Ellefu rannsóknastofur Landspítala sameinaðar á einum stað Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2021 18:31 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýju rannsóknahúsi ásamt Páli Matthíassyni, Unni Brá Konráðsdóttur og Jóni Atla Benediktssyni í dag. Stöð 2/Einar Framkvæmdir hófust við næst stærstu byggingu nýs Landspítala í dag þar sem allar rannsóknarstofur hans munu sameinast undir einu þaki. Heilbrigðisráðherra og forstjóri spítalans segja nýbyggingar hans eiga eftir að valda byltingu í starfsemi hans. Svandís Svavarsdóttir var glöð í bragði á þessum tímamótum í uppbyggingu nýs Landspítala.Stöð 2/Einar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju 17.500 fermetra rannsóknahúsi Landspítalans ásamt Páli Matthíassyni forstjóra spítalans, Unni Brá Konráðsdóttur, formanni stýrihóps og Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands. Áður hafði verið skrifað undir samning við Háfell verktaka sem byrjar framkvæmdir strax á morgun. Svandís segir upphaf framkvæmdanna stóra stund í uppbyggingu nýs Landspítala. „Já þetta er stór stund. Þetta er næst stærsta húsið í þessu stóra verkefni. Þetta er rannsóknahús sem er sautján þúsund fermetrar og mun hýsa starfsemi sem er í raun og veru út um alla borg. Meðal annars sýkla og veirufræðideild sem við erum farin að þekkja mjög vel og les úr PCR prófunum sem er verið að taka í kringum Covid,“ sagði heilbrigðisráðherra. Páll Matthíasson segir nýja rannsóknahúsið ásamt meðferðakjarnanum eiga eftir að gjörbylta starfsemi spítalans.Stöð 2/Einar Mikilvægur áfangi Rannsóknahúsið mun rísa á milli Læknagarðs og BSÍ. Forstjóri spítalans segir þetta sex hæða hús ásamt kjallara muni efla alla rannsóknastarfsemi spítalans. Byrjað er að steypa upp grunn meðferðakjarnans ofar í lóðinni en hann verður eitt stærsta hús Ísland eða sjötíu þúsund fermetrar. „Meðferðakjarninn mun ekki virka nema rannsóknahúsið sé við hliðina. Þannig að þetta er auðvitað mjög mikilvægur áfangi. Næst stærsta byggingin sem sameinar í rauninni ellefu rannsóknastofur á einum stað. Skapar nútímaumgjörð um þá hátækni læknisfræði sem við viljum veita á Landspítalanum,“ sagði Páll. Báðar byggingarnar eiga að vera tilbúnar undir starfsemi árið 2026. Byggingarsvæðið er á milli Læknagarðs og BSÍ.Vísir/Einar Heldur þú að þú verðir heilbrigðisráðherra þegar þessar tvær byggingar verða teknar í gagnið? „Það verður að koma í ljós. Ég held að við verðum að byrja á því að kjósa. En aðalatriðið er, og mjög mikilvægt, að það hefur ríkt mjög mikil samstaða um þessi verkefni. Ekki síst eftir að þau komust í alvörunni af stað,” sagði Svandís Svavarsdóttir. Landspítalinn Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn á gjörgæslu vegna Covid-19 Af þeim tíu sjúklingum sem nú liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19 er enginn á gjörgæslu. 1. september 2021 14:58 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir var glöð í bragði á þessum tímamótum í uppbyggingu nýs Landspítala.Stöð 2/Einar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju 17.500 fermetra rannsóknahúsi Landspítalans ásamt Páli Matthíassyni forstjóra spítalans, Unni Brá Konráðsdóttur, formanni stýrihóps og Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands. Áður hafði verið skrifað undir samning við Háfell verktaka sem byrjar framkvæmdir strax á morgun. Svandís segir upphaf framkvæmdanna stóra stund í uppbyggingu nýs Landspítala. „Já þetta er stór stund. Þetta er næst stærsta húsið í þessu stóra verkefni. Þetta er rannsóknahús sem er sautján þúsund fermetrar og mun hýsa starfsemi sem er í raun og veru út um alla borg. Meðal annars sýkla og veirufræðideild sem við erum farin að þekkja mjög vel og les úr PCR prófunum sem er verið að taka í kringum Covid,“ sagði heilbrigðisráðherra. Páll Matthíasson segir nýja rannsóknahúsið ásamt meðferðakjarnanum eiga eftir að gjörbylta starfsemi spítalans.Stöð 2/Einar Mikilvægur áfangi Rannsóknahúsið mun rísa á milli Læknagarðs og BSÍ. Forstjóri spítalans segir þetta sex hæða hús ásamt kjallara muni efla alla rannsóknastarfsemi spítalans. Byrjað er að steypa upp grunn meðferðakjarnans ofar í lóðinni en hann verður eitt stærsta hús Ísland eða sjötíu þúsund fermetrar. „Meðferðakjarninn mun ekki virka nema rannsóknahúsið sé við hliðina. Þannig að þetta er auðvitað mjög mikilvægur áfangi. Næst stærsta byggingin sem sameinar í rauninni ellefu rannsóknastofur á einum stað. Skapar nútímaumgjörð um þá hátækni læknisfræði sem við viljum veita á Landspítalanum,“ sagði Páll. Báðar byggingarnar eiga að vera tilbúnar undir starfsemi árið 2026. Byggingarsvæðið er á milli Læknagarðs og BSÍ.Vísir/Einar Heldur þú að þú verðir heilbrigðisráðherra þegar þessar tvær byggingar verða teknar í gagnið? „Það verður að koma í ljós. Ég held að við verðum að byrja á því að kjósa. En aðalatriðið er, og mjög mikilvægt, að það hefur ríkt mjög mikil samstaða um þessi verkefni. Ekki síst eftir að þau komust í alvörunni af stað,” sagði Svandís Svavarsdóttir.
Landspítalinn Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn á gjörgæslu vegna Covid-19 Af þeim tíu sjúklingum sem nú liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19 er enginn á gjörgæslu. 1. september 2021 14:58 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Enginn á gjörgæslu vegna Covid-19 Af þeim tíu sjúklingum sem nú liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19 er enginn á gjörgæslu. 1. september 2021 14:58