Börn sem ættu að sleppa við sóttkví þurfa samt í sóttkví vegna undirbúningsleysis Snorri Másson skrifar 31. ágúst 2021 21:25 Hraðpróf á fyrsta og fjórða degi eftir samskipti við smitaðan áttu að leysa ófáan undan sóttkvíarskyldu. En hraðprófin hafa ekki staðið til boða, þrátt fyrir að nýja úrræðið hafi tekið gildi fyrir viku. Vísir/Sigurjón Foreldrar eru margir í óvissu vegna nýrra leiðbeininga um sóttkví barna. Þar er gert ráð fyrir að börn sem ekki eiga í nánum samskiptum við hinn smitaða geti farið tvisvar í hraðpróf og sloppið við sóttkví. Ekkert hraðpróf hefur hins vegar enn verið tekið í þessu skyni. Sóttvarnalæknir gaf út endurskoðaðar leiðbeiningar um sóttkví fyrir tíu dögum, sem tóku svo gildi á þriðjudeginum fyrir viku. Það var til að milda höggið þegar smit kæmu upp í skólum víða um land og þau hafa ekki látið á sér standa. Fjöldi barna er í sóttkví en enn fleiri viðhafa smitgát, eins og þar segir. „Í smitgát geta krakkarnir farið áfram í skólann, fólk getur farið áfram í vinnu, en fer þá í hraðpróf á fyrsta degi og fjórða degi og er síðan laust úr þessu smitgát og þá sóttkví. Þannig að þetta er ákveðin breyting en það er bara ekki komin reynsla á þetta enn þá. Kerfin eru í vinnslu,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis. Hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu er undirbúningur í fullum gangi og vonast fólk til að geta farið að hraðprófa Íslendinga vegna smitgátar í fyrsta lagi í næstu viku. Þangað til má segja að nýja smitgátin sé í raun og veru í skötulíki, af því að hraðprófin eru auðvitað forsendan fyrir því að fólk fái að sleppa við sóttkví. Á þessari stundu eru þau ekki skylda, enda eru þau ekki í boði. Þegar smit greindust í Flataskóla um helgina varð skólastjóranum ljóst að viðbrögð skólans gætu ekki orðið þau sem ferlar sóttvarnalæknis gerðu ráð fyrir, enda stæðu úrræðin einfaldlega ekki til boða. „Nei, við fengum allavega þær upplýsingar á sunnudagskvöld að þetta væri ekki orðið virkt, þannig að við gætum ekki vísað til þessara hraðprófa. Á móti kemur að eins og staðan var hjá okkur í dag var 10% nemenda hjá okkur veikindameldaður, sem ég túlka þannig að fólk hafi tekið þau tilmæli mjög alvarlega að halda krökkunum heima ef það væru einkenni og panta sýnatöku,“ segir Ágúst Frímann Jakobsson skólastjóri í Flataskóla. Að því leyti sé fólk að taka málin í eigin hendur. „Ég held að það sé einkennandi. Það eru allir að spila með og sýna ábyrgð,“ segir Ágúst. Þrátt fyrir að úrræðið sé á þessu stigi ekki alveg komið í gagnið fagnar Ágúst því að smitgát sé valkostur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Sóttvarnalæknir gaf út endurskoðaðar leiðbeiningar um sóttkví fyrir tíu dögum, sem tóku svo gildi á þriðjudeginum fyrir viku. Það var til að milda höggið þegar smit kæmu upp í skólum víða um land og þau hafa ekki látið á sér standa. Fjöldi barna er í sóttkví en enn fleiri viðhafa smitgát, eins og þar segir. „Í smitgát geta krakkarnir farið áfram í skólann, fólk getur farið áfram í vinnu, en fer þá í hraðpróf á fyrsta degi og fjórða degi og er síðan laust úr þessu smitgát og þá sóttkví. Þannig að þetta er ákveðin breyting en það er bara ekki komin reynsla á þetta enn þá. Kerfin eru í vinnslu,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis. Hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu er undirbúningur í fullum gangi og vonast fólk til að geta farið að hraðprófa Íslendinga vegna smitgátar í fyrsta lagi í næstu viku. Þangað til má segja að nýja smitgátin sé í raun og veru í skötulíki, af því að hraðprófin eru auðvitað forsendan fyrir því að fólk fái að sleppa við sóttkví. Á þessari stundu eru þau ekki skylda, enda eru þau ekki í boði. Þegar smit greindust í Flataskóla um helgina varð skólastjóranum ljóst að viðbrögð skólans gætu ekki orðið þau sem ferlar sóttvarnalæknis gerðu ráð fyrir, enda stæðu úrræðin einfaldlega ekki til boða. „Nei, við fengum allavega þær upplýsingar á sunnudagskvöld að þetta væri ekki orðið virkt, þannig að við gætum ekki vísað til þessara hraðprófa. Á móti kemur að eins og staðan var hjá okkur í dag var 10% nemenda hjá okkur veikindameldaður, sem ég túlka þannig að fólk hafi tekið þau tilmæli mjög alvarlega að halda krökkunum heima ef það væru einkenni og panta sýnatöku,“ segir Ágúst Frímann Jakobsson skólastjóri í Flataskóla. Að því leyti sé fólk að taka málin í eigin hendur. „Ég held að það sé einkennandi. Það eru allir að spila með og sýna ábyrgð,“ segir Ágúst. Þrátt fyrir að úrræðið sé á þessu stigi ekki alveg komið í gagnið fagnar Ágúst því að smitgát sé valkostur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira