Leikmaður Bayern sendi „hugrakkasta íþróttaliði heims“ hvatningu Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2021 14:30 Alphonso Davies varði fyrstu árum ævinnar í flóttamannabúðum. Hann heldur svo sannarlega með þeim Ibrahim Al Hussein, Shahrad Nasajpour og Alia Issa, sem sjá má á myndinni til vinstri ásamt starfsmanni flóttamannaliðsins, á leikunum í Tókýó. Getty/Christopher Jue og Tom Weller Knattspyrnumaðurinn Alphonso Davies, leikmaður Bayern München, hefur sent liði flóttamanna hvatningarbréf fyrir keppni þess á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó. Hann segir um að ræða hugrakkasta íþróttalið heims. Davies, sem er tvítugur, fæddist í flóttamannabúðum í Gana og varði þar fyrstu fimm árum ævinnar áður en fjölskylda hans gat komið sér fyrir í Kanada. Þessi eldfljóti bakvörður er aðalstjarna kanadíska landsliðsins. Davies er einn af sendiherrum hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna fyrir flóttamenn, UNHCR, og hefur sent þeim fötluðu flóttamönnum sem nú eru að hefja keppni í Tókýó bréf. Hann sagði heimsbyggðina standa með þeim; „Þar á meðal 82 milljónir flóttamanna, þar af 12 milljónir sem lifa við fötlun.“ „Það skilja ekki allir hvað þið hafið gengið í gegnum. En ég geri það og það er mikilvægur hluti af því hver ég er í dag,“ skrifaði Davies til íþróttamannanna í liði flóttamanna. My message for the world s most courageous sports team. #RefugeeParalympicTeam @Paralympics @Refugees https://t.co/BKXnUzq75j pic.twitter.com/AJ26JtpSSf— Alphonso Davies (@AlphonsoDavies) August 23, 2021 „Ég hef lesið ykkar sögur og kynnt mér hvað þið hafið gengið í gegnum. Þið eruð hugrakkasta íþróttalið heimsins í dag,“ skrifaði Davies meðal annars, og einnig: „Þið hafið fundið leið til þess að ekki bara æfa íþróttir heldur standa ykkur á hæsta stigi þeirra. Öll þessi ár þar sem ykkur dreymdi um stóra sviðið, allar þessar hrikalega erfiðu æfingar í ræktinni, þessi þrotlausa vinna og einbeitti vilji, hafa skilað ykkur hingað; á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó.“ Sundmaðurinn Abbas Karimi er einn af sex fulltrúum flóttamanna í Tókýó.Getty/Stacy Revere Leikarnir verða settir á morgun og standa yfir til 5. september. Þar keppa 4.400 íþróttamenn, þar af sex úr liði flóttamanna. Þetta eru Parfait Hakizimana sem fæddist í Búrúndí og keppir í taekwondo, kanóræðarinn Anas Al Khalifa og sundmaðurinn Ibrahim Al Hussein sem fæddust bæði í Sýrlandi, kylfukastarinn Alia Issa sem hefur verið flóttamaður í Grikklandi alla ævi, kringlukastarinn Shahrad Nasajpour sem fæddist í Íran, og sundmaðurinn Abbas Karimi sem fæddist í Afganistan. Flóttamenn Ólympíumót fatlaðra Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Sjá meira
Davies, sem er tvítugur, fæddist í flóttamannabúðum í Gana og varði þar fyrstu fimm árum ævinnar áður en fjölskylda hans gat komið sér fyrir í Kanada. Þessi eldfljóti bakvörður er aðalstjarna kanadíska landsliðsins. Davies er einn af sendiherrum hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna fyrir flóttamenn, UNHCR, og hefur sent þeim fötluðu flóttamönnum sem nú eru að hefja keppni í Tókýó bréf. Hann sagði heimsbyggðina standa með þeim; „Þar á meðal 82 milljónir flóttamanna, þar af 12 milljónir sem lifa við fötlun.“ „Það skilja ekki allir hvað þið hafið gengið í gegnum. En ég geri það og það er mikilvægur hluti af því hver ég er í dag,“ skrifaði Davies til íþróttamannanna í liði flóttamanna. My message for the world s most courageous sports team. #RefugeeParalympicTeam @Paralympics @Refugees https://t.co/BKXnUzq75j pic.twitter.com/AJ26JtpSSf— Alphonso Davies (@AlphonsoDavies) August 23, 2021 „Ég hef lesið ykkar sögur og kynnt mér hvað þið hafið gengið í gegnum. Þið eruð hugrakkasta íþróttalið heimsins í dag,“ skrifaði Davies meðal annars, og einnig: „Þið hafið fundið leið til þess að ekki bara æfa íþróttir heldur standa ykkur á hæsta stigi þeirra. Öll þessi ár þar sem ykkur dreymdi um stóra sviðið, allar þessar hrikalega erfiðu æfingar í ræktinni, þessi þrotlausa vinna og einbeitti vilji, hafa skilað ykkur hingað; á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó.“ Sundmaðurinn Abbas Karimi er einn af sex fulltrúum flóttamanna í Tókýó.Getty/Stacy Revere Leikarnir verða settir á morgun og standa yfir til 5. september. Þar keppa 4.400 íþróttamenn, þar af sex úr liði flóttamanna. Þetta eru Parfait Hakizimana sem fæddist í Búrúndí og keppir í taekwondo, kanóræðarinn Anas Al Khalifa og sundmaðurinn Ibrahim Al Hussein sem fæddust bæði í Sýrlandi, kylfukastarinn Alia Issa sem hefur verið flóttamaður í Grikklandi alla ævi, kringlukastarinn Shahrad Nasajpour sem fæddist í Íran, og sundmaðurinn Abbas Karimi sem fæddist í Afganistan.
Flóttamenn Ólympíumót fatlaðra Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Sjá meira