Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en vegna veðurskilyrða var óvíst hvort hægt væri að koma viðkomandi með góðu móti um borð í þyrluna. Það tókst þó að endingu og göngumanneskjan var flutt á Reykjavíkurflugvöll, hvaðan sjúkrabíll flutti hann á Landspítalann.