Harmar að geta lítið gert til að sefa reiði öskuvondra útlendinga Snorri Másson skrifar 19. ágúst 2021 17:50 SIlja Úlfarsdóttir er upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið. Stöð 2 Aðstandendur Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hyggjast ekki endurgreiða þeim sem keypt höfðu miða í hlaupið, eftir að hlaupinu var endanlegt aflýst í dag. Hópur erlendra hlaupara eys úr skálum reiði sinnar vegna þessarar ráðstöfunar í athugasemdum við Facebook-færslu frá maraþoninu. „Virkilega tillitslaust, hreinlega skammarlegt,“ skrifar maður sem hafði breytt flugi, breytt gistingu, aflýst gistingu, bókað nýja og svo kemur nú allt fyrir ekki. Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að samtökunum þyki mjög leiðinlegt að óánægja sé uppi á meðal fólks. „En þetta er bara ótrúlega erfið staða, sérstaklega af því að þegar við frestuðum hlaupinu gerðum við það með það í huga að við gætum þá haldið það þegar aðstæður yrðu betri. Það gekk ekki upp, en allt var þetta gert með besta vilja fyrir hendi,“ segir Silja í samtali við Vísi. Þátttaka í hlaupinu gat kostað allt að 14.000 krónum en mikill fjöldi fólks fékk þó betri kjör; því fyrr sem maður keypti miða því meira var slegið af verðinu. Hlaupið átti upphaflega að vera núna um helgina, svo 18. september, en svo einfaldlega ekki. Reikna má með að erlendir þátttakendur hafi verið á milli 1.000 og 1.500, af 7.000 sem höfðu keypt miða. Öllum býðst gjafakort til að taka þátt á næsta ári en eins og má lesa af athugasemdunum á Facebook er fjöldi fólks sem er ekki í stöðu til þess. Skilmálarnir sem fólk undirgekkst hefðu gert íþróttabandalaginu kleift að gefa fólki ekki einu sinni gjafakort, en samt var ákveðið að fara þá leið, bendir Silja á. Hún hvetur fólk til að styðja við bakið á góðgerðarsamtökum þeim sem til stóð að yrðu styrkt í maraþoninu, en sjá nú á eftir töluverðu fé. Þrátt fyrir allt hvetur Silja fólk til að skella sér út að hlaupa um helgina, eins og hún veit til þess að nokkur hópur útlendinga hefur í hyggju, sem er kominn til landsins og ætlar að gera gott úr hlutunum þótt ekki hafi þeir allir farið eins og vonast var til. Silja var einnig til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Hlaup Neytendur Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Sjá meira
Hópur erlendra hlaupara eys úr skálum reiði sinnar vegna þessarar ráðstöfunar í athugasemdum við Facebook-færslu frá maraþoninu. „Virkilega tillitslaust, hreinlega skammarlegt,“ skrifar maður sem hafði breytt flugi, breytt gistingu, aflýst gistingu, bókað nýja og svo kemur nú allt fyrir ekki. Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að samtökunum þyki mjög leiðinlegt að óánægja sé uppi á meðal fólks. „En þetta er bara ótrúlega erfið staða, sérstaklega af því að þegar við frestuðum hlaupinu gerðum við það með það í huga að við gætum þá haldið það þegar aðstæður yrðu betri. Það gekk ekki upp, en allt var þetta gert með besta vilja fyrir hendi,“ segir Silja í samtali við Vísi. Þátttaka í hlaupinu gat kostað allt að 14.000 krónum en mikill fjöldi fólks fékk þó betri kjör; því fyrr sem maður keypti miða því meira var slegið af verðinu. Hlaupið átti upphaflega að vera núna um helgina, svo 18. september, en svo einfaldlega ekki. Reikna má með að erlendir þátttakendur hafi verið á milli 1.000 og 1.500, af 7.000 sem höfðu keypt miða. Öllum býðst gjafakort til að taka þátt á næsta ári en eins og má lesa af athugasemdunum á Facebook er fjöldi fólks sem er ekki í stöðu til þess. Skilmálarnir sem fólk undirgekkst hefðu gert íþróttabandalaginu kleift að gefa fólki ekki einu sinni gjafakort, en samt var ákveðið að fara þá leið, bendir Silja á. Hún hvetur fólk til að styðja við bakið á góðgerðarsamtökum þeim sem til stóð að yrðu styrkt í maraþoninu, en sjá nú á eftir töluverðu fé. Þrátt fyrir allt hvetur Silja fólk til að skella sér út að hlaupa um helgina, eins og hún veit til þess að nokkur hópur útlendinga hefur í hyggju, sem er kominn til landsins og ætlar að gera gott úr hlutunum þótt ekki hafi þeir allir farið eins og vonast var til. Silja var einnig til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Hlaup Neytendur Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Sjá meira