Pétur Jakob Pétursson ráðinn til HPP, prótínverksmiðju Héðins Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. september 2021 12:10 Pétur Jakob Pétursson. Vísir/Aðsent Pétur Jakob Pétursson hefur verið ráðinn markaðs- og sölustjóri hjá HPP, en HPP er háþróuð prótínverksmiðja sem hönnuð var frá grunni og smíðuð hjá Héðni. Með HPP geta sjávarútvegsfyrirtæki fullnýtt aflann hundrað prósent með framleiðslu á lýsi og fiskmjöli, jafnt á landi sem um borð í skipum. Pétur Jakob er sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og Tromsö. Pétur Jakob er með fjölbreytta reynslu úr sjávarútvegi. Hann var sölustjóri hjá Skaganum 3X áður en hann kom til Héðins. Hann starfaði meðal annars sem innkaupastjóri DeutscheSee, sem er stærsti fiskframleiðendandi í Þýskalandi og með stærstu vefverslun með fisk í Evrópusambandinu, með aðsetur í Bremerhaven og sinnti framleiðslu- og gæðastýringu hjá Samherja til margra ára. Í tilkynningu segir að Héðinn hafi fjárfest rúmum milljarði króna í þróun HPP og að umsvif próteinverksmiðjunnar hafi aukist ár frá ári. HPP byggir á nýrri nálgun við vinnslu afurðanna, sem sparar orku, rými, mannafla og skilar jafnari gæðum. HPP er nú að finna um borð í frystitogurum Ramma, Brims og Samherja og dótturfélaga þeirra, og í skipum erlendra útgerða. Þá kemur fram að smíði sé nú þegar hafin á nýrri 380 tonna HPP verksmiðju fyrir Síldarvinnsluna í Neskaupsstað og að stutt sé síðan Gröntvedt Nutri í Noregi tók 350 tonna HPP í notkun til að fá 100 prósent nýtingu hráefnis við vinnslu á makríl og síld. „Það er afar spennandi að ganga til liðs við Héðin í þessari vegferð. Fyrirtækið fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Héðinn hefur yfir gríðarlegum mannauði að ráða í verkviti og verkkunnáttu hjá smiðjufólki, tæknifræðingum og verkfræðingum. Sjávarútvegurinn leggur áherslu á að skapa sem mest verðmæti og með HPP geta fyrirtækin náð 100% nýtingu aflans og hámarkað virði hans. Framsækin fyrirtæki í sjávarútvegi hafa áttað sig á þeim auknu verðmætum sem HPP skapar. Það eru ekki margir sem geta státað af því að gera heiminn örlítið grænni en þeir komu að honum, en sú er raunin hvað HPP varðar,“ er haft eftir Pétri Jakobi í tilkynningu. Sjávarútvegur Nýsköpun Vistaskipti Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Pétur Jakob er sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og Tromsö. Pétur Jakob er með fjölbreytta reynslu úr sjávarútvegi. Hann var sölustjóri hjá Skaganum 3X áður en hann kom til Héðins. Hann starfaði meðal annars sem innkaupastjóri DeutscheSee, sem er stærsti fiskframleiðendandi í Þýskalandi og með stærstu vefverslun með fisk í Evrópusambandinu, með aðsetur í Bremerhaven og sinnti framleiðslu- og gæðastýringu hjá Samherja til margra ára. Í tilkynningu segir að Héðinn hafi fjárfest rúmum milljarði króna í þróun HPP og að umsvif próteinverksmiðjunnar hafi aukist ár frá ári. HPP byggir á nýrri nálgun við vinnslu afurðanna, sem sparar orku, rými, mannafla og skilar jafnari gæðum. HPP er nú að finna um borð í frystitogurum Ramma, Brims og Samherja og dótturfélaga þeirra, og í skipum erlendra útgerða. Þá kemur fram að smíði sé nú þegar hafin á nýrri 380 tonna HPP verksmiðju fyrir Síldarvinnsluna í Neskaupsstað og að stutt sé síðan Gröntvedt Nutri í Noregi tók 350 tonna HPP í notkun til að fá 100 prósent nýtingu hráefnis við vinnslu á makríl og síld. „Það er afar spennandi að ganga til liðs við Héðin í þessari vegferð. Fyrirtækið fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Héðinn hefur yfir gríðarlegum mannauði að ráða í verkviti og verkkunnáttu hjá smiðjufólki, tæknifræðingum og verkfræðingum. Sjávarútvegurinn leggur áherslu á að skapa sem mest verðmæti og með HPP geta fyrirtækin náð 100% nýtingu aflans og hámarkað virði hans. Framsækin fyrirtæki í sjávarútvegi hafa áttað sig á þeim auknu verðmætum sem HPP skapar. Það eru ekki margir sem geta státað af því að gera heiminn örlítið grænni en þeir komu að honum, en sú er raunin hvað HPP varðar,“ er haft eftir Pétri Jakobi í tilkynningu.
Sjávarútvegur Nýsköpun Vistaskipti Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira