Virkjar ungdóminn til að efla menningarlífið í landinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. september 2021 11:00 Ásrún Magnúsdóttir dansari ætlar að hjálpa ungu fólki sem langar að stefna á heim sviðslista. Vísir/Vilhelm Ásrún Magnúsdóttir dansari og danshöfundur er að stofna nýjan skóla fyrir ungt fólk á aldrinum þrettán til átján ára. Skólinn er fyrir unglinga sem langar til þess að verða listamenn, sýningarstjórar, aktívistar eða hvað sem er sem er tengt menningu og listum. „Þau munu sjálf ráða sér sína eigin kennara sem ætla að leiðbeina þeim í allan vetur. Unglingarnir sem taka þátt í þessu prógrammi skipuleggja síðan aðra viðburði fyrir aðra unglinga, list-og fræðsluviðburði og munu halda sína eigin hátíð,“ segir Ásrún Magnúsdóttir í samtali við Vísi. Skólinn heitir Litla systir og er litla systir Reykjavík Dance Festival. Ásrún er bæði dansari og danshöfundur en hefur starfað í ýmsum öðrum geirum sviðslista. „Litla systir er óhefðbundinn skóli fyrir ungt fólk sem vill skilja heiminn aðeins betur í gegnum listir,“ útskýrir Ásrún. Það verða aðeins tíu nemendur í skólanum þegar hann fer af stað og leitar Ásrún nú að þeim nemendum. Snýst um listir og lýðræði „Þessir þrettán til átján ára nemendur mynda teymi Litlu systur og ætla af stað með ólík verkefni tengd listum og menningu fyrir ungt fólk. Litla systir á að vera samansafn ólíkra ungmenna úr ólíkum áttum. Þetta er ný tilraun í því að virkja ungdóminn til að efla menningarlífið í landinu. Við viljum gefa ungmennum ábyrgð sem á að leiða til áhrifa,“ segir Ásrún. „Litla systir ræður sína eigin kennara til þess að leiðbeina sér í því að skapa list og fræðslu ætlað teyminu sjálfu en einnig öðrum unglingum. Litla systir heldur úti vefsíðu og skipuleggur listviðburði þar sem markhópurinn er ungt fólk. Litla systir er menntandi, ögrandi og hvetjandi og snýst um listir og lýðræði.“ Breyta heiminum með list Skólinn verður á vegum Ásrúnar og Reykjavík Dance Festiival. „Litla systir eru listamenn, sýningarstjórar og aktívistar morgundagsins. Nú leitum við að ungu fólki til þess að mynda teymi Litlu systur veturinn 2021 til 2022. Við munum hittast vikulega í allan vetur og hlúa að ólíkum verkefnum.“ 'Eins og áður segir þurfa ungmennin að vera fædd á árunum 2003 til 2008. Umsækjendur skulu skrifa stutt kynningarbréf, hálf til ein síða, og taka fram af hverju þau vilji vera með í Litlu systur. Umsóknir skal senda á litlasystir@reykjavikdancefestival.is fyrir 12. september. „Haft verður samband við alla umsækjendur og allir boðaðir í stutt viðtöl og í framhaldi af því verður Litla systir skipuð,“ segir Ásrún. „Litla systir eiga að vera ungmenni sem vilja verða listamenn, halda listviðburði, sýningarstjórar, stjórnmálafólk eða ungir aktívistar sem vilja breyta heiminum með list. Litla systir á að geta gengið í öll þau störf sem fylgja því að skapa öflugt menningarlíf.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Dans Leikhús Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Þau munu sjálf ráða sér sína eigin kennara sem ætla að leiðbeina þeim í allan vetur. Unglingarnir sem taka þátt í þessu prógrammi skipuleggja síðan aðra viðburði fyrir aðra unglinga, list-og fræðsluviðburði og munu halda sína eigin hátíð,“ segir Ásrún Magnúsdóttir í samtali við Vísi. Skólinn heitir Litla systir og er litla systir Reykjavík Dance Festival. Ásrún er bæði dansari og danshöfundur en hefur starfað í ýmsum öðrum geirum sviðslista. „Litla systir er óhefðbundinn skóli fyrir ungt fólk sem vill skilja heiminn aðeins betur í gegnum listir,“ útskýrir Ásrún. Það verða aðeins tíu nemendur í skólanum þegar hann fer af stað og leitar Ásrún nú að þeim nemendum. Snýst um listir og lýðræði „Þessir þrettán til átján ára nemendur mynda teymi Litlu systur og ætla af stað með ólík verkefni tengd listum og menningu fyrir ungt fólk. Litla systir á að vera samansafn ólíkra ungmenna úr ólíkum áttum. Þetta er ný tilraun í því að virkja ungdóminn til að efla menningarlífið í landinu. Við viljum gefa ungmennum ábyrgð sem á að leiða til áhrifa,“ segir Ásrún. „Litla systir ræður sína eigin kennara til þess að leiðbeina sér í því að skapa list og fræðslu ætlað teyminu sjálfu en einnig öðrum unglingum. Litla systir heldur úti vefsíðu og skipuleggur listviðburði þar sem markhópurinn er ungt fólk. Litla systir er menntandi, ögrandi og hvetjandi og snýst um listir og lýðræði.“ Breyta heiminum með list Skólinn verður á vegum Ásrúnar og Reykjavík Dance Festiival. „Litla systir eru listamenn, sýningarstjórar og aktívistar morgundagsins. Nú leitum við að ungu fólki til þess að mynda teymi Litlu systur veturinn 2021 til 2022. Við munum hittast vikulega í allan vetur og hlúa að ólíkum verkefnum.“ 'Eins og áður segir þurfa ungmennin að vera fædd á árunum 2003 til 2008. Umsækjendur skulu skrifa stutt kynningarbréf, hálf til ein síða, og taka fram af hverju þau vilji vera með í Litlu systur. Umsóknir skal senda á litlasystir@reykjavikdancefestival.is fyrir 12. september. „Haft verður samband við alla umsækjendur og allir boðaðir í stutt viðtöl og í framhaldi af því verður Litla systir skipuð,“ segir Ásrún. „Litla systir eiga að vera ungmenni sem vilja verða listamenn, halda listviðburði, sýningarstjórar, stjórnmálafólk eða ungir aktívistar sem vilja breyta heiminum með list. Litla systir á að geta gengið í öll þau störf sem fylgja því að skapa öflugt menningarlíf.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Dans Leikhús Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira