Samson bjargaði Dorrit á ögurstundu Snorri Másson skrifar 27. ágúst 2021 10:04 Dorrit og Samson lentu í ógöngum í Mosfellssveit í gær. Mynd úr safni, þegar Samson var yngri og ögn grennri. Ljósmynd/Twitter Dorrit Moussaief fyrrverandi forsetafrú er í bataferli með spelku heima eftir að hundur hennar Samson felldi hana á göngu í Mosfellssveit í gær. Hundurinn er þó ekki sökudólgurinn í málinu, heldur öllu heldur hetja dagsins: Hrossahópur var nefnilega í aðsigi og í þann mund að hlaupa Dorrit niður, þegar Samson kom henni til bjargar. Hestarnir eru þó ekki þar með skúrkarnir í málinu, heldur segir Dorrit að það sé að vissu leyti henni að kenna að vera að væflast inni á túni hjá þeim. „Ég var bara að labba og ég sé hóp hesta hlaupa í áttina að mér. Það næsta sem ég man er að ég er liggjandi, en ég held að Samson hafi komið úr annarri átt til að koma mér til bjargar. Hann hefur gert það áður í London þegar bíll var að koma í áttina að mér, þetta er í rauninni mjög sérstakt. En ég fór á sjúkrahúsið og fékk dásamlega þjónustu og þarf núna að vera heima í viku eða tvær, sem er bara fínt,“ segir Dorrit í samtali við Vísi. Dorrit er meidd á liðböndum í hnénu en röntgenrannsókn leiddi í ljós að bein hefði ekki brotnað. Henni var töluvert brugðið þegar atvikið varð en segir þó að þetta sé minni háttar mál núna. „Það sem er sérstakt við þetta er að Samson birtist bara allt í einu. Hann var lengst í burtu og hvergi nærri. Ég fór sjálf allt of nálægt hestunum,“ segir Dorrit, sem segir að það hafi gerst áður að hestar hafi gert sig líklega til að hlaupa hana niður. Af hinum tæplega tveggja ára gamla klónaða hundi Samson er það að segja að hann er 38 kíló að þyngd, sem Dorrit segir að sé ofþyngd. „Hann á að vera 36 kíló, en allir gefa honum nammi,“ segir Dorrit. Vert er í þessu samhengi að rifja upp fyrstu myndina sem birtist af Dorrit Moussaief og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta Íslands, en hún var einmitt tekin þegar Dorrit hlúði að Ólafi Ragnari eftir að hann datt af hestbaki. Árið 1999 fékk þjóðin að kynnast væntanlegri forsetafrú, Dorrit Moussaieff, nánar tiltekið í september þegar Ólafur Ragnar féll af hestbaki og slasaðist á öxl í útreiðartúr í Landsveit á Suðurlandi. Hann hefur síðan aftur axlabrotnað, nefnilega nákvæmlega tíu árum eftir fyrsta brotið. Hundar Ólafur Ragnar Grímsson Mosfellsbær Dýr Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira
Hundurinn er þó ekki sökudólgurinn í málinu, heldur öllu heldur hetja dagsins: Hrossahópur var nefnilega í aðsigi og í þann mund að hlaupa Dorrit niður, þegar Samson kom henni til bjargar. Hestarnir eru þó ekki þar með skúrkarnir í málinu, heldur segir Dorrit að það sé að vissu leyti henni að kenna að vera að væflast inni á túni hjá þeim. „Ég var bara að labba og ég sé hóp hesta hlaupa í áttina að mér. Það næsta sem ég man er að ég er liggjandi, en ég held að Samson hafi komið úr annarri átt til að koma mér til bjargar. Hann hefur gert það áður í London þegar bíll var að koma í áttina að mér, þetta er í rauninni mjög sérstakt. En ég fór á sjúkrahúsið og fékk dásamlega þjónustu og þarf núna að vera heima í viku eða tvær, sem er bara fínt,“ segir Dorrit í samtali við Vísi. Dorrit er meidd á liðböndum í hnénu en röntgenrannsókn leiddi í ljós að bein hefði ekki brotnað. Henni var töluvert brugðið þegar atvikið varð en segir þó að þetta sé minni háttar mál núna. „Það sem er sérstakt við þetta er að Samson birtist bara allt í einu. Hann var lengst í burtu og hvergi nærri. Ég fór sjálf allt of nálægt hestunum,“ segir Dorrit, sem segir að það hafi gerst áður að hestar hafi gert sig líklega til að hlaupa hana niður. Af hinum tæplega tveggja ára gamla klónaða hundi Samson er það að segja að hann er 38 kíló að þyngd, sem Dorrit segir að sé ofþyngd. „Hann á að vera 36 kíló, en allir gefa honum nammi,“ segir Dorrit. Vert er í þessu samhengi að rifja upp fyrstu myndina sem birtist af Dorrit Moussaief og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta Íslands, en hún var einmitt tekin þegar Dorrit hlúði að Ólafi Ragnari eftir að hann datt af hestbaki. Árið 1999 fékk þjóðin að kynnast væntanlegri forsetafrú, Dorrit Moussaieff, nánar tiltekið í september þegar Ólafur Ragnar féll af hestbaki og slasaðist á öxl í útreiðartúr í Landsveit á Suðurlandi. Hann hefur síðan aftur axlabrotnað, nefnilega nákvæmlega tíu árum eftir fyrsta brotið.
Hundar Ólafur Ragnar Grímsson Mosfellsbær Dýr Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira