Stjórnmálaflokkar fá falleinkunn Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 4. september 2021 11:30 Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. Aðeins 3 flokkar í framboði til Alþingis eru raunverulegir valkostir þeirra kjósenda sem annt er um hagi jarðarinnar. Píratar, Vinstri Græn og Viðreisn voru þeir flokkar sem voru áberandi hæstir á kvarðanum á meðan aðrir flokkar fengu falleinkunn. Af 100 stigum var enginn annar flokkur en þessir 3 sem fengu einkunn yfir 50 stig. Vel er að merkja að það munar tæplega 5 stigum á 1. sæti og því þriðja en 27,5 stigi á 3. og 4. sæti. Augljóslega eru umhverfismál ekki forgangsmál allra þó að hagsmunir allra jarðarbúa liggi undir. Niðurstöður úr einkunnagjöf Ungra umhverfissinna á stefnumálum flokkanna í umhverfismálum. Ef við viljum að raunverulega sé tekið á þessum málaflokki á næsta kjörtímabili þá þarf að kjósa okkur frá kyrrstöðunni sem núverandi ríkisstjórn býður upp á. Því vekur það upp spurningar að sjá Vinstri Græn með svo metnaðarfulla stefnu korter í kosningar en þau hafa haft umhverfisráðuneytið á sínu borði síðustu 4 árin. Hvar var þessi stefna allan þann tíma? Sömuleiðis er það eitt verst falda leyndarmál stjórnmálanna að flokkurinn ætlar sér að reyna við stjórnarmyndun með flokkum sem sitja með þeim í ríkisstjórn núna. Flokkum sem fengu falleinkunn á Sólarkvarðanum og setja sér ekki metnaðarfull markmið í málaflokknum. Ég efa að með slíku samstarfi hljóti metnaðarfullar aðgerðir í umhverfismálum gott brautargengi. Það hljóta allir umhverfissinnar að sjá tvískinnunginn í því. En hvernig stendur á því að Viðreisn, sem að mati sumra er einsmálsflokkur sem talar víst bara um ESB, hafi verið meðal efstu þriggja flokkanna í málaflokknum? Að Viðreisn sé í 1. sæti í Hringrásarsamfélaginu, 2. sæti í Loftslagsmálum og 3. sæti í Náttúruvernd? Við því er einfalt svar. Umhverfismál eru ekki hægri/vinstri stjórnmál heldur eru öll mál umhverfismál. Allir flokkar, sama hvar þeir falla á hinum pólitíska ás, eiga að setja sér metnaðarfulla stefnu með nauðsynlegum, framkvæmanlegum markmiðum sem taka á því neyðarástandi sem ríkir. Við viljum að loftslagsáherslur séu í forgrunni allrar ákvarðanatöku. Ísland á að gera miklu meira en bara að uppfylla lágmarkskröfur alþjóðlegra samninga. Við höfum alla burði til þess að gera miklu betur. Fyrst og fremst þarf að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir strax svo við náum 7,6% samdrætti á heildarlosun árlega, í samræmi við ákall vísindasamfélagsins. Grunnstefið í okkar stefnu er mengunarbótareglan, þ.e. sá borgar sem mengar, ergo sá sparar sem er umhverfisvænn. Þannig leggjum við meiri ábyrgð á þá sem valda vandkvæðunum en gætum þó sanngirni með tekjuhlutlausu kerfi. Auðlindir okkar eru takmarkaðar og því þarf að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra. Sú sýn skilaði okkur 1. sæti í Hringrásarsamfélaginu á Sólarkvarðanum, enda mikilvægt að samfélagið hvetji til umhverfisvænnar framleiðslu og neyslu. Framleiðendur ættu að útvega upplýsingar um það kolefnisspor sem fylgir vörum þeirra. Þannig geta neytendur valið, ekki bara milli verðs, heldur einnig loftslagsáhrifa. Ef fólk getur séð kolefnisfótspor á vörum er valið skýrara. Þetta og meira til tryggði Viðreisn góða einkunn á Sólarkvarða Ungra umhverfissinna. Ljóst er að umhverfismál eru mál sem allir flokkar geta tileinkað sér, sé viljinn fyrir hendi. Nú er mér spurn, hvert leita umhverfissinnaðir kjósendur? Leita þeir í arma íhaldsins sem sækist eftir ríkisstjórn með flokkum sem fá falleinkunn í umhverfismálum eða til flokka sem fórna ekki hugsjónum fyrir valdastóla. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Umhverfismál Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. Aðeins 3 flokkar í framboði til Alþingis eru raunverulegir valkostir þeirra kjósenda sem annt er um hagi jarðarinnar. Píratar, Vinstri Græn og Viðreisn voru þeir flokkar sem voru áberandi hæstir á kvarðanum á meðan aðrir flokkar fengu falleinkunn. Af 100 stigum var enginn annar flokkur en þessir 3 sem fengu einkunn yfir 50 stig. Vel er að merkja að það munar tæplega 5 stigum á 1. sæti og því þriðja en 27,5 stigi á 3. og 4. sæti. Augljóslega eru umhverfismál ekki forgangsmál allra þó að hagsmunir allra jarðarbúa liggi undir. Niðurstöður úr einkunnagjöf Ungra umhverfissinna á stefnumálum flokkanna í umhverfismálum. Ef við viljum að raunverulega sé tekið á þessum málaflokki á næsta kjörtímabili þá þarf að kjósa okkur frá kyrrstöðunni sem núverandi ríkisstjórn býður upp á. Því vekur það upp spurningar að sjá Vinstri Græn með svo metnaðarfulla stefnu korter í kosningar en þau hafa haft umhverfisráðuneytið á sínu borði síðustu 4 árin. Hvar var þessi stefna allan þann tíma? Sömuleiðis er það eitt verst falda leyndarmál stjórnmálanna að flokkurinn ætlar sér að reyna við stjórnarmyndun með flokkum sem sitja með þeim í ríkisstjórn núna. Flokkum sem fengu falleinkunn á Sólarkvarðanum og setja sér ekki metnaðarfull markmið í málaflokknum. Ég efa að með slíku samstarfi hljóti metnaðarfullar aðgerðir í umhverfismálum gott brautargengi. Það hljóta allir umhverfissinnar að sjá tvískinnunginn í því. En hvernig stendur á því að Viðreisn, sem að mati sumra er einsmálsflokkur sem talar víst bara um ESB, hafi verið meðal efstu þriggja flokkanna í málaflokknum? Að Viðreisn sé í 1. sæti í Hringrásarsamfélaginu, 2. sæti í Loftslagsmálum og 3. sæti í Náttúruvernd? Við því er einfalt svar. Umhverfismál eru ekki hægri/vinstri stjórnmál heldur eru öll mál umhverfismál. Allir flokkar, sama hvar þeir falla á hinum pólitíska ás, eiga að setja sér metnaðarfulla stefnu með nauðsynlegum, framkvæmanlegum markmiðum sem taka á því neyðarástandi sem ríkir. Við viljum að loftslagsáherslur séu í forgrunni allrar ákvarðanatöku. Ísland á að gera miklu meira en bara að uppfylla lágmarkskröfur alþjóðlegra samninga. Við höfum alla burði til þess að gera miklu betur. Fyrst og fremst þarf að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir strax svo við náum 7,6% samdrætti á heildarlosun árlega, í samræmi við ákall vísindasamfélagsins. Grunnstefið í okkar stefnu er mengunarbótareglan, þ.e. sá borgar sem mengar, ergo sá sparar sem er umhverfisvænn. Þannig leggjum við meiri ábyrgð á þá sem valda vandkvæðunum en gætum þó sanngirni með tekjuhlutlausu kerfi. Auðlindir okkar eru takmarkaðar og því þarf að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra. Sú sýn skilaði okkur 1. sæti í Hringrásarsamfélaginu á Sólarkvarðanum, enda mikilvægt að samfélagið hvetji til umhverfisvænnar framleiðslu og neyslu. Framleiðendur ættu að útvega upplýsingar um það kolefnisspor sem fylgir vörum þeirra. Þannig geta neytendur valið, ekki bara milli verðs, heldur einnig loftslagsáhrifa. Ef fólk getur séð kolefnisfótspor á vörum er valið skýrara. Þetta og meira til tryggði Viðreisn góða einkunn á Sólarkvarða Ungra umhverfissinna. Ljóst er að umhverfismál eru mál sem allir flokkar geta tileinkað sér, sé viljinn fyrir hendi. Nú er mér spurn, hvert leita umhverfissinnaðir kjósendur? Leita þeir í arma íhaldsins sem sækist eftir ríkisstjórn með flokkum sem fá falleinkunn í umhverfismálum eða til flokka sem fórna ekki hugsjónum fyrir valdastóla. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun