Millilandaflug fer úr skorðum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. ágúst 2021 11:48 Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að Isavia hafi sýnt fagleg vinnubrögð. Vísir/Isavia Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. Flugumferðarstjórar boðuðu verkfallið í gær og hefst það klukkan fimm á þriðjudagsmorgun eftir viku og stendur í fimm klukkustundir, til klukkan tíu. Það mun aðeins taka til flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli og hefur því eingöngu áhrif á millilandaflug en ekki á innanlandsflug eða alþjóðlegt yfirflug. Vilja ekki beita verkfallsvopninu en telja sig þurfa þess Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir það vonbrigði að ekki hafi tekist að ná samningum hjá ríkissáttasemjara í gær. „Já, það eru alltaf vonbrigði og verkfallsvopnið er ekki eitthvað sem við viljum nota, þetta er eitthvað sem við teljum okkur þurfa að nota. Við erum með það mikinn meirihluta félagsmanna á bak við þetta verkfall og þetta var síðasta verkfallið af þeim sem búið var að greiða atkvæði um og það var ákveðið á þeim forsendum að boða verkfallið í gærkvöldi,“ segir Arnar. Sjúkra- og neyðarflug og flug Landhelgisgæslunnar er þá með undanþágu frá verkfallinu. Bjartsýnn þó síðustu fundir gefi ekki tilefni til En það er vika til stefnu fyrir samninganefndirnar þó ríkissáttasemjari hafi ekki enn boðað til annars fundar í deilunni. „Það er svo sem bara í höndum ríkissáttasemjara að boða næsta fund, þar sem deilan er hjá honum. Ég er svo sem bara bjartsýnn á að það verði að minnsta kosti fleiri fundir og ég ætla bara að leyfa mér að vera bjartsýnn á að það þurfi ekki að koma til þessa verkfalls,“ segir Arnar. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.FÍF Spurður hvort það sem fram hafi komið á síðustu fundum gefi honum tilefni til slíkrar bjartsýni segir hann: „Ekkert frekar, nei. Það ber talsvert í milli enn þá. En það var ákveðið að reyna ákveðna leið síðustu tvo daga og það náðist ekki lending í henni. Þannig við þurfum svolítið að byrja upp á nýtt,“ segir hann. Ágreiningurinn snýst nú fyrst og fremst um samhengi milli samningslengdar og launahækkana flugumferðarstjóra á tímabilinu. Einnig eru útfærslur á vinnutíma til skoðunar en Arnar segir að þær liggi nú í meginatriðum fyrir. Samgöngur Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Sjá meira
Flugumferðarstjórar boðuðu verkfallið í gær og hefst það klukkan fimm á þriðjudagsmorgun eftir viku og stendur í fimm klukkustundir, til klukkan tíu. Það mun aðeins taka til flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli og hefur því eingöngu áhrif á millilandaflug en ekki á innanlandsflug eða alþjóðlegt yfirflug. Vilja ekki beita verkfallsvopninu en telja sig þurfa þess Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir það vonbrigði að ekki hafi tekist að ná samningum hjá ríkissáttasemjara í gær. „Já, það eru alltaf vonbrigði og verkfallsvopnið er ekki eitthvað sem við viljum nota, þetta er eitthvað sem við teljum okkur þurfa að nota. Við erum með það mikinn meirihluta félagsmanna á bak við þetta verkfall og þetta var síðasta verkfallið af þeim sem búið var að greiða atkvæði um og það var ákveðið á þeim forsendum að boða verkfallið í gærkvöldi,“ segir Arnar. Sjúkra- og neyðarflug og flug Landhelgisgæslunnar er þá með undanþágu frá verkfallinu. Bjartsýnn þó síðustu fundir gefi ekki tilefni til En það er vika til stefnu fyrir samninganefndirnar þó ríkissáttasemjari hafi ekki enn boðað til annars fundar í deilunni. „Það er svo sem bara í höndum ríkissáttasemjara að boða næsta fund, þar sem deilan er hjá honum. Ég er svo sem bara bjartsýnn á að það verði að minnsta kosti fleiri fundir og ég ætla bara að leyfa mér að vera bjartsýnn á að það þurfi ekki að koma til þessa verkfalls,“ segir Arnar. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.FÍF Spurður hvort það sem fram hafi komið á síðustu fundum gefi honum tilefni til slíkrar bjartsýni segir hann: „Ekkert frekar, nei. Það ber talsvert í milli enn þá. En það var ákveðið að reyna ákveðna leið síðustu tvo daga og það náðist ekki lending í henni. Þannig við þurfum svolítið að byrja upp á nýtt,“ segir hann. Ágreiningurinn snýst nú fyrst og fremst um samhengi milli samningslengdar og launahækkana flugumferðarstjóra á tímabilinu. Einnig eru útfærslur á vinnutíma til skoðunar en Arnar segir að þær liggi nú í meginatriðum fyrir.
Samgöngur Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Sjá meira
Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11