Flugumferðarstjórar semja og aflýsa verkfalli Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2021 19:40 Ríkissáttasemjari auk fulltrúa Isavia og Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Ríkissáttasemjari Félag íslenskra flugumferðarstjóra skrifaði í dag undir nýjan kjarasamning við Isavia og hefur aflýst verkföllum sem voru fyrirhuguð voru í næstu viku. Kjarasamningurinn gildir til 1. október 2023 en haldnir hafa verið átján fundir í deilunni hjá ríkissáttasemjara. Stóð síðasti samningafundurinn í 27 klukkustundir með fundarhléi frá klukkan 4 til 11 í morgun. Frá þessu er greint á vef ríkissáttasemjara en flugumferðarstjórar boðuðu til verkfalls síðasta þriðjudag eftir árangurslausan sáttafund. Mikill meirihluti félagsmanna innan Félags íslenskra flugumferðarstjóra studdu verkfallsboðunina og ætluðu þeir að leggja niður störf næsta þriðjudag og föstudag. Fulltrúar ferðaþjónustunnar höfðu lýst yfir áhyggjum af stöðunni en vinnustöðvunin hefði sett millilandaflug á Keflavíkurflugvelli úr skorðum. Birgir Jónsson, forstjóri Play, sagði á dögunum að verkföll væru það síðasta sem ferðaþjónustan og flugiðnaður landsins þyrfti ofan í glímuna við áhrif heimsfaraldurs. Til stóð að efna til fyrri vinnustöðvunarinnar á milli klukkan fimm og tíu á þriðjudagsmorgun og hefði hún fyrst og fremst haft áhrif á morgunflug Icelandair frá Bandaríkjunum. Boðuðu síðast til vinnustöðvunar árið 2019 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á þriðjudag að ekki væri talið tilefni til að grípa inn í kjaradeiluna. Það væri þó alvarlegt hversu oft verkfallsréttinum væri beitt á Íslandi miðað við það sem tíðkaðist víða annars staðar. Félag íslenskra flugumferðarstjóra boðaði síðast til vinnustöðvunar árið 2019 en náðu samningum áður en til hennar kom. Þá var samið um sautján þúsund króna hækkun 1. janúar 2020 og átján þúsund króna hækkun 1. apríl 2020. Að aukið var samið um að félagið myndi skuldbinda sig til að grípa ekki til vinnustöðvana í skiptum fyrir sérstakt álag sem nam 4,5 prósentum af launum. Kjarasamningurinn féll úr gildi um síðustu áramót og boðað var til vinnustöðvunar eftir um sex mánaða kjaraviðræður. Arnar Hjálmsson, formaður félagsins, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni að viðræðurnar hafi strandað á launaprósentum og ákvæðum um lengd samningstíma. Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Ferðaþjónusta Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir „Það síðasta sem við þurfum núna“ „Það er auðvitað það síðasta sem við þurfum núna, að sjá mikla röskun á flugstarfseminni, og þess vegna hlýtur maður bara að binda vonir við að aðilar haldi áfram að tala saman,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra á þriðjudag. 24. ágúst 2021 22:00 Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02 Millilandaflug fer úr skorðum Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. 24. ágúst 2021 11:48 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Kjarasamningurinn gildir til 1. október 2023 en haldnir hafa verið átján fundir í deilunni hjá ríkissáttasemjara. Stóð síðasti samningafundurinn í 27 klukkustundir með fundarhléi frá klukkan 4 til 11 í morgun. Frá þessu er greint á vef ríkissáttasemjara en flugumferðarstjórar boðuðu til verkfalls síðasta þriðjudag eftir árangurslausan sáttafund. Mikill meirihluti félagsmanna innan Félags íslenskra flugumferðarstjóra studdu verkfallsboðunina og ætluðu þeir að leggja niður störf næsta þriðjudag og föstudag. Fulltrúar ferðaþjónustunnar höfðu lýst yfir áhyggjum af stöðunni en vinnustöðvunin hefði sett millilandaflug á Keflavíkurflugvelli úr skorðum. Birgir Jónsson, forstjóri Play, sagði á dögunum að verkföll væru það síðasta sem ferðaþjónustan og flugiðnaður landsins þyrfti ofan í glímuna við áhrif heimsfaraldurs. Til stóð að efna til fyrri vinnustöðvunarinnar á milli klukkan fimm og tíu á þriðjudagsmorgun og hefði hún fyrst og fremst haft áhrif á morgunflug Icelandair frá Bandaríkjunum. Boðuðu síðast til vinnustöðvunar árið 2019 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á þriðjudag að ekki væri talið tilefni til að grípa inn í kjaradeiluna. Það væri þó alvarlegt hversu oft verkfallsréttinum væri beitt á Íslandi miðað við það sem tíðkaðist víða annars staðar. Félag íslenskra flugumferðarstjóra boðaði síðast til vinnustöðvunar árið 2019 en náðu samningum áður en til hennar kom. Þá var samið um sautján þúsund króna hækkun 1. janúar 2020 og átján þúsund króna hækkun 1. apríl 2020. Að aukið var samið um að félagið myndi skuldbinda sig til að grípa ekki til vinnustöðvana í skiptum fyrir sérstakt álag sem nam 4,5 prósentum af launum. Kjarasamningurinn féll úr gildi um síðustu áramót og boðað var til vinnustöðvunar eftir um sex mánaða kjaraviðræður. Arnar Hjálmsson, formaður félagsins, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni að viðræðurnar hafi strandað á launaprósentum og ákvæðum um lengd samningstíma.
Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Ferðaþjónusta Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir „Það síðasta sem við þurfum núna“ „Það er auðvitað það síðasta sem við þurfum núna, að sjá mikla röskun á flugstarfseminni, og þess vegna hlýtur maður bara að binda vonir við að aðilar haldi áfram að tala saman,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra á þriðjudag. 24. ágúst 2021 22:00 Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02 Millilandaflug fer úr skorðum Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. 24. ágúst 2021 11:48 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
„Það síðasta sem við þurfum núna“ „Það er auðvitað það síðasta sem við þurfum núna, að sjá mikla röskun á flugstarfseminni, og þess vegna hlýtur maður bara að binda vonir við að aðilar haldi áfram að tala saman,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra á þriðjudag. 24. ágúst 2021 22:00
Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02
Millilandaflug fer úr skorðum Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. 24. ágúst 2021 11:48