Í tilkynningu frá MAST segir að fyrirtækið hafi í öryggisskyni ákveðið að innkalla lotuna.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um innköllunina frá fyrirtækinu og lét heilbrigðiseftirlitið vita.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Ali, Bónus, FK
- Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
- Lotunúmer: 011-21-28-2-28 (heill kjúklingur, bringur, lundir, bitar, marineraðarkjúklingabringur), pökkunardagur 16.08.2021 - 19.08.2021
- Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir, Fjarðarkaup, Hagkaup, Kassinn,Extra, Netto netverslun.
- Neytendur sem hafa keypt kjúkling með þessu rekjanleikanúmeri eru beðin að skila honum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls í Mosfellsbæ.