Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem segir að í morgun hafi tilkynning borist um átök í verslun í miðbænum, maður hafi ráðist á öryggisvörð
Segir í dagbókinni að umræddur maður sé í banni í versluninni vegna fyrri mála.
Átökin hafi brotist út þegar vísa átti honum út úr búðinni. Er hann þá sagður hafa ráðist að öryggisverðinum, og meðal annars beitt grjóti sem vopni.
Var öryggisvörðurinn fluttur á slysadeild vegna atviksins.