Rétturinn til að ráða búsetu og atvinnu sinni er bara orð á blaði Helga Thorberg skrifar 23. ágúst 2021 17:00 Rétturinn til að búa þar sem maður kýs og til að stunda þá atvinnu sem maður kýs er fólki svo mikilsverður að það hefur verið talið nauðsynlegt að tryggja hann sérstaklega í stjórnarskránni okkar, þar sem segir: „Allir, sem dveljast löglega í landinu, skulu ráða búsetu sinni“ og „öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa.“ Fyrir mjög margt fólk í sjávarbyggðum eru þessu mikilsverðu mannréttindi þó bara falleg orð á blaði. Þar búa margir við fullkomið óöryggi um atvinnu og þar með framfærslu sína og fjölskyldu sinnar. Ef fólk getur ekki framfleytt sér þar sem það kýs að búa getur það ekki búið þar. Svo einfalt er það. Fiskveiðistjórnunarkerfið er nefnilega þannig að það leyfir útgerðarmönnum sem ríkið úthlutar fiskveiðikvótanum til, að fara með skipin, sem kvótinn er bundinn við, burt úr byggðarlaginu hvenær sem þeir vilja eða að landa aflanum og láta verka hann hvar sem þeir vilja. Þeir geta líka selt kvótann þegar þeir vilja til útgerða sem gera út og landa afla sínum annars staðar eða bara nýtt ágóðann af sölu kvótans, sem er oft gríðarlega mikill, til að kaupa það sem hugur þeirra girnist og til að njóta lífsins og láta börn sín og aðra erfingja fá góðan skerf af þeim mikla ágóða og auði.En fólkið sem vann við að veiða fiskinn og verka hann situr eftir slyppt og snautt, í fullkomnu óöryggi um framfærslu sína og barna sinna og neyðist jafnvel til að flytjast burt úr byggðarlaginu til að finna atvinnu. Það getur jafnvel ekki selt húsnæði sitt eða neyðist til að selja það fyrir lítið því að fáir vilja kaupa fasteignir í byggð þar sem litla eða enga atvinnu er að hafa. Fólk þarf að þola mikla óvissu og óöryggi um afkomu sína og barna sinna og fullkomið valdleysi gagnvart þeim sem ráða kvótanum vegna þess að ríkið sem á að gæta hagsmuna þessa fólks og alls almennings í landinu úthlutar fiskveiðikvótanum án nokkurra skilyrða um að þeir sem hann fá þurfi að nýta hann með hagsmuni samfélagisns alls og alls fólksins sem þar býr í huga. Hvers vegna er þetta eiginlega svona þegar það stendur skýrum stöfum í lögum um stjórn fiskveiða að „nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar“ og að markmið laganna sé „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“?! Viljum við virkilega hafa þetta svona og þurfum við að hafa svona? Nei! Við eigum og verðum að afnema þetta óþolandi óréttlæti og ömurlega valdleysi fólks sem býr í sjávarbyggðum og vinnur hörðum höndum við að veiða og verka fisk og skapa með því mikil verðmæti fyrir land og þjóð og til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum.Stefna Sósíalistaflokksins í þessu er skýr og vel framkvæmanleg. Flokkurinn vill „að fiskveiðistjórnunarkerfið verði stokkað upp svo að þau byggðarlög sem þurfa að treysta á gjöful fiskimið geti dafnað og byggðir landsins njóti góðs af auðlindum sínum“ og að fiskveiðikvóti verði „endurheimtur þar sem við á og byggðum sem áður blómstruðu en hafa orðið fyrir tjóni vegna kvótaframsals braskara verði bætt það upp“ og að „þannig skuli tengja fiskveiðistjórnunarkerfið byggðunum um landið.