Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Þorgils Jónsson skrifar 6. september 2021 15:52 Sigurgeir hafði aldrei lagt í langsund áður en hann ákvað að slá til og synda til styrktar Einstökum börnum. Hann lagði í þessa 11,6 kílómetra leið kl. 16 og kom á leiðarenda eftir miðnætti Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. Sigurgeir segir Covid faraldurinn hafa átt sinn hlut í því að hann lagði í þetta verkefni, en hann hafði aldrei áður lagt í svona langsund. Úr bardagaíþrótt í langsund „Vegna Covid gat ég ekki keppt í minni íþrótt, sem er Lethwei hjá Iceland Combat Arts. Þá fer ég að hugsa um eitthvað annað til að einbeita mér að og ákveð að leggja í þetta sund. Þá fæðist þessi hugmynd að gera þetta að styrktarverkefni. Það er tilvalið að láta eitthvað gott af sér leiða fyrst maður er að þessu á annað borð.“ En af hverju urðu Einstök börn fyrir valinu? „Ég vissi bara að þau eru að vinna gott starf og þurfa á hjálp að halda.“ Sigurgeir Svanbergsson á sundi út af Kjalarnesi. Hann og fylgdarlið hans lentu í vélarbilun þegar hann var kominn nokkuð áleiðis, en hann neitaði að hætta við og fékk annan bát til að fylgja sér restina af leiðinni.Aðsend Marglyttufár breytti fyrra plani Fyrst ætlaði Sigurgeir, sem býr austur á fjörðum og starfar í álveri Alcoa á Reyðafirði, að synda frá Eskifirði til Reyðarfjarðar, en marglyttutorfa á leiðinni setti þar strik í reikninginn. „Það fylltist allt af brennihveljum á leiðinni. Ég prófaði aðeins að synda með þeim og það var ekkert mjög gaman að fá þær í sig.“ Því var ákveðið að færa verkefnið vestur á bóginn og þreyta sundið yfir Kollafjörð, og lagði Sigurgeir af stað á þriðjudaginn með aðstoðarmenn sem fylgdu honum á báti. Sigurgeir ásamt aðstoðarmönnum sem fylgdu honum eftir á svaðilförinni.Aðsend Tók ekki í mál að hætta við Sundið gekk ágætlega fyrst um sinn, en þegar komið var að tanganum á Kjalarnesi kom babb í bátinn, í orðsins fyllstu merkingu. „Þá bilar báturinn og ég mátti þá synda í hringi í einn og hálfan klukkutíma á meðan strákarnir reyndu að koma honum í gang. Þeir ætluðu svo að flauta þetta af, en ég tók það ekki í mál. Þrjóskan í mér leyfir ekkert svona. Þannig að þeir hringdu í Hafsport sem höfðu stutt okkur vel, sem sendu annan bát og við gátum haldið áfram.“ Borgarljósin sjást í bakgrunni þar sem Sigurgeir er kominn á lokasprettinn.Aðsend „Naut eiginlega sársaukans daginn eftir“ Sigurgeir kom svo loks í land eftir níu klukkustunda barning, hérumbil að niðurlotum kominn, en sáttur við sína frammistöðu. Eins og fyrr segir er leiðin 11,6 kílómetrar, en með öllum útúrdúrum í tengslum við vélarbilunina á leiðinni var heildarvegalengdin mun lengri, enda var sundkappinn ansi lerkaður eftirá. Það var örmagna sundkappi sem kom í land í Bryggjuhverfinu uppúr miðnætti, eftir níu tíma sund.Aðsend „Ég var með alveg svakalega verki í öllum liðum daginn eftir, en þetta er bara partur af þessu. Ég naut eiginlega sársaukans daginn eftir, því að ég vissi hvaðan hann var að koma.“ Þess má geta að söfnunin stendur enn yfir og má leggja málefninu lið á vef Einstakra barna. Góðverk Reykjavík Sjósund Sund Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Sigurgeir segir Covid faraldurinn hafa átt sinn hlut í því að hann lagði í þetta verkefni, en hann hafði aldrei áður lagt í svona langsund. Úr bardagaíþrótt í langsund „Vegna Covid gat ég ekki keppt í minni íþrótt, sem er Lethwei hjá Iceland Combat Arts. Þá fer ég að hugsa um eitthvað annað til að einbeita mér að og ákveð að leggja í þetta sund. Þá fæðist þessi hugmynd að gera þetta að styrktarverkefni. Það er tilvalið að láta eitthvað gott af sér leiða fyrst maður er að þessu á annað borð.“ En af hverju urðu Einstök börn fyrir valinu? „Ég vissi bara að þau eru að vinna gott starf og þurfa á hjálp að halda.“ Sigurgeir Svanbergsson á sundi út af Kjalarnesi. Hann og fylgdarlið hans lentu í vélarbilun þegar hann var kominn nokkuð áleiðis, en hann neitaði að hætta við og fékk annan bát til að fylgja sér restina af leiðinni.Aðsend Marglyttufár breytti fyrra plani Fyrst ætlaði Sigurgeir, sem býr austur á fjörðum og starfar í álveri Alcoa á Reyðafirði, að synda frá Eskifirði til Reyðarfjarðar, en marglyttutorfa á leiðinni setti þar strik í reikninginn. „Það fylltist allt af brennihveljum á leiðinni. Ég prófaði aðeins að synda með þeim og það var ekkert mjög gaman að fá þær í sig.“ Því var ákveðið að færa verkefnið vestur á bóginn og þreyta sundið yfir Kollafjörð, og lagði Sigurgeir af stað á þriðjudaginn með aðstoðarmenn sem fylgdu honum á báti. Sigurgeir ásamt aðstoðarmönnum sem fylgdu honum eftir á svaðilförinni.Aðsend Tók ekki í mál að hætta við Sundið gekk ágætlega fyrst um sinn, en þegar komið var að tanganum á Kjalarnesi kom babb í bátinn, í orðsins fyllstu merkingu. „Þá bilar báturinn og ég mátti þá synda í hringi í einn og hálfan klukkutíma á meðan strákarnir reyndu að koma honum í gang. Þeir ætluðu svo að flauta þetta af, en ég tók það ekki í mál. Þrjóskan í mér leyfir ekkert svona. Þannig að þeir hringdu í Hafsport sem höfðu stutt okkur vel, sem sendu annan bát og við gátum haldið áfram.“ Borgarljósin sjást í bakgrunni þar sem Sigurgeir er kominn á lokasprettinn.Aðsend „Naut eiginlega sársaukans daginn eftir“ Sigurgeir kom svo loks í land eftir níu klukkustunda barning, hérumbil að niðurlotum kominn, en sáttur við sína frammistöðu. Eins og fyrr segir er leiðin 11,6 kílómetrar, en með öllum útúrdúrum í tengslum við vélarbilunina á leiðinni var heildarvegalengdin mun lengri, enda var sundkappinn ansi lerkaður eftirá. Það var örmagna sundkappi sem kom í land í Bryggjuhverfinu uppúr miðnætti, eftir níu tíma sund.Aðsend „Ég var með alveg svakalega verki í öllum liðum daginn eftir, en þetta er bara partur af þessu. Ég naut eiginlega sársaukans daginn eftir, því að ég vissi hvaðan hann var að koma.“ Þess má geta að söfnunin stendur enn yfir og má leggja málefninu lið á vef Einstakra barna.
Góðverk Reykjavík Sjósund Sund Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira