Heilbrigðisstarfsmenn voru tilbúnir á flugvellinum þar sem vélin lenti og hlupu um borð í flugvélina um leið og hún var komin til jarðar. Konan fæddi þá barnið með aðstoð heilbrigðisstarfsfólksins um borð í vélinni.
Nýfædd stúlkan og móðirin eru báðar við hestaheilsu og hvílast nú á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Bandaríski flugherinn greindi frá þessu á Twitter.
Í tístinu segir að einhverjar flækjur hafi komið upp hjá móðurinni á meðan flugvélin var enn í loftinu og þurfti vélin því að lækka flugið til að minnka þrýstinginn „sem hjálpaði að bjarga lífi móðurinnar.“
During a flight from an Intermediate Staging Base in the Middle East, the mother went into labor and began having complications. The aircraft commander decided to descend in altitude to increase air pressure in the aircraft, which helped stabilize and save the mother s life.
— Air Mobility Command (@AirMobilityCmd) August 21, 2021