Sævar Atli