Rétturinn til að ráða búsetu og atvinnu sinni er bara orð á blaði Helga Thorberg skrifar 23. ágúst 2021 17:00 Rétturinn til að búa þar sem maður kýs og til að stunda þá atvinnu sem maður kýs er fólki svo mikilsverður að það hefur verið talið nauðsynlegt að tryggja hann sérstaklega í stjórnarskránni okkar, þar sem segir: „Allir, sem dveljast löglega í landinu, skulu ráða búsetu sinni“ og „öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa.“ Fyrir mjög margt fólk í sjávarbyggðum eru þessu mikilsverðu mannréttindi þó bara falleg orð á blaði. Þar búa margir við fullkomið óöryggi um atvinnu og þar með framfærslu sína og fjölskyldu sinnar. Ef fólk getur ekki framfleytt sér þar sem það kýs að búa getur það ekki búið þar. Svo einfalt er það. Fiskveiðistjórnunarkerfið er nefnilega þannig að það leyfir útgerðarmönnum sem ríkið úthlutar fiskveiðikvótanum til, að fara með skipin, sem kvótinn er bundinn við, burt úr byggðarlaginu hvenær sem þeir vilja eða að landa aflanum og láta verka hann hvar sem þeir vilja. Þeir geta líka selt kvótann þegar þeir vilja til útgerða sem gera út og landa afla sínum annars staðar eða bara nýtt ágóðann af sölu kvótans, sem er oft gríðarlega mikill, til að kaupa það sem hugur þeirra girnist og til að njóta lífsins og láta börn sín og aðra erfingja fá góðan skerf af þeim mikla ágóða og auði.En fólkið sem vann við að veiða fiskinn og verka hann situr eftir slyppt og snautt, í fullkomnu óöryggi um framfærslu sína og barna sinna og neyðist jafnvel til að flytjast burt úr byggðarlaginu til að finna atvinnu. Það getur jafnvel ekki selt húsnæði sitt eða neyðist til að selja það fyrir lítið því að fáir vilja kaupa fasteignir í byggð þar sem litla eða enga atvinnu er að hafa. Fólk þarf að þola mikla óvissu og óöryggi um afkomu sína og barna sinna og fullkomið valdleysi gagnvart þeim sem ráða kvótanum vegna þess að ríkið sem á að gæta hagsmuna þessa fólks og alls almennings í landinu úthlutar fiskveiðikvótanum án nokkurra skilyrða um að þeir sem hann fá þurfi að nýta hann með hagsmuni samfélagisns alls og alls fólksins sem þar býr í huga. Hvers vegna er þetta eiginlega svona þegar það stendur skýrum stöfum í lögum um stjórn fiskveiða að „nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar“ og að markmið laganna sé „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“?! Viljum við virkilega hafa þetta svona og þurfum við að hafa svona? Nei! Við eigum og verðum að afnema þetta óþolandi óréttlæti og ömurlega valdleysi fólks sem býr í sjávarbyggðum og vinnur hörðum höndum við að veiða og verka fisk og skapa með því mikil verðmæti fyrir land og þjóð og til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum.Stefna Sósíalistaflokksins í þessu er skýr og vel framkvæmanleg. Flokkurinn vill „að fiskveiðistjórnunarkerfið verði stokkað upp svo að þau byggðarlög sem þurfa að treysta á gjöful fiskimið geti dafnað og byggðir landsins njóti góðs af auðlindum sínum“ og að fiskveiðikvóti verði „endurheimtur þar sem við á og byggðum sem áður blómstruðu en hafa orðið fyrir tjóni vegna kvótaframsals braskara verði bætt það upp“ og að „þannig skuli tengja fiskveiðistjórnunarkerfið byggðunum um landið.