Arion mátti krefjast fjárnáms hjá forstjóra United Silicon Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2021 18:47 Magnús Ólafur Garðarsson daginn sem fyrsta skóflustungan var tekin að verksmiðju United Silicon í Helguvík 27. ágúst 2014. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Héraðsdómur Reykjavíkur gaf Arion banka grænt ljóst á að krefjast fjárnáms í fasteign Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, í mars. Bankinn hefur freistað þess að fá greidda skuld félags í meirihlutaeigu Magnúsar upp á tæpar fimm milljónir króna. Málaferlin vörðuðu einbýlihús við Huldubraut á Kársnesi í Kópavogi sem Magnús lagði að veði til að tryggja skuldir félagsins Tomahawk Development á Íslandi (TDÍ) sem hann átti meirihluta í. Félagið var stofnað í tengslum við uppbyggingu kísilvers United Silicon í Helguvík. Kísilverið fór veg allar veraldar og sat Arion banki eftir með milljarða tap vegna þess. Magnús hefur verið sakaður um milljarða fjársvik. Dómur í máli TDÍ féll í mars en hann var fyrst birtur í dag. Bú TDÍ var tekið til gjaldþrotaskipta í febrúar árið 2019 og Arion lýsti yfir kröfu mánuði síðar. Engar eignir fundust í búinu upp í kröfur sem námu í heildina meira en 105,7 milljónum króna, að því er segir í dóminum. Magnús hélt því fram að Arion hefði sýnt af sér tómlæti við innheimtu lánsins og vísaði til þess að eitt og hálft ár hefði liðið frá því að lánið féll á gjalddaga þar til bankinn reyndi að innheimta það. Þá vildi hann meina að þegar hann greiddi rúmar 1,4 milljónir króna inn á lánið í maí árið 2017 hafi hann rætt við útibússtjóra Arion um að tryggingarbréfi yrði aflýst. Einnig taldi Magnús ósannað að ekkert fengist greitt upp í almennar kröfur í þrotabú TDÍ. Á þetta féllst héraðsdómur ekki. Bankinn hefði reynt að innheimta lánið, án árangurs. Krafa bankans fyrnist heldur ekki, jafnvel þó að hann hefði sýnt af sér tómlæti um að ganga á eftir kröfunni í veðið. Komst dómurinn því að þeirri niðurstöðu að Arion væri heimilt að krefjast fjárnáms í eign Magnúsar á grundvelli tryggingarbréfsins sem veitti veðið til þess að fá greidda skuld TDÍ. Auk þess þarf Magnús að greiða Arion banka 900.000 krónur í málskostnað. Dómsmál United Silicon Kópavogur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Synjað um endurupptöku á skaðabótamáli United Silicon Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, á máli þar sem hann er sagður hafa verið dæmdur til að greiða þrotabúi kísilversins 1,2 milljarða króna í bætur. 9. júlí 2020 21:03 Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56 730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28 Ekki króna fannst upp í 600 milljóna gjaldþrot fyrirtækis Magnúsar Engar eignir fundust upp í 628 milljóna króna kröfur í þrotabú félags í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Félagið Brimstone ehf. var úrskurðað gjaldþrota í maí á þessu ári og lauk skiptum þann 4. desember. 16. desember 2019 11:05 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Málaferlin vörðuðu einbýlihús við Huldubraut á Kársnesi í Kópavogi sem Magnús lagði að veði til að tryggja skuldir félagsins Tomahawk Development á Íslandi (TDÍ) sem hann átti meirihluta í. Félagið var stofnað í tengslum við uppbyggingu kísilvers United Silicon í Helguvík. Kísilverið fór veg allar veraldar og sat Arion banki eftir með milljarða tap vegna þess. Magnús hefur verið sakaður um milljarða fjársvik. Dómur í máli TDÍ féll í mars en hann var fyrst birtur í dag. Bú TDÍ var tekið til gjaldþrotaskipta í febrúar árið 2019 og Arion lýsti yfir kröfu mánuði síðar. Engar eignir fundust í búinu upp í kröfur sem námu í heildina meira en 105,7 milljónum króna, að því er segir í dóminum. Magnús hélt því fram að Arion hefði sýnt af sér tómlæti við innheimtu lánsins og vísaði til þess að eitt og hálft ár hefði liðið frá því að lánið féll á gjalddaga þar til bankinn reyndi að innheimta það. Þá vildi hann meina að þegar hann greiddi rúmar 1,4 milljónir króna inn á lánið í maí árið 2017 hafi hann rætt við útibússtjóra Arion um að tryggingarbréfi yrði aflýst. Einnig taldi Magnús ósannað að ekkert fengist greitt upp í almennar kröfur í þrotabú TDÍ. Á þetta féllst héraðsdómur ekki. Bankinn hefði reynt að innheimta lánið, án árangurs. Krafa bankans fyrnist heldur ekki, jafnvel þó að hann hefði sýnt af sér tómlæti um að ganga á eftir kröfunni í veðið. Komst dómurinn því að þeirri niðurstöðu að Arion væri heimilt að krefjast fjárnáms í eign Magnúsar á grundvelli tryggingarbréfsins sem veitti veðið til þess að fá greidda skuld TDÍ. Auk þess þarf Magnús að greiða Arion banka 900.000 krónur í málskostnað.
Dómsmál United Silicon Kópavogur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Synjað um endurupptöku á skaðabótamáli United Silicon Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, á máli þar sem hann er sagður hafa verið dæmdur til að greiða þrotabúi kísilversins 1,2 milljarða króna í bætur. 9. júlí 2020 21:03 Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56 730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28 Ekki króna fannst upp í 600 milljóna gjaldþrot fyrirtækis Magnúsar Engar eignir fundust upp í 628 milljóna króna kröfur í þrotabú félags í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Félagið Brimstone ehf. var úrskurðað gjaldþrota í maí á þessu ári og lauk skiptum þann 4. desember. 16. desember 2019 11:05 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Synjað um endurupptöku á skaðabótamáli United Silicon Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, á máli þar sem hann er sagður hafa verið dæmdur til að greiða þrotabúi kísilversins 1,2 milljarða króna í bætur. 9. júlí 2020 21:03
Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56
730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28
Ekki króna fannst upp í 600 milljóna gjaldþrot fyrirtækis Magnúsar Engar eignir fundust upp í 628 milljóna króna kröfur í þrotabú félags í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Félagið Brimstone ehf. var úrskurðað gjaldþrota í maí á þessu ári og lauk skiptum þann 4. desember. 16. desember 2019 11:05