“ Ef við fáum stuðning ykkar lofum við að berjast af alefli fyrir því að þetta mikla óréttlæti verði afnumið og valdið yfir fiskveiðikvótanum verði tekið frá peningaöflunum og fært til ykkar þar sem þetta vald á að sjálfsögðu að vera og hvergi annars staðar. Höfundur er oddviti Sósíalista í Norvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Rétturinn til að búa þar sem maður kýs og til að stunda þá atvinnu sem maður kýs er fólki svo mikilsverður að það hefur verið talið nauðsynlegt að tryggja hann sérstaklega í stjórnarskránni okkar, þar sem segir: „Allir, sem dveljast löglega í landinu, skulu ráða búsetu sinni“ og „öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa.“ Fyrir mjög margt fólk í sjávarbyggðum eru þessu mikilsverðu mannréttindi þó bara falleg orð á blaði. Þar búa margir við fullkomið óöryggi um atvinnu og þar með framfærslu sína og fjölskyldu sinnar. Ef fólk getur ekki framfleytt sér þar sem það kýs að búa getur það ekki búið þar. Svo einfalt er það. Fiskveiðistjórnunarkerfið er nefnilega þannig að það leyfir útgerðarmönnum sem ríkið úthlutar fiskveiðikvótanum til, að fara með skipin, sem kvótinn er bundinn við, burt úr byggðarlaginu hvenær sem þeir vilja eða að landa aflanum og láta verka hann hvar sem þeir vilja. Þeir geta líka selt kvótann þegar þeir vilja til útgerða sem gera út og landa afla sínum annars staðar eða bara nýtt ágóðann af sölu kvótans, sem er oft gríðarlega mikill, til að kaupa það sem hugur þeirra girnist og til að njóta lífsins og láta börn sín og aðra erfingja fá góðan skerf af þeim mikla ágóða og auði.En fólkið sem vann við að veiða fiskinn og verka hann situr eftir slyppt og snautt, í fullkomnu óöryggi um framfærslu sína og barna sinna og neyðist jafnvel til að flytjast burt úr byggðarlaginu til að finna atvinnu. Það getur jafnvel ekki selt húsnæði sitt eða neyðist til að selja það fyrir lítið því að fáir vilja kaupa fasteignir í byggð þar sem litla eða enga atvinnu er að hafa. Fólk þarf að þola mikla óvissu og óöryggi um afkomu sína og barna sinna og fullkomið valdleysi gagnvart þeim sem ráða kvótanum vegna þess að ríkið sem á að gæta hagsmuna þessa fólks og alls almennings í landinu úthlutar fiskveiðikvótanum án nokkurra skilyrða um að þeir sem hann fá þurfi að nýta hann með hagsmuni samfélagisns alls og alls fólksins sem þar býr í huga. Hvers vegna er þetta eiginlega svona þegar það stendur skýrum stöfum í lögum um stjórn fiskveiða að „nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar“ og að markmið laganna sé „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“?! Viljum við virkilega hafa þetta svona og þurfum við að hafa svona? Nei! Við eigum og verðum að afnema þetta óþolandi óréttlæti og ömurlega valdleysi fólks sem býr í sjávarbyggðum og vinnur hörðum höndum við að veiða og verka fisk og skapa með því mikil verðmæti fyrir land og þjóð og til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum.Stefna Sósíalistaflokksins í þessu er skýr og vel framkvæmanleg. Flokkurinn vill „að fiskveiðistjórnunarkerfið verði stokkað upp svo að þau byggðarlög sem þurfa að treysta á gjöful fiskimið geti dafnað og byggðir landsins njóti góðs af auðlindum sínum“ og að fiskveiðikvóti verði „endurheimtur þar sem við á og byggðum sem áður blómstruðu en hafa orðið fyrir tjóni vegna kvótaframsals braskara verði bætt það upp“ og að „þannig skuli tengja fiskveiðistjórnunarkerfið byggðunum um landið.“ Ef við fáum stuðning ykkar lofum við að berjast af alefli fyrir því að þetta mikla óréttlæti verði afnumið og valdið yfir fiskveiðikvótanum verði tekið frá peningaöflunum og fært til ykkar þar sem þetta vald á að sjálfsögðu að vera og hvergi annars staðar. Höfundur er oddviti Sósíalista í Norvesturkjördæmi.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun