Innlent

Mikill við­búnaður þegar þyrla flutti veikan göngu­mann

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þyrla landhelgisgæslunnar flutti göngumanninn á Reykjavíkurflugvöll.
Þyrla landhelgisgæslunnar flutti göngumanninn á Reykjavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm

Allar björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag vegna veikinda hjá meðlimi gönguhóps sem staddur var á Hlöðufelli, skammt austan Skjaldbreiðar.

Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en vegna veðurskilyrða var óvíst hvort hægt væri að koma viðkomandi með góðu móti um borð í þyrluna. Það tókst þó að endingu og göngumanneskjan var flutt á Reykjavíkurflugvöll, hvaðan sjúkrabíll flutti hann á Landspítalann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×