“ Ef við fáum stuðning ykkar lofum við að berjast af alefli fyrir því að þetta mikla óréttlæti verði afnumið og valdið yfir fiskveiðikvótanum verði tekið frá peningaöflunum og fært til ykkar þar sem þetta vald á að sjálfsögðu að vera og hvergi annars staðar. Höfundur er oddviti Sósíalista í Norvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Rétturinn til að búa þar sem maður kýs og til að stunda þá atvinnu sem maður kýs er fólki svo mikilsverður að það hefur verið talið nauðsynlegt að tryggja hann sérstaklega í stjórnarskránni okkar, þar sem segir: „Allir, sem dveljast löglega í landinu, skulu ráða búsetu sinni“ og „öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa.“ Fyrir mjög margt fólk í sjávarbyggðum eru þessu mikilsverðu mannréttindi þó bara falleg orð á blaði. Þar búa margir við fullkomið óöryggi um atvinnu og þar með framfærslu sína og fjölskyldu sinnar. Ef fólk getur ekki framfleytt sér þar sem það kýs að búa getur það ekki búið þar. Svo einfalt er það. Fiskveiðistjórnunarkerfið er nefnilega þannig að það leyfir útgerðarmönnum sem ríkið úthlutar fiskveiðikvótanum til, að fara með skipin, sem kvótinn er bundinn við, burt úr byggðarlaginu hvenær sem þeir vilja eða að landa aflanum og láta verka hann hvar sem þeir vilja. Þeir geta líka selt kvótann þegar þeir vilja til útgerða sem gera út og landa afla sínum annars staðar eða bara nýtt ágóðann af sölu kvótans, sem er oft gríðarlega mikill, til að kaupa það sem hugur þeirra girnist og til að njóta lífsins og láta börn sín og aðra erfingja fá góðan skerf af þeim mikla ágóða og auði.En fólkið sem vann við að veiða fiskinn og verka hann situr eftir slyppt og snautt, í fullkomnu óöryggi um framfærslu sína og barna sinna og neyðist jafnvel til að flytjast burt úr byggðarlaginu til að finna atvinnu. Það getur jafnvel ekki selt húsnæði sitt eða neyðist til að selja það fyrir lítið því að fáir vilja kaupa fasteignir í byggð þar sem litla eða enga atvinnu er að hafa. Fólk þarf að þola mikla óvissu og óöryggi um afkomu sína og barna sinna og fullkomið valdleysi gagnvart þeim sem ráða kvótanum vegna þess að ríkið sem á að gæta hagsmuna þessa fólks og alls almennings í landinu úthlutar fiskveiðikvótanum án nokkurra skilyrða um að þeir sem hann fá þurfi að nýta hann með hagsmuni samfélagisns alls og alls fólksins sem þar býr í huga. Hvers vegna er þetta eiginlega svona þegar það stendur skýrum stöfum í lögum um stjórn fiskveiða að „nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar“ og að markmið laganna sé „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“?! Viljum við virkilega hafa þetta svona og þurfum við að hafa svona? Nei! Við eigum og verðum að afnema þetta óþolandi óréttlæti og ömurlega valdleysi fólks sem býr í sjávarbyggðum og vinnur hörðum höndum við að veiða og verka fisk og skapa með því mikil verðmæti fyrir land og þjóð og til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum.Stefna Sósíalistaflokksins í þessu er skýr og vel framkvæmanleg. Flokkurinn vill „að fiskveiðistjórnunarkerfið verði stokkað upp svo að þau byggðarlög sem þurfa að treysta á gjöful fiskimið geti dafnað og byggðir landsins njóti góðs af auðlindum sínum“ og að fiskveiðikvóti verði „endurheimtur þar sem við á og byggðum sem áður blómstruðu en hafa orðið fyrir tjóni vegna kvótaframsals braskara verði bætt það upp“ og að „þannig skuli tengja fiskveiðistjórnunarkerfið byggðunum um landið.“ Ef við fáum stuðning ykkar lofum við að berjast af alefli fyrir því að þetta mikla óréttlæti verði afnumið og valdið yfir fiskveiðikvótanum verði tekið frá peningaöflunum og fært til ykkar þar sem þetta vald á að sjálfsögðu að vera og hvergi annars staðar. Höfundur er oddviti Sósíalista í Norvesturkjördæmi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar