftir því hvar sólin skín hverju sinni. Joe Biden ræði við fjölmiðla í New York eftir að leifar fellibyljarins Idu ollu usla þar. Hann segir að náttúruhamfarir eins og Idasýni nauðsyn þess að taka baráttuna gegn loftslagsbreytingum föstum tökum.AP/Evan Vucci Þarf að draga hratt úr losun til að ná loftslagsmarkmiðum Met var slegið þegar sólarorkuframleiðsla jókst um fimmtán gígavött í Bandaríkjunum í fyrra. Um 3% af rafmagni í Bandaríkjunum er nú framleitt með sólarorku. Um fimmtungur af rafmagnsframleiðslunnar kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Gas og kol eru heil sextíu prósent hennar. Þrátt fyrir að miklu þurfi til að tjalda til að hægt sé að umbylta raforkukerfi Bandaríkjanna á svo skömmum tíma er það nákvæmlega það sem milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) segir að þurfi að gerast til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Jafnvel í þeim sviðsmyndum þar sem þjóðir heims draga hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, ná kolefnishlutleysi og byrja að soga kolefni úr lofthjúpnum gæti hlýnun jarðar náð 1,5°C strax á næsta áratug. Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins var að halda hlýnun innan þeirra marka. Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst vilja ná kolefnishlutleysi í orkugeiranum fyrir árið 2035. Þá hefur hann lagt fram áform um að stórfjölga vindmyllum við strendur og að helmingur allra bíla sem verða seldir árið 2030 verði knúnir rafmagni. Bandaríkin Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Í skýrslu sem orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna gerði fyrir ríkisstjórn Joes Biden er útskýrt hvernig hægt væri að tífalda framleiðslu sólarorkuvera á tiltölulega skömmum tíma. AP-fréttastofan segir að skýrslan sé ekki opinber stefna Bandaríkjastjórnar heldur sé henni ætlað að vísa veginn um þróun í sólarorku næsta áratuginn. Jennifer Granholm, orkumálaráðherra, segir að skýrslan sýni að sólarorka, sem sé ódýrasta uppspretta endurnýjanlegrar orku og sú sem vex hraðast í Bandaríkjunum, gæti vel framleitt nægilegt rafmagn til að knýja öll heimili í landinu fyrir árið 2035. Allt að ein og hálf milljón manna gæti haft atvinnu í sólarorkuiðnaðinum. Grettistaki þyrfti að lyfta til þess að hægt væri að auka framleiðsluna svona mikið og á svo skömmum tíma. Tvöfalda þyrfti framleiðslu á sólarorku á hverju ári næstu fjögur árin og svo tvöfalda það magn aftur fyrir árið 2030, að sögn New York Times. Húseigendur, fyrirtæki og stjórnvöld þyrftu að fjárfesta biljónir dollara og umbylta þyrfti raforkudreifikerfinu sem er nær algerlega hannað fyrir kol, gas og kjarnorkuver. Þá þyrfti að bæta við rafhlöðum, flutningslínum og annarri tækni til að dreifa rafmagni eftir því hvar sólin skín hverju sinni. Joe Biden ræði við fjölmiðla í New York eftir að leifar fellibyljarins Idu ollu usla þar. Hann segir að náttúruhamfarir eins og Idasýni nauðsyn þess að taka baráttuna gegn loftslagsbreytingum föstum tökum.AP/Evan Vucci Þarf að draga hratt úr losun til að ná loftslagsmarkmiðum Met var slegið þegar sólarorkuframleiðsla jókst um fimmtán gígavött í Bandaríkjunum í fyrra. Um 3% af rafmagni í Bandaríkjunum er nú framleitt með sólarorku. Um fimmtungur af rafmagnsframleiðslunnar kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Gas og kol eru heil sextíu prósent hennar. Þrátt fyrir að miklu þurfi til að tjalda til að hægt sé að umbylta raforkukerfi Bandaríkjanna á svo skömmum tíma er það nákvæmlega það sem milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) segir að þurfi að gerast til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Jafnvel í þeim sviðsmyndum þar sem þjóðir heims draga hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, ná kolefnishlutleysi og byrja að soga kolefni úr lofthjúpnum gæti hlýnun jarðar náð 1,5°C strax á næsta áratug. Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins var að halda hlýnun innan þeirra marka. Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst vilja ná kolefnishlutleysi í orkugeiranum fyrir árið 2035. Þá hefur hann lagt fram áform um að stórfjölga vindmyllum við strendur og að helmingur allra bíla sem verða seldir árið 2030 verði knúnir rafmagni.
Bandaríkin Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira