Það dreymir enga um að búa á stofnun Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2021 10:30 Á föstudaginn var haldið Heilbrigðisþing. Þingið í ár fjallaði um framtíðarsýn í þjónustu við eldra fólk. Á þinginu kynnti Halldór S. Guðmundsson skýrslu sína „Virðing og reisn - Samþætt heilbrigðis- og félagsþjónusta fyrir eldra fólk“. Skýrslan hefur legið frammi í drögum á samráðsgátt stjórnvalda síðan í júní síðastliðnum. Skýrslan er vel unnin og stórgóð og full ástæða til að hvetja fólk til að lesa hana. Þingið vakti töluverða athygli og er það vel. Þeim sem ná háum aldri fjölgar, hópurinn verður fjölbreyttari og væntingar hans til þjónustu breytast. „Áhyggjulaust ævikvöld“ og „setjast í helgan stein“ verða ekkert endilega aðalmarkmiðin, heldur þátttaka í samfélaginu á eigin forsendum og eftir atvikum stuðningur samfélagsins við það. Of stofnanamiðuð Á Íslandi höfum við alltof lengi verið stofnanamiðuð þegar kemur að þjónustu við eldra fólk. Sennilega liggur hluti vandans í því að við höfum tilhneigingu til að byggja úrræði framtíðarinnar á væntingum fortíðar. Í stað þess að miða þjónustuna fram í tímann við það sem gætu verið þarfir barnabarnanna okkar höfum við horft meira til þess að halda áfram að byggja upp eins og foreldrar okkar hefðu viljað. Við höfum byggt upp hjúkrunarheimili sem aðallausnina, þrátt fyrir að allt bendi til þess að ef fólk hefði val myndi það velja aðra kosti. Halldór bendir á þetta í skýrslu sinni og hvernig við getum bætt þjónustu við eldra fólk með stóraukningu í heimaþjónustu. Einkum í sveigjanlegri dagdvöl og dagþjálfun, en einnig í aukinni þjónustu heim eins og heilbrigðisþjónustu og stuðningi við daglegt líf á forsendum notandans. Hann bendir á að hin Norðurlöndin hafa þegar farið þessa leið í mismiklum mæli. Ef við setjum okkur svipuð viðmið gætum við gert enn fleirum kleift að njóta þjónustu heima. Með aukinni heimaþjónustu minnkar þrýstingur á úrræði eins og hjúkrunarheimili, og þannig mun svigrúm til að bæta þjónustu þeirra aukast þar sem fjármagnið fer ekki að stærstum hluta í dýrustu úrræðin, heldur í þá þjónustu sem fólk vill. Það dreymir nefnilega enga um að flytja á stofnun, langflest viljum við búa heima hjá okkur á okkar forsendum. Höfundur er öldrunarlæknir, þingmaður og skipar þriðja sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Eldri borgarar Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Á föstudaginn var haldið Heilbrigðisþing. Þingið í ár fjallaði um framtíðarsýn í þjónustu við eldra fólk. Á þinginu kynnti Halldór S. Guðmundsson skýrslu sína „Virðing og reisn - Samþætt heilbrigðis- og félagsþjónusta fyrir eldra fólk“. Skýrslan hefur legið frammi í drögum á samráðsgátt stjórnvalda síðan í júní síðastliðnum. Skýrslan er vel unnin og stórgóð og full ástæða til að hvetja fólk til að lesa hana. Þingið vakti töluverða athygli og er það vel. Þeim sem ná háum aldri fjölgar, hópurinn verður fjölbreyttari og væntingar hans til þjónustu breytast. „Áhyggjulaust ævikvöld“ og „setjast í helgan stein“ verða ekkert endilega aðalmarkmiðin, heldur þátttaka í samfélaginu á eigin forsendum og eftir atvikum stuðningur samfélagsins við það. Of stofnanamiðuð Á Íslandi höfum við alltof lengi verið stofnanamiðuð þegar kemur að þjónustu við eldra fólk. Sennilega liggur hluti vandans í því að við höfum tilhneigingu til að byggja úrræði framtíðarinnar á væntingum fortíðar. Í stað þess að miða þjónustuna fram í tímann við það sem gætu verið þarfir barnabarnanna okkar höfum við horft meira til þess að halda áfram að byggja upp eins og foreldrar okkar hefðu viljað. Við höfum byggt upp hjúkrunarheimili sem aðallausnina, þrátt fyrir að allt bendi til þess að ef fólk hefði val myndi það velja aðra kosti. Halldór bendir á þetta í skýrslu sinni og hvernig við getum bætt þjónustu við eldra fólk með stóraukningu í heimaþjónustu. Einkum í sveigjanlegri dagdvöl og dagþjálfun, en einnig í aukinni þjónustu heim eins og heilbrigðisþjónustu og stuðningi við daglegt líf á forsendum notandans. Hann bendir á að hin Norðurlöndin hafa þegar farið þessa leið í mismiklum mæli. Ef við setjum okkur svipuð viðmið gætum við gert enn fleirum kleift að njóta þjónustu heima. Með aukinni heimaþjónustu minnkar þrýstingur á úrræði eins og hjúkrunarheimili, og þannig mun svigrúm til að bæta þjónustu þeirra aukast þar sem fjármagnið fer ekki að stærstum hluta í dýrustu úrræðin, heldur í þá þjónustu sem fólk vill. Það dreymir nefnilega enga um að flytja á stofnun, langflest viljum við búa heima hjá okkur á okkar forsendum. Höfundur er öldrunarlæknir, þingmaður og skipar þriðja sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar