„Nískasti fjármálaráðherra ESB“ líklegastur til að taka við Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2021 08:42 Magdalena Andersson er fædd í Uppsölum árið 1967 og á sínum yngri árum keppti hún mikið í sundi. Hún er hagfræðingur að mennt. Getty Stefan Löfven greindi frá því um síðustu helgi hann ætli sér að láta af störfum sem forsætisráðherra Svíþjóðar í haust. Hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Jafnaðarmannaflokknum á landsþingi í nóvember. Skiljanlega eru farnar af stað miklar umræður um hver muni taka við formennsku í flokknum og yrði þá í kjörstöðu til að taka einnig við embætti forsætisráðherra landsins. Almennt er talið að fjármálaráðherra Svíþjóðar til síðustu sjö ára, Magdalena Andersson, sé líklegust til að verða fyrir valinu, en enn sem komið er hefur þó enginn stigið fram og boðið sig fram til formennsku. Hinn 54 ára Andersson hefur í sænsku fjölmiðlum verið kölluð „krónprinsessan“ og líta flestir til hennar þegar kemur að því að velja næsta formann. Hún þykir af mörgum hafa passað vel upp á fé sænskra skattborgara síðustu ár og hefur hún lýst sjálfri sér sem „nískasta fjármálaráðherranum“ innan Evrópusambandsins. Keppti í sundi Andersson er fædd í Uppsölum og á sínum yngri árum keppti hún mikið í sundi. Hún er hagfræðingur að mennt og á árunum 2007 til 2009 starfaði hún sem ráðgjafi Monu Sahlin, þáverandi formanns Jafnaðarmannaflokksins. Árið 2009 hóf hún störf sem forstöðumaður hjá sænskum skattayfirvöldum þar sem hún var til ársins 2012. Hún varð svo fjármálaráðherra árið 2014 í fyrstu ríkisstjórn Löfvens, embætti sem hún hefur gegnt æ síðan. Vegna þeirrar stöðu sem uppi er á sænska þinginu hefur minnihlutastjórn Löfvens, þurft að stýra landinu á fjárlögum sem borgaralegu flokkarnir hafa samþykkt á þingi. Magdalena Andersson og Stefan Löfven hafa verið saman í ríkisstjórn frá árinu 2014. Andersson sem fjármálaráðherra og Löfven sem forsætisráðherra.EPA Enn engin kona gegnt embættinu Svíþjóð er eina landið á Norðurlöndum þar kona hefur enn ekki gegnt embætti forsætisráðherra. Einungis ein kona hefur gegnt formennsku í Jafnaðarmannaflokknum – Mona Sahlin 2007 til 2011 – en á þeim árum var flokkurinn í stjórnarandstöðu. Aðrir sem hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Löfvens í stóli formanns eru innanríkisráðherrann Mikael Damberg, orkumálaráðherrann Anders Ygeman og viðskiptaráðherrann Ardelan Shekarabi. Ekki sjálfsagt að nýr formaður verði forsætisráðherra Sá sem verður arftaki Löfvens sem formaður Jafnaðarmannaflokksins verður þó ekki sjálfkrafa forsætisráðherra. Þegar Löfven mun formlega biðjast lausnar verður hann starfandi forsætisráðherra á meðan forseti sænska þingsins ræðir við flokksformenn og veitir þeim sem þykir líklegastur til að geta myndað stjórn umboð til stjórnarmyndunar. Næsti formaður Jafnaðarmannaflokksins verður þó vissulega í kjörstöðu til að mynda nýja stjórn, en sænska þingið þarf að greiða atkvæði um tillögu þingforsetans um næsta forsætisráðherra. Mjög mjótt er á munum milli fylkinga á sænska þinginu, en núverandi minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja er háð stuðningi bæði Vinstriflokksins og Miðflokksins. Kosningar fara næst fram í Svíþjóð haustið 2022. Svíþjóð Tengdar fréttir Hættir sem forsætisráðherra og formaður Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér embætti sem forsætisráðherra og sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust. Þetta tilkynnti Löfven í ávarpi nú fyrir hádegi. 22. ágúst 2021 11:06 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Almennt er talið að fjármálaráðherra Svíþjóðar til síðustu sjö ára, Magdalena Andersson, sé líklegust til að verða fyrir valinu, en enn sem komið er hefur þó enginn stigið fram og boðið sig fram til formennsku. Hinn 54 ára Andersson hefur í sænsku fjölmiðlum verið kölluð „krónprinsessan“ og líta flestir til hennar þegar kemur að því að velja næsta formann. Hún þykir af mörgum hafa passað vel upp á fé sænskra skattborgara síðustu ár og hefur hún lýst sjálfri sér sem „nískasta fjármálaráðherranum“ innan Evrópusambandsins. Keppti í sundi Andersson er fædd í Uppsölum og á sínum yngri árum keppti hún mikið í sundi. Hún er hagfræðingur að mennt og á árunum 2007 til 2009 starfaði hún sem ráðgjafi Monu Sahlin, þáverandi formanns Jafnaðarmannaflokksins. Árið 2009 hóf hún störf sem forstöðumaður hjá sænskum skattayfirvöldum þar sem hún var til ársins 2012. Hún varð svo fjármálaráðherra árið 2014 í fyrstu ríkisstjórn Löfvens, embætti sem hún hefur gegnt æ síðan. Vegna þeirrar stöðu sem uppi er á sænska þinginu hefur minnihlutastjórn Löfvens, þurft að stýra landinu á fjárlögum sem borgaralegu flokkarnir hafa samþykkt á þingi. Magdalena Andersson og Stefan Löfven hafa verið saman í ríkisstjórn frá árinu 2014. Andersson sem fjármálaráðherra og Löfven sem forsætisráðherra.EPA Enn engin kona gegnt embættinu Svíþjóð er eina landið á Norðurlöndum þar kona hefur enn ekki gegnt embætti forsætisráðherra. Einungis ein kona hefur gegnt formennsku í Jafnaðarmannaflokknum – Mona Sahlin 2007 til 2011 – en á þeim árum var flokkurinn í stjórnarandstöðu. Aðrir sem hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Löfvens í stóli formanns eru innanríkisráðherrann Mikael Damberg, orkumálaráðherrann Anders Ygeman og viðskiptaráðherrann Ardelan Shekarabi. Ekki sjálfsagt að nýr formaður verði forsætisráðherra Sá sem verður arftaki Löfvens sem formaður Jafnaðarmannaflokksins verður þó ekki sjálfkrafa forsætisráðherra. Þegar Löfven mun formlega biðjast lausnar verður hann starfandi forsætisráðherra á meðan forseti sænska þingsins ræðir við flokksformenn og veitir þeim sem þykir líklegastur til að geta myndað stjórn umboð til stjórnarmyndunar. Næsti formaður Jafnaðarmannaflokksins verður þó vissulega í kjörstöðu til að mynda nýja stjórn, en sænska þingið þarf að greiða atkvæði um tillögu þingforsetans um næsta forsætisráðherra. Mjög mjótt er á munum milli fylkinga á sænska þinginu, en núverandi minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja er háð stuðningi bæði Vinstriflokksins og Miðflokksins. Kosningar fara næst fram í Svíþjóð haustið 2022.
Svíþjóð Tengdar fréttir Hættir sem forsætisráðherra og formaður Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér embætti sem forsætisráðherra og sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust. Þetta tilkynnti Löfven í ávarpi nú fyrir hádegi. 22. ágúst 2021 11:06 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Hættir sem forsætisráðherra og formaður Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér embætti sem forsætisráðherra og sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust. Þetta tilkynnti Löfven í ávarpi nú fyrir hádegi. 22. ágúst 2021 11:06