Fjölmiðlamógúll mildar loftslagsafneitun Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2021 23:41 Loftslagsaðgerðasinni með grímu sem á að líkjast Rupert Murdoch mótmælir fyrir utan skrifstofur útgáfufélagsins The Herald and Weekly Times, eins fyrirtækja News Corp, í Melbourne í mars. Vísir/EPA Fjölmiðlar Ruperts Murdoch í heimalandinu Ástralíu er nú sagðir leggja drög að ritstjórnargreinum sem tala fyrir kolefnishlutleysi. Þeir hafa fram að þessu verið þekktir fyrir afneitun og að þyrla upp moðreyk um loftslagsmál. Stjórnendur News Corp, móðurfyrirtækis fjölmiðla eins og Sky News-sjónvarpsstöðvarinnar, boða umfjallanir og leiðara í dagblöðum og sjónvarpi um hvernig Ástralíu getur náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 líkt og margar aðrar þjóðir stefna að til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga af völdum manna. Áströlsk stjórnvöld hafa lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum og miðlar Murdoch hafa um árabil reynt að þvæla umræðuna til þess að véfengja alvarleika loftslagsbreytinga og ábyrgð manna á þeim. New York Times lýsir Sky News-sjónvarpsstöðinni sem öfgafyllsta miðli News Corp. Stöðinni var meðal annars bannað að deila efni á samfélagsmiðlinum Youtube í viku fyrir að brjóta notendaskilmála hans um upplýsingafals um kórónuveirufaraldurinn í síðasta mánuði. Fyrir tveimur árum lýsti þáttastjórnandi á stöðinni loftslagsbreytingum sem „sviksamlegum og hættulegum sértrúarsöfnuði“ þar sem annarlegir hagsmunir byggju að baki. Dagblöð News Corp hafa svo reglulega birt vafasamar greinar sem eru á mörk frétta og skoðanapistla. Ætli News Corp raunverulega að vinda kvæði sínu í kross í loftslagsmálum gæti það liðkað fyrir stefnubreytingu hjá ríkisstjórn íhaldsmanna sem hefur fram að þessu þráast við að setja Ástralíu metnaðarfull markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Það gæti einnig sett þrýsting á fjölmiðla Murdoch annars staðar eins og Fox News í Bandaríkjunum og bresku dagblöðum hans sem hafa lengi hamast gegn loftslagsvísindum og aðgerðum. Rupert Murdoch hefur verið einn umsvifamesti fjölmiðlaútgefandi í heiminum um áratugaskeið. Margir fjölmiðlar hans hafa rekið harðan áróður gegn loftslagsaðgerðum.Vísir/EPA Brella til að endurhæfa ímynd „loftslagsvarmennis“ Ekki eru allir bjartsýnir á að News Corp hafi séð að sér. Michael Mann, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, segist fullur efasemda. „Þar til Rupert Murdoch og News Corp taka í tauminn á varðhundum sínum á Fox News og The Wall Street Journal, sem halda áfram að halda á lofti upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar daglega, ætti að líta á þessi innantómu loforð sem örvæntingarfulla brellu sem er ætlað að endurhæfa opinbera ímynd leiðandi loftslagsvarmennis,“ segir Mann. Aðrir vara við hættunni á að News Corp ætli aðeins að færa sig úr harðri loftslagsafneitun yfir í að tala fyrir því að loftslagsaðgerðum verði frestað með marklausum langtímamarkmiðum og falslausnum. Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra sem varð oft fyrir barðinu á News Corp og var settur af á sínum tíma vegna ágreinings innan Frjálslynda flokksins um loftslagsmál, segir að nokkurra vikna umfjöllun frá News Corp eyði ekki langri sögu loftslagsafneitunar í miðlum þess. Fjölmiðlarisinn verði að hætta að berja á málsvörum loftslagsaðgerða á sama tíma og hann haldi hlífiskildi yfir íhaldssömum þingmönnum sem standi í vegi þeirra. „Þessi hægrisinnaði popúliski loftslagsafneitunararmur bandalagssins hefur mikil áhrif og er grunnur fjölmiðla News Corp. Þar lifa þeir og þrífast. Ef það verður breyting þar gæti það skipt sköpum,“ segir Turnbull. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Turnbull ræða News Corp og loftslagsmál í umræðuþætti í Ástralíu í fyrra. Loftslagsmál Ástralía Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10 Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10 Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af Ástralar komu í veg fyrir að fjallað væri um stöðvun kolavinnslu í sameiginlegri yfirlýsingu fundar Kyrrahafsríkja. Aðstoðarforsætisráðherra sagðist á meðan pirraður á ríkjum sem vildu stöðva iðnað í Ástralíu svo þau mættu komast af. 16. ágúst 2019 11:34 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Stjórnendur News Corp, móðurfyrirtækis fjölmiðla eins og Sky News-sjónvarpsstöðvarinnar, boða umfjallanir og leiðara í dagblöðum og sjónvarpi um hvernig Ástralíu getur náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 líkt og margar aðrar þjóðir stefna að til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga af völdum manna. Áströlsk stjórnvöld hafa lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum og miðlar Murdoch hafa um árabil reynt að þvæla umræðuna til þess að véfengja alvarleika loftslagsbreytinga og ábyrgð manna á þeim. New York Times lýsir Sky News-sjónvarpsstöðinni sem öfgafyllsta miðli News Corp. Stöðinni var meðal annars bannað að deila efni á samfélagsmiðlinum Youtube í viku fyrir að brjóta notendaskilmála hans um upplýsingafals um kórónuveirufaraldurinn í síðasta mánuði. Fyrir tveimur árum lýsti þáttastjórnandi á stöðinni loftslagsbreytingum sem „sviksamlegum og hættulegum sértrúarsöfnuði“ þar sem annarlegir hagsmunir byggju að baki. Dagblöð News Corp hafa svo reglulega birt vafasamar greinar sem eru á mörk frétta og skoðanapistla. Ætli News Corp raunverulega að vinda kvæði sínu í kross í loftslagsmálum gæti það liðkað fyrir stefnubreytingu hjá ríkisstjórn íhaldsmanna sem hefur fram að þessu þráast við að setja Ástralíu metnaðarfull markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Það gæti einnig sett þrýsting á fjölmiðla Murdoch annars staðar eins og Fox News í Bandaríkjunum og bresku dagblöðum hans sem hafa lengi hamast gegn loftslagsvísindum og aðgerðum. Rupert Murdoch hefur verið einn umsvifamesti fjölmiðlaútgefandi í heiminum um áratugaskeið. Margir fjölmiðlar hans hafa rekið harðan áróður gegn loftslagsaðgerðum.Vísir/EPA Brella til að endurhæfa ímynd „loftslagsvarmennis“ Ekki eru allir bjartsýnir á að News Corp hafi séð að sér. Michael Mann, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, segist fullur efasemda. „Þar til Rupert Murdoch og News Corp taka í tauminn á varðhundum sínum á Fox News og The Wall Street Journal, sem halda áfram að halda á lofti upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar daglega, ætti að líta á þessi innantómu loforð sem örvæntingarfulla brellu sem er ætlað að endurhæfa opinbera ímynd leiðandi loftslagsvarmennis,“ segir Mann. Aðrir vara við hættunni á að News Corp ætli aðeins að færa sig úr harðri loftslagsafneitun yfir í að tala fyrir því að loftslagsaðgerðum verði frestað með marklausum langtímamarkmiðum og falslausnum. Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra sem varð oft fyrir barðinu á News Corp og var settur af á sínum tíma vegna ágreinings innan Frjálslynda flokksins um loftslagsmál, segir að nokkurra vikna umfjöllun frá News Corp eyði ekki langri sögu loftslagsafneitunar í miðlum þess. Fjölmiðlarisinn verði að hætta að berja á málsvörum loftslagsaðgerða á sama tíma og hann haldi hlífiskildi yfir íhaldssömum þingmönnum sem standi í vegi þeirra. „Þessi hægrisinnaði popúliski loftslagsafneitunararmur bandalagssins hefur mikil áhrif og er grunnur fjölmiðla News Corp. Þar lifa þeir og þrífast. Ef það verður breyting þar gæti það skipt sköpum,“ segir Turnbull. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Turnbull ræða News Corp og loftslagsmál í umræðuþætti í Ástralíu í fyrra.
Loftslagsmál Ástralía Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10 Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10 Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af Ástralar komu í veg fyrir að fjallað væri um stöðvun kolavinnslu í sameiginlegri yfirlýsingu fundar Kyrrahafsríkja. Aðstoðarforsætisráðherra sagðist á meðan pirraður á ríkjum sem vildu stöðva iðnað í Ástralíu svo þau mættu komast af. 16. ágúst 2019 11:34 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10
Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10
Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af Ástralar komu í veg fyrir að fjallað væri um stöðvun kolavinnslu í sameiginlegri yfirlýsingu fundar Kyrrahafsríkja. Aðstoðarforsætisráðherra sagðist á meðan pirraður á ríkjum sem vildu stöðva iðnað í Ástralíu svo þau mættu komast af. 16. ágúst 2019 11:34