„Ekki fallegt“ að selja hús sem var gjöf til Alzheimer-sjúklinga Snorri Másson skrifar 8. september 2021 19:20 Fríðuhús verður selt þegar starfsemin fær nýtt húsnæði. Stöð 2/Egill Áform um að selja húsnæði vinsæls dagvistunarúrræðis fyrir heilabilunarsjúklinga mæta mótstöðu aðstandenda. Fríðuhús var gjöf til Alzheimer-samtakanna á sínum tíma, sem fyrrverandi starfsmaður segir „ekki fallegt“ að setja á sölu. Skjólstæðingar í Fríðuhúsi eiga það sameiginlegt að vera með heilabilun af einhverri gerð. Það er þeim mörgum gleðiefni að geta mætt á vinnutíma á virkum dögum í húsið, þar sem þeir una sér við allt frá hannyrðum og matreiðslu til söngæfinga og leikfimi frá níu til fimm. Nú stefnir í miklar breytingar á þessu starfi. Alzheimer-samtökin stefna á að selja Fríðuhús og færa starfsemina annað. Þessi ákvörðun hefur reynst umdeild. Forstöðumaður hússins til fjölda ára, Sigríður Lóa Rúnarsdóttir, sagði starfi sínu lausu á dögunum og aðstandendur vilja að hætt sé við áformin. Kolbrún Hrund Víðisdóttir, aðstandandi skjólstæðings, segir að aðstandendum hafi fyrst ekki verið tilkynnt beint um áformin. „En forstöðukonan var að fara að hætta, sem okkur þykir öllum mjög vænt um og hefur staðið sig alveg frábærlega í starfi. Svo var leitað eftir því hver ástæðan fyrir því væri og þá kemur í ljós að það á að selja fasteignina, sem var gefin til þessara góðu mála. Það er það sem hryggir okkur aðstandendur að svo sé,“ segir Kolbrún. Vel á annan tug einstaklinga dvelja daglega í Fríðuhúsi, þar sem fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, aðstoð í eldhúsi, hannyrðir, kertagerð, heimsókn frá presti, barnakór. Vinabandið kemur einu sinni í mánuði og spilar fyrir dansi, farið í dagsferðir, farið á söfn og sýningar.Stöð 2/Egill Fríðuhús sendur við Austurbrún í Reykjavík og var gjöf frá Pétri Símonarsyni til Alzheimer-samtakanna og hefur verið starfrækt frá aldamótum. Sigrún Spanó Sigurjónsdóttir hefur búið í hverfinu frá barnæsku og meðal annars starfað í Fríðuhúsi. Hún býr nú í næsta húsi og heimsækir fólkið oft. Sigrún segir áfall að nú eigi að selja húsið. „Pétur missti konu sína úr Alzheimer og hann ánafnaði Alzheimer-samtökunum húsið til þess að starfsemi fyrir þetta fólk yrði þarna,“ segir Sigrún. Það eru kannski skiptar skoðanir um að selja hús sem er gefið í þessu skyni? „Já. Mér finnst þetta bara ekki fallegt,“ segir Sigrún. Andvirði sölunnar renni óskipt til fólks með heilabilun Ragnheiður Ríkharðsdóttir, stjórnarformaður Alzheimer-samtakanna, segist í samtali við fréttastofu ekki telja tímabært að tjá sig um áformin á meðan ekkert er fast í hendi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Í tölvupósti sem Ragnheiður sendi aðstandendum í lok síðasta mánuðar segir að deila megi um hvort Fríðuhús henti í raun undir þessa starfsemi. Þar kemur fram að fjármagna þurfi aðra starfsemi á vegum félagsins og að borgin hyggist leita að leigulausu húsnæði fyrir starfsemina. Loks segir Ragnheiður að ekki hvarfli að samtökunum að leggja af starfsemi hússins, þótt henni verði haldið áfram í öðru húsnæði þegar þar að kemur. Í póstinum segir að takist að finna Fríðuhúsi skjól í öðru húsnæði, muni samtökin selja fasteignina. „Andvirðið mun þannig renna óskipt til fólks með heilabilun eins og gjöfinni var ætlað á sínum tíma,“ skrifar Ragnheiður. Leit stendur yfir af hálfu borgarinnar að nýju húsnæði en Alzheimersamtökin segjast setja sem skilyrði að húsið henti enn betur en núverandi húsnæði. Heilbrigðismál Reykjavík Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira
Skjólstæðingar í Fríðuhúsi eiga það sameiginlegt að vera með heilabilun af einhverri gerð. Það er þeim mörgum gleðiefni að geta mætt á vinnutíma á virkum dögum í húsið, þar sem þeir una sér við allt frá hannyrðum og matreiðslu til söngæfinga og leikfimi frá níu til fimm. Nú stefnir í miklar breytingar á þessu starfi. Alzheimer-samtökin stefna á að selja Fríðuhús og færa starfsemina annað. Þessi ákvörðun hefur reynst umdeild. Forstöðumaður hússins til fjölda ára, Sigríður Lóa Rúnarsdóttir, sagði starfi sínu lausu á dögunum og aðstandendur vilja að hætt sé við áformin. Kolbrún Hrund Víðisdóttir, aðstandandi skjólstæðings, segir að aðstandendum hafi fyrst ekki verið tilkynnt beint um áformin. „En forstöðukonan var að fara að hætta, sem okkur þykir öllum mjög vænt um og hefur staðið sig alveg frábærlega í starfi. Svo var leitað eftir því hver ástæðan fyrir því væri og þá kemur í ljós að það á að selja fasteignina, sem var gefin til þessara góðu mála. Það er það sem hryggir okkur aðstandendur að svo sé,“ segir Kolbrún. Vel á annan tug einstaklinga dvelja daglega í Fríðuhúsi, þar sem fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, aðstoð í eldhúsi, hannyrðir, kertagerð, heimsókn frá presti, barnakór. Vinabandið kemur einu sinni í mánuði og spilar fyrir dansi, farið í dagsferðir, farið á söfn og sýningar.Stöð 2/Egill Fríðuhús sendur við Austurbrún í Reykjavík og var gjöf frá Pétri Símonarsyni til Alzheimer-samtakanna og hefur verið starfrækt frá aldamótum. Sigrún Spanó Sigurjónsdóttir hefur búið í hverfinu frá barnæsku og meðal annars starfað í Fríðuhúsi. Hún býr nú í næsta húsi og heimsækir fólkið oft. Sigrún segir áfall að nú eigi að selja húsið. „Pétur missti konu sína úr Alzheimer og hann ánafnaði Alzheimer-samtökunum húsið til þess að starfsemi fyrir þetta fólk yrði þarna,“ segir Sigrún. Það eru kannski skiptar skoðanir um að selja hús sem er gefið í þessu skyni? „Já. Mér finnst þetta bara ekki fallegt,“ segir Sigrún. Andvirði sölunnar renni óskipt til fólks með heilabilun Ragnheiður Ríkharðsdóttir, stjórnarformaður Alzheimer-samtakanna, segist í samtali við fréttastofu ekki telja tímabært að tjá sig um áformin á meðan ekkert er fast í hendi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Í tölvupósti sem Ragnheiður sendi aðstandendum í lok síðasta mánuðar segir að deila megi um hvort Fríðuhús henti í raun undir þessa starfsemi. Þar kemur fram að fjármagna þurfi aðra starfsemi á vegum félagsins og að borgin hyggist leita að leigulausu húsnæði fyrir starfsemina. Loks segir Ragnheiður að ekki hvarfli að samtökunum að leggja af starfsemi hússins, þótt henni verði haldið áfram í öðru húsnæði þegar þar að kemur. Í póstinum segir að takist að finna Fríðuhúsi skjól í öðru húsnæði, muni samtökin selja fasteignina. „Andvirðið mun þannig renna óskipt til fólks með heilabilun eins og gjöfinni var ætlað á sínum tíma,“ skrifar Ragnheiður. Leit stendur yfir af hálfu borgarinnar að nýju húsnæði en Alzheimersamtökin segjast setja sem skilyrði að húsið henti enn betur en núverandi húsnæði.
Heilbrigðismál Reykjavík Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira