Hefur ekki hitt eina konu sem styður lögin Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2021 21:28 Kristín og eiginmaður hennar, Paul Evans. úr einkasafni Íslensk kona búsett í Texas hefur þungar áhyggjur af umdeildum lögum sem banna nær alfarið þungunarrof í ríkinu. Hún telur meirihluta Texasbúa andsnúna lögunum. Með lögunum, sem kölluð eru „hjartsláttarlög“, er þungunarrof bannað eftir að „hjartsláttur“ fósturs er greinanlegur, sem er í kringum sjöttu viku meðgöngu. Það er áður en flestar konur átta sig á því að þær eru óléttar. Kristín Gestsdóttir hefur búið í Houston í Texas ásamt eiginmanni sínum, Paul Evans, og tveimur dætrum, Holly Lilju og Kate Ísafold, í tíu ár. „Maður er náttúrulega í hálfgerðu sjokki, þetta kom svo fljótt að og það eru búin að vera svo mörg lög og þau eru að vissu leyti öll tengd,“ segir Kristín og vísar þar til þess að reynt hafi verið að koma á sambærilegum lögum í öðrum ríkjum en alríkisdómstólar fellt þau úr gildi - þar til nú í vikunni. Repúblikanar í Texas sömdu lögin enda sérstaklega til að gera alríkisdómstólum erfitt að stöðva gildistöku þeirra. „En þetta þýðir náttúrulega að það er búið að banna fóstureyðingar í Texas,“ segir Kristín. Hún bendir á að þeir Texas-búar sem tilkynna þungunarrof geti átt rétt á umbun að jafnvirði 1,3 milljón íslenskra króna. „Þeir eru búnir að setja upp vefsíðu þar sem þú getur beðið um að kæra nágranna þinn sem vill fara í fóstureyðingu eða hefur farið [í fóstureyðingu],“ segir Kristín. „En maður hefur áhyggjur af því að þetta færist yfir á svarta markaðinn, hvernig á maður að fá fóstureyðingu? Og svo er heilbrigðiskerfið eins og það er, þú þarft að eiga peninga til að geta farið til læknis. Það er eiginlega það sem maður hræðist mest. Þú sérð hvað fólk getur orðið reitt yfir þessu, og mínar stelpur eru akkúrat að koma á þann aldur, hver veit þær gætu þurft á þessu að halda?“ Kristín lýsir því að gjá hafi myndast milli repúblikana sem settu lögin og almennings í Texas. „Meirihlutinn er á móti þessu þegar þú spyrð almenning. Ég hef ekki hitt neina konu sem eru með þessu, meira að segja kaþólskt trúaðar konur.“ Bandaríkin Þungunarrof Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. 3. september 2021 11:45 Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01 Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Með lögunum, sem kölluð eru „hjartsláttarlög“, er þungunarrof bannað eftir að „hjartsláttur“ fósturs er greinanlegur, sem er í kringum sjöttu viku meðgöngu. Það er áður en flestar konur átta sig á því að þær eru óléttar. Kristín Gestsdóttir hefur búið í Houston í Texas ásamt eiginmanni sínum, Paul Evans, og tveimur dætrum, Holly Lilju og Kate Ísafold, í tíu ár. „Maður er náttúrulega í hálfgerðu sjokki, þetta kom svo fljótt að og það eru búin að vera svo mörg lög og þau eru að vissu leyti öll tengd,“ segir Kristín og vísar þar til þess að reynt hafi verið að koma á sambærilegum lögum í öðrum ríkjum en alríkisdómstólar fellt þau úr gildi - þar til nú í vikunni. Repúblikanar í Texas sömdu lögin enda sérstaklega til að gera alríkisdómstólum erfitt að stöðva gildistöku þeirra. „En þetta þýðir náttúrulega að það er búið að banna fóstureyðingar í Texas,“ segir Kristín. Hún bendir á að þeir Texas-búar sem tilkynna þungunarrof geti átt rétt á umbun að jafnvirði 1,3 milljón íslenskra króna. „Þeir eru búnir að setja upp vefsíðu þar sem þú getur beðið um að kæra nágranna þinn sem vill fara í fóstureyðingu eða hefur farið [í fóstureyðingu],“ segir Kristín. „En maður hefur áhyggjur af því að þetta færist yfir á svarta markaðinn, hvernig á maður að fá fóstureyðingu? Og svo er heilbrigðiskerfið eins og það er, þú þarft að eiga peninga til að geta farið til læknis. Það er eiginlega það sem maður hræðist mest. Þú sérð hvað fólk getur orðið reitt yfir þessu, og mínar stelpur eru akkúrat að koma á þann aldur, hver veit þær gætu þurft á þessu að halda?“ Kristín lýsir því að gjá hafi myndast milli repúblikana sem settu lögin og almennings í Texas. „Meirihlutinn er á móti þessu þegar þú spyrð almenning. Ég hef ekki hitt neina konu sem eru með þessu, meira að segja kaþólskt trúaðar konur.“
Bandaríkin Þungunarrof Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. 3. september 2021 11:45 Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01 Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. 3. september 2021 11:45
Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01
Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent