Að skilja sjálfsvíg Arna Pálsdóttir skrifar 7. september 2021 08:31 Ég missti mömmu mína í vor. Hún lést úr krabbameini. Hún barðist hetjulega þar til hún dó. Hún tók alla slagi sem hún gat tekið, ef það var meðferð í boði þá vildi hún prófa. Alla daga vaknaði hún og hugsaði; ég ætla að sigra þennan fjanda. Við hlið hennar vorum við, fólkið hennar, að styðja hana. Þegar líða fór á stríðið fór að dofna yfir lífsgæðum hennar. Hún hætti að geta stundað allt það sem hún hafði ánægju af, mátturinn og orkan fóru minnkandi og líkamleg vanlíðan tók þeirra stað. Ekki svo löngu áður en hún dó áttum við samtal um framhaldið. Hún sagði að hún myndi alltaf berjast á meðan það væri von en ef frekari meðferðir byðu henni eingöngu upp á þau lífsgæði sem hún lifði við á þeim tímapunkti þá vildi hún frekar fá að fara. Það var svo erfitt að heyra hana segja þetta en ég skildi hana. Ég skildi það að hún vildi frekar eiga stutt eftir ólifað en að lifa við þá vanlíðan sem hún lifði við á þessum tíma. Ég missti pabba minn árið 2001. Hann lést úr sjálfsvígi. Hann hafði verið í stríði við sinn fjanda í langan tíma. Hans fjandi var hins vegar ósýnilegur. Baráttan var tekin á hnefanum og í einrúmi. Að lokum valdi hann frekar að fara en að lifa við þá andlegu þjáningu sem hann lifði við. Það reyndist mun erfiðara að skilja - á þeim tímapunkti. Við skiljum krabbamein. Við skiljum að krabbamein er heilbrigðismál. Það er hættulegur og grimmur líkamlegur sjúkdómur sem getur dregið fólk til dauða. Fólk gengst undir þungar meðferðir, missir hár, heilsu og mátt. Þetta er barátta og fólk ætlar sér að vinna. Það fær þau vopn sem standa til boða og aðstandendur hvetja fólk sitt áfram, sýnir skilning, samkennd og samstöðu. Það reynist mörgum erfiðara að skilja sjálfsvíg og það er allt í lagi. Við þurfum ekki að skilja hvert og eitt sjálfsvíg, það er svo margt annað sem við getum öðlast skilning á. Við getum skilið að sjálfsvíg eru líka heilbrigðismál. Við getum skilið áhættuþætti og við getum skilið gildi forvarna. Við getum skilið að einstaklingur sem vill binda enda á líf sitt er í baráttu. Við getum skilið að þessi einstaklingur þarf aðgang að vopnum - læknismeðferðum, samstöðu og skilningi og við getum skilið að hann þarf stuðning heilbrigðiskerfissins og samfélagsins. Á heimsvísu eru sjálfsvíg meðal 20 algengustu dánarorsaka. Það ber enginn ábyrgð á sjálfsvígi nema sá sem það fremur. Það er hins vegar mikilvægt að vita að það er hægt að koma í veg fyrir sjálfsvíg með auknu forvarnarstarfi, öflugu heilbrigðiskerfi og með aukinni samfélagsvitund um geðheilbrigðismál. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september nk. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Mamma sat í stjórn Píeta samtakanna en þau sinna mikilvægu forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og veita einnig aðstandendum stuðning. Mér bauðst sá heiður að taka hennar sæti í stjórn samtakanna þegar hún lést. Á skömmum tíma hef ég fengið innsýn inn í aðdáunarvert starf starfsmanna og sjálfboðaliða en mikilvægi samtakanna hafa sýnt sig með margföldum vexti síðustu ár. Verum óhrædd við að ræða sjálfsvíg og geðheilbrigðismál. Við erum á réttri leið en betur má ef duga skal. Höfundur situr í stjórn Píeta samtakanna. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Arna Pálsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég missti mömmu mína í vor. Hún lést úr krabbameini. Hún barðist hetjulega þar til hún dó. Hún tók alla slagi sem hún gat tekið, ef það var meðferð í boði þá vildi hún prófa. Alla daga vaknaði hún og hugsaði; ég ætla að sigra þennan fjanda. Við hlið hennar vorum við, fólkið hennar, að styðja hana. Þegar líða fór á stríðið fór að dofna yfir lífsgæðum hennar. Hún hætti að geta stundað allt það sem hún hafði ánægju af, mátturinn og orkan fóru minnkandi og líkamleg vanlíðan tók þeirra stað. Ekki svo löngu áður en hún dó áttum við samtal um framhaldið. Hún sagði að hún myndi alltaf berjast á meðan það væri von en ef frekari meðferðir byðu henni eingöngu upp á þau lífsgæði sem hún lifði við á þeim tímapunkti þá vildi hún frekar fá að fara. Það var svo erfitt að heyra hana segja þetta en ég skildi hana. Ég skildi það að hún vildi frekar eiga stutt eftir ólifað en að lifa við þá vanlíðan sem hún lifði við á þessum tíma. Ég missti pabba minn árið 2001. Hann lést úr sjálfsvígi. Hann hafði verið í stríði við sinn fjanda í langan tíma. Hans fjandi var hins vegar ósýnilegur. Baráttan var tekin á hnefanum og í einrúmi. Að lokum valdi hann frekar að fara en að lifa við þá andlegu þjáningu sem hann lifði við. Það reyndist mun erfiðara að skilja - á þeim tímapunkti. Við skiljum krabbamein. Við skiljum að krabbamein er heilbrigðismál. Það er hættulegur og grimmur líkamlegur sjúkdómur sem getur dregið fólk til dauða. Fólk gengst undir þungar meðferðir, missir hár, heilsu og mátt. Þetta er barátta og fólk ætlar sér að vinna. Það fær þau vopn sem standa til boða og aðstandendur hvetja fólk sitt áfram, sýnir skilning, samkennd og samstöðu. Það reynist mörgum erfiðara að skilja sjálfsvíg og það er allt í lagi. Við þurfum ekki að skilja hvert og eitt sjálfsvíg, það er svo margt annað sem við getum öðlast skilning á. Við getum skilið að sjálfsvíg eru líka heilbrigðismál. Við getum skilið áhættuþætti og við getum skilið gildi forvarna. Við getum skilið að einstaklingur sem vill binda enda á líf sitt er í baráttu. Við getum skilið að þessi einstaklingur þarf aðgang að vopnum - læknismeðferðum, samstöðu og skilningi og við getum skilið að hann þarf stuðning heilbrigðiskerfissins og samfélagsins. Á heimsvísu eru sjálfsvíg meðal 20 algengustu dánarorsaka. Það ber enginn ábyrgð á sjálfsvígi nema sá sem það fremur. Það er hins vegar mikilvægt að vita að það er hægt að koma í veg fyrir sjálfsvíg með auknu forvarnarstarfi, öflugu heilbrigðiskerfi og með aukinni samfélagsvitund um geðheilbrigðismál. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september nk. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Mamma sat í stjórn Píeta samtakanna en þau sinna mikilvægu forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og veita einnig aðstandendum stuðning. Mér bauðst sá heiður að taka hennar sæti í stjórn samtakanna þegar hún lést. Á skömmum tíma hef ég fengið innsýn inn í aðdáunarvert starf starfsmanna og sjálfboðaliða en mikilvægi samtakanna hafa sýnt sig með margföldum vexti síðustu ár. Verum óhrædd við að ræða sjálfsvíg og geðheilbrigðismál. Við erum á réttri leið en betur má ef duga skal. Höfundur situr í stjórn Píeta samtakanna. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun