Breytingarnar verða að koma frá okkur Drífa Snædal skrifar 3. september 2021 15:00 Kosningabaráttan er nú í algleymi og Alþýðusambandið lætur ekki sitt eftir liggja í þeirri samfélagsumræðu sem fylgir. Markmið okkar er að kjósendur séu eins vel upplýstir um eigin hagsmuni og mögulegt er og frambjóðendur þurfi að standa skil á þeim málefnum sem brenna helst á launafólki. Í vor lögðum við línurnar um stóru málin; afkomuöryggi, húsnæðismál, heilbrigðismál, menntamál og jöfnuð og það er ánægjulegt að sjá okkar málflutning vera ofarlega á baugi í lýðræðisumræðunni. Í kjölfarið höfum við átt opið samtal við formenn eða fulltrúa allra flokka sem mælast inni á þingi, nú um mundir má hlusta á hlaðvarpsþætti um hvern málaflokk í hlaðvarpi ASÍ og á fimmtudag í næstu viku þann 9. september kl. 11 eru allir formennirnir boðaðir í pallborðsumræðu sem verður í opinni dagskrá á netinu. Við hvetjum launafólk og almenning allan til að fylgjast vel með og ekki síst nýta atkvæðisréttinn sinn í komandi kosningum. Kynferðislegt ofbeldi og áreitni er staðreynd og litar stöðu kynjanna í okkar samfélagi. Á miðstjórnarfundi ASÍ síðastliðinn miðvikudag kynnti Varða - rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins nýja könnun um mál sem koma inn á borð stéttarfélaga og varða kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi og einelti. Ljóst er að aðildarfélög ASÍ og trúnaðarmenn á vinnustöðum þurfa aukinn stuðning og fræðslu til að aðstoða þolendur og jafnvel gerendur þegar upp koma mál á vinnustöðum eða í tengslum við þá. ASÍ mun á næstunni auka fræðslu og þekkingu og nesta aðildarfélögin enn frekar en nú er gert. Verkalýðshreyfingin þarf og ætlar sér að vera hluti af þeirri menningarbreytingu sem nauðsynleg er, bæði til að sinna sínu hlutverki gagnvart félagsmönnum og axla ábyrgð á öryggi fólks í víðtæku félagsstarfi innan hreyfingarinnar. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kynferðisofbeldi Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Kosningabaráttan er nú í algleymi og Alþýðusambandið lætur ekki sitt eftir liggja í þeirri samfélagsumræðu sem fylgir. Markmið okkar er að kjósendur séu eins vel upplýstir um eigin hagsmuni og mögulegt er og frambjóðendur þurfi að standa skil á þeim málefnum sem brenna helst á launafólki. Í vor lögðum við línurnar um stóru málin; afkomuöryggi, húsnæðismál, heilbrigðismál, menntamál og jöfnuð og það er ánægjulegt að sjá okkar málflutning vera ofarlega á baugi í lýðræðisumræðunni. Í kjölfarið höfum við átt opið samtal við formenn eða fulltrúa allra flokka sem mælast inni á þingi, nú um mundir má hlusta á hlaðvarpsþætti um hvern málaflokk í hlaðvarpi ASÍ og á fimmtudag í næstu viku þann 9. september kl. 11 eru allir formennirnir boðaðir í pallborðsumræðu sem verður í opinni dagskrá á netinu. Við hvetjum launafólk og almenning allan til að fylgjast vel með og ekki síst nýta atkvæðisréttinn sinn í komandi kosningum. Kynferðislegt ofbeldi og áreitni er staðreynd og litar stöðu kynjanna í okkar samfélagi. Á miðstjórnarfundi ASÍ síðastliðinn miðvikudag kynnti Varða - rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins nýja könnun um mál sem koma inn á borð stéttarfélaga og varða kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi og einelti. Ljóst er að aðildarfélög ASÍ og trúnaðarmenn á vinnustöðum þurfa aukinn stuðning og fræðslu til að aðstoða þolendur og jafnvel gerendur þegar upp koma mál á vinnustöðum eða í tengslum við þá. ASÍ mun á næstunni auka fræðslu og þekkingu og nesta aðildarfélögin enn frekar en nú er gert. Verkalýðshreyfingin þarf og ætlar sér að vera hluti af þeirri menningarbreytingu sem nauðsynleg er, bæði til að sinna sínu hlutverki gagnvart félagsmönnum og axla ábyrgð á öryggi fólks í víðtæku félagsstarfi innan hreyfingarinnar. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun