Harmar að geta lítið gert til að sefa reiði öskuvondra útlendinga Snorri Másson skrifar 19. ágúst 2021 17:50 SIlja Úlfarsdóttir er upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið. Stöð 2 Aðstandendur Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hyggjast ekki endurgreiða þeim sem keypt höfðu miða í hlaupið, eftir að hlaupinu var endanlegt aflýst í dag. Hópur erlendra hlaupara eys úr skálum reiði sinnar vegna þessarar ráðstöfunar í athugasemdum við Facebook-færslu frá maraþoninu. „Virkilega tillitslaust, hreinlega skammarlegt,“ skrifar maður sem hafði breytt flugi, breytt gistingu, aflýst gistingu, bókað nýja og svo kemur nú allt fyrir ekki. Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að samtökunum þyki mjög leiðinlegt að óánægja sé uppi á meðal fólks. „En þetta er bara ótrúlega erfið staða, sérstaklega af því að þegar við frestuðum hlaupinu gerðum við það með það í huga að við gætum þá haldið það þegar aðstæður yrðu betri. Það gekk ekki upp, en allt var þetta gert með besta vilja fyrir hendi,“ segir Silja í samtali við Vísi. Þátttaka í hlaupinu gat kostað allt að 14.000 krónum en mikill fjöldi fólks fékk þó betri kjör; því fyrr sem maður keypti miða því meira var slegið af verðinu. Hlaupið átti upphaflega að vera núna um helgina, svo 18. september, en svo einfaldlega ekki. Reikna má með að erlendir þátttakendur hafi verið á milli 1.000 og 1.500, af 7.000 sem höfðu keypt miða. Öllum býðst gjafakort til að taka þátt á næsta ári en eins og má lesa af athugasemdunum á Facebook er fjöldi fólks sem er ekki í stöðu til þess. Skilmálarnir sem fólk undirgekkst hefðu gert íþróttabandalaginu kleift að gefa fólki ekki einu sinni gjafakort, en samt var ákveðið að fara þá leið, bendir Silja á. Hún hvetur fólk til að styðja við bakið á góðgerðarsamtökum þeim sem til stóð að yrðu styrkt í maraþoninu, en sjá nú á eftir töluverðu fé. Þrátt fyrir allt hvetur Silja fólk til að skella sér út að hlaupa um helgina, eins og hún veit til þess að nokkur hópur útlendinga hefur í hyggju, sem er kominn til landsins og ætlar að gera gott úr hlutunum þótt ekki hafi þeir allir farið eins og vonast var til. Silja var einnig til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Hlaup Neytendur Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Hópur erlendra hlaupara eys úr skálum reiði sinnar vegna þessarar ráðstöfunar í athugasemdum við Facebook-færslu frá maraþoninu. „Virkilega tillitslaust, hreinlega skammarlegt,“ skrifar maður sem hafði breytt flugi, breytt gistingu, aflýst gistingu, bókað nýja og svo kemur nú allt fyrir ekki. Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að samtökunum þyki mjög leiðinlegt að óánægja sé uppi á meðal fólks. „En þetta er bara ótrúlega erfið staða, sérstaklega af því að þegar við frestuðum hlaupinu gerðum við það með það í huga að við gætum þá haldið það þegar aðstæður yrðu betri. Það gekk ekki upp, en allt var þetta gert með besta vilja fyrir hendi,“ segir Silja í samtali við Vísi. Þátttaka í hlaupinu gat kostað allt að 14.000 krónum en mikill fjöldi fólks fékk þó betri kjör; því fyrr sem maður keypti miða því meira var slegið af verðinu. Hlaupið átti upphaflega að vera núna um helgina, svo 18. september, en svo einfaldlega ekki. Reikna má með að erlendir þátttakendur hafi verið á milli 1.000 og 1.500, af 7.000 sem höfðu keypt miða. Öllum býðst gjafakort til að taka þátt á næsta ári en eins og má lesa af athugasemdunum á Facebook er fjöldi fólks sem er ekki í stöðu til þess. Skilmálarnir sem fólk undirgekkst hefðu gert íþróttabandalaginu kleift að gefa fólki ekki einu sinni gjafakort, en samt var ákveðið að fara þá leið, bendir Silja á. Hún hvetur fólk til að styðja við bakið á góðgerðarsamtökum þeim sem til stóð að yrðu styrkt í maraþoninu, en sjá nú á eftir töluverðu fé. Þrátt fyrir allt hvetur Silja fólk til að skella sér út að hlaupa um helgina, eins og hún veit til þess að nokkur hópur útlendinga hefur í hyggju, sem er kominn til landsins og ætlar að gera gott úr hlutunum þótt ekki hafi þeir allir farið eins og vonast var til. Silja var einnig til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Hlaup Neytendur Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira