Framlengja Brexit-aðlögun Norður-Írlands Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2021 22:23 Áróðursskilti gegn Brexit á Norður-Írlandi árið 2018. Ótti margra var að gömul átök sambands- og þjóðernissinna tækju sig upp aftur ef komið yrði upp hörðum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld tilkynntu í dag að aðlögunartími fyrir innflutning til Norður-Írlands eftir útgönguna úr Evrópusambandinu verði enn framlengt. Frestinum er ætlað að veita Bretum og Evrópusambandinu meiri tíma til að komast að niðurstöðu um varanlega lausn. Eitt helsta vandræðamálið sem þurfti að leysa áður en Bretland gat gengið úr Evrópusambandinu í upphafi árs var hvernig viðskipti á milli sambandsins og Bretlands yrði háttað á Norður-Írlandi. Írland er enn í Evrópusambandinu en enginn vilji var til þess að setja upp landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands þar sem það var talið geta ógnað brothættum friði sem hefur ríkt undanfarna áratugi. Hins vegar var heldur ekki áhugi á að takmarka viðskipti á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands. Niðurstaðan var sú að ákveðnar vörur sæta tollaeftirliti sem fara á milli Norður-Írlands og Bretlands austan Írlandshafs tímabundið eftir útgönguna. Það fyrirkomulag hefur valdið töluverðri spennu á Norður-Írlandi og átti meðal annars þátt í óeirðum sambandssinna fyrr á þessu ári. Bresk stjórnvöld vilja semja um breytingar á fyrirkomulaginu á Norður-Írlandi en Evrópusambandið hefur fram að þessu ekki ljáð máls á því. Sambandið telur bresk stjórnvöld hafa brotið samkomulag með því að breyta reglum um viðskipti um Norður-Írland en ákvað að bíða með málaferli vegna þess í sumar. David Frost, Brexit-ráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að þetta aðlögunartímabil Norður-Írlands haldi áfram um sinn. „Til þess að skapa svigrúm fyrir mögulegar frekari viðræður og til að veita fyrirtækjum vissu og stöðugleika á meðan slíkar viðræður færu fram ætlar ríkisstjórnin að halda áfram reglunum eins og þær eru,“ sagði Frost í yfirlýsingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Brexit Bretland Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Leiðtogi norðurírsku heimastjórnarinnar segir af sér Arlene Foster, oddviti heimastjórnar Norður-Írlands, sagði af sér vegna innanflokksátaka í Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hún ætlar jafnframt að stíga til hliðar sem leiðtogi flokksins. 28. apríl 2021 19:37 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Eitt helsta vandræðamálið sem þurfti að leysa áður en Bretland gat gengið úr Evrópusambandinu í upphafi árs var hvernig viðskipti á milli sambandsins og Bretlands yrði háttað á Norður-Írlandi. Írland er enn í Evrópusambandinu en enginn vilji var til þess að setja upp landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands þar sem það var talið geta ógnað brothættum friði sem hefur ríkt undanfarna áratugi. Hins vegar var heldur ekki áhugi á að takmarka viðskipti á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands. Niðurstaðan var sú að ákveðnar vörur sæta tollaeftirliti sem fara á milli Norður-Írlands og Bretlands austan Írlandshafs tímabundið eftir útgönguna. Það fyrirkomulag hefur valdið töluverðri spennu á Norður-Írlandi og átti meðal annars þátt í óeirðum sambandssinna fyrr á þessu ári. Bresk stjórnvöld vilja semja um breytingar á fyrirkomulaginu á Norður-Írlandi en Evrópusambandið hefur fram að þessu ekki ljáð máls á því. Sambandið telur bresk stjórnvöld hafa brotið samkomulag með því að breyta reglum um viðskipti um Norður-Írland en ákvað að bíða með málaferli vegna þess í sumar. David Frost, Brexit-ráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að þetta aðlögunartímabil Norður-Írlands haldi áfram um sinn. „Til þess að skapa svigrúm fyrir mögulegar frekari viðræður og til að veita fyrirtækjum vissu og stöðugleika á meðan slíkar viðræður færu fram ætlar ríkisstjórnin að halda áfram reglunum eins og þær eru,“ sagði Frost í yfirlýsingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Brexit Bretland Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Leiðtogi norðurírsku heimastjórnarinnar segir af sér Arlene Foster, oddviti heimastjórnar Norður-Írlands, sagði af sér vegna innanflokksátaka í Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hún ætlar jafnframt að stíga til hliðar sem leiðtogi flokksins. 28. apríl 2021 19:37 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Leiðtogi norðurírsku heimastjórnarinnar segir af sér Arlene Foster, oddviti heimastjórnar Norður-Írlands, sagði af sér vegna innanflokksátaka í Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hún ætlar jafnframt að stíga til hliðar sem leiðtogi flokksins. 28. apríl 2021 19:37