Oddvitaáskorunin: Brennur fyrir því að bæta samfélagið Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2021 21:00 Ásmundur Einar Daðason. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ásmundur Einar Daðason leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í þingkosningunum. „Þegar ég varð félags- og barnamálaráðherra var ég staðráðinn í að koma í gegn raunverulegum kerfisbreytingum á kjörtímabilinu í málefnum barna og fjölskyldna. Við lögðum hart að okkur á kjörtímabilinu og unnum með fjölbreyttum og færum hópi fólks að því að ná fram umbótum. Vinnan bar árangur, okkur tókst að smíða grunn að nýju kerfi sem á að grípa börn og fjölskyldur þeirra þegar þau þurfa mest á aðstoð að halda. Grunnurinn tryggir að þau falli ekki á milli kerfa sveitarfélaga og ríkisstofnana.“ „Þetta eru einhverjar mestu breytingar sem gerðar hafa verið fyrir umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Börnin eru hjartað í þessu nýja kerfi. En verkefninu er ekki lokið. Fleiri hópar þurfa nauðsynlega á sömu umbótum að halda; eldri borgarar, þolendur, aðstandendur og fangar, svo dæmi séu nefnd. Það er nefnilega þannig að besta fjárfestingin sem við getum gert er fjárfesting í fólki. Fólkinu sem drífur hlutina áfram. Ég brenn fyrir því að gera samfélagið okkar betra fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, fyrir fólk sem þarf á hjálp að halda. Til þess að geta haldið vinnunni áfram þarf ég þinn stuðning í september.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru svo margir staðir. Ásbyrgi í Öxarfirði á fallegum degi. Hvað færðu þér í bragðaref? Er ekki mikið fyrir bragðaref. Dæturnar panta yfirleitt fyrir mig. Uppáhalds bók? Engin ákveðin. Arnaldur alltaf góður. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Back for good“ með Backstreet boys 😊 Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Grindavík. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Netflix, útivera með fjölskyldu og spilakvöld með dætrunum. Hvað tekur þú í bekk? Alltof lítið… Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Vinna með börnum. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hættu þessu rugli. Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi. Besti fimmaurabrandarinn? Enginn sérstakur. Ein sterkasta minningin úr æsku? Pass. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Eleanor Roosewelt. Besta íslenska Eurovision-lagið? „Ég á líf“ með Eyþóri Inga. Besta frí sem þú hefur farið í? Ekkert eitt sem stendur uppúr. Alltaf jafn gaman að fara eitthvað með fjölskyldunni. Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari og franskar. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Boocia atriðið með Jóni Gnarr. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Svarið við þessari spurningu þolir ekki dagsljósið 😉 Rómantískasta uppátækið? Heilt yfir eru það góðar helgarferðir með minni heitt elskuðu. Alltaf jafn rómantískt. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í þingkosningunum. „Þegar ég varð félags- og barnamálaráðherra var ég staðráðinn í að koma í gegn raunverulegum kerfisbreytingum á kjörtímabilinu í málefnum barna og fjölskyldna. Við lögðum hart að okkur á kjörtímabilinu og unnum með fjölbreyttum og færum hópi fólks að því að ná fram umbótum. Vinnan bar árangur, okkur tókst að smíða grunn að nýju kerfi sem á að grípa börn og fjölskyldur þeirra þegar þau þurfa mest á aðstoð að halda. Grunnurinn tryggir að þau falli ekki á milli kerfa sveitarfélaga og ríkisstofnana.“ „Þetta eru einhverjar mestu breytingar sem gerðar hafa verið fyrir umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Börnin eru hjartað í þessu nýja kerfi. En verkefninu er ekki lokið. Fleiri hópar þurfa nauðsynlega á sömu umbótum að halda; eldri borgarar, þolendur, aðstandendur og fangar, svo dæmi séu nefnd. Það er nefnilega þannig að besta fjárfestingin sem við getum gert er fjárfesting í fólki. Fólkinu sem drífur hlutina áfram. Ég brenn fyrir því að gera samfélagið okkar betra fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, fyrir fólk sem þarf á hjálp að halda. Til þess að geta haldið vinnunni áfram þarf ég þinn stuðning í september.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru svo margir staðir. Ásbyrgi í Öxarfirði á fallegum degi. Hvað færðu þér í bragðaref? Er ekki mikið fyrir bragðaref. Dæturnar panta yfirleitt fyrir mig. Uppáhalds bók? Engin ákveðin. Arnaldur alltaf góður. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Back for good“ með Backstreet boys 😊 Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Grindavík. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Netflix, útivera með fjölskyldu og spilakvöld með dætrunum. Hvað tekur þú í bekk? Alltof lítið… Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Vinna með börnum. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hættu þessu rugli. Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi. Besti fimmaurabrandarinn? Enginn sérstakur. Ein sterkasta minningin úr æsku? Pass. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Eleanor Roosewelt. Besta íslenska Eurovision-lagið? „Ég á líf“ með Eyþóri Inga. Besta frí sem þú hefur farið í? Ekkert eitt sem stendur uppúr. Alltaf jafn gaman að fara eitthvað með fjölskyldunni. Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari og franskar. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Boocia atriðið með Jóni Gnarr. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Svarið við þessari spurningu þolir ekki dagsljósið 😉 Rómantískasta uppátækið? Heilt yfir eru það góðar helgarferðir með minni heitt elskuðu. Alltaf jafn rómantískt.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira