Gætu boðað til verkfalls á mánudag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. ágúst 2021 22:52 Arnar Hjálmsson segir að flugumferðarstjórar gætu boðað til verkfalls á mánudag. vísir/vilhelm Ekki náðist sátt um vinnutíma flugumferðarstjóra á sáttafundi félags þeirra og Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur út mánudaginn til að boða til verkfalls sem félagsmenn hafa þegar samþykkt að fara í. Annar fundur hefur verið boðaður í deilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun og velta mögulegar verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóranna væntanlega á útkomu hans. „Þetta mjakaðist lítið áfram í dag,“ sagði Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, í samtali við Vísi eftir fundinn, sem kláraðist í kvöld. „Þetta hefur strandað á vinnutímamálum. Það er búið að vera okkar helsta of fyrsta krafa síðan viðræður byrjuðu í febrúar,“ segir hann.“ Ákveða framhaldið á morgun Félagsmenn samþykktu það á mánudaginn 9. ágúst að fara í sex sjálfstæðar vinnustöðvanir í kjaradeilunni. Arnar segir að fimm þeirra hafi verið frestað og að tími til að boða þá síðustu renni út klukkan fimm á þriðjudagsmorgun. Félagið myndi því boða til þess verkfalls á morgun ef það ákvæði að fara í það. Boða þarf til verkfallsaðgerða með vikufyrirvara. Spurður hvort sér þyki líklegt að af verkfallinu verði segir hann: „Það er allt eins líklegt. Við munum svo hitta trúnaðarráðið á morgun þar sem næstu skref verða ákveðin og í hvaða átt skal halda. Og endurnýja þá í raun umboð okkar til að boða til verkfalla, ef okkur finnst vera þörf á. Þá myndum sem sagt láta kjósa um fleiri verkföll.“ Hann vill ekki greina frá því í hverju verkfallsaðgerðirnar myndu felast. Hann segir þó að eitthvað hafi mjakast í deilunni síðustu vikur en ekki mikið. Þó þannig að félagið ákvað ekki að boða til hinna fimm verkfallanna, sem félagsmenn höfðu veitt því umboð til að boða, áður en frestur fyrir þau rann út. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Vinnumarkaður Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Annar fundur hefur verið boðaður í deilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun og velta mögulegar verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóranna væntanlega á útkomu hans. „Þetta mjakaðist lítið áfram í dag,“ sagði Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, í samtali við Vísi eftir fundinn, sem kláraðist í kvöld. „Þetta hefur strandað á vinnutímamálum. Það er búið að vera okkar helsta of fyrsta krafa síðan viðræður byrjuðu í febrúar,“ segir hann.“ Ákveða framhaldið á morgun Félagsmenn samþykktu það á mánudaginn 9. ágúst að fara í sex sjálfstæðar vinnustöðvanir í kjaradeilunni. Arnar segir að fimm þeirra hafi verið frestað og að tími til að boða þá síðustu renni út klukkan fimm á þriðjudagsmorgun. Félagið myndi því boða til þess verkfalls á morgun ef það ákvæði að fara í það. Boða þarf til verkfallsaðgerða með vikufyrirvara. Spurður hvort sér þyki líklegt að af verkfallinu verði segir hann: „Það er allt eins líklegt. Við munum svo hitta trúnaðarráðið á morgun þar sem næstu skref verða ákveðin og í hvaða átt skal halda. Og endurnýja þá í raun umboð okkar til að boða til verkfalla, ef okkur finnst vera þörf á. Þá myndum sem sagt láta kjósa um fleiri verkföll.“ Hann vill ekki greina frá því í hverju verkfallsaðgerðirnar myndu felast. Hann segir þó að eitthvað hafi mjakast í deilunni síðustu vikur en ekki mikið. Þó þannig að félagið ákvað ekki að boða til hinna fimm verkfallanna, sem félagsmenn höfðu veitt því umboð til að boða, áður en frestur fyrir þau rann út.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Vinnumarkaður Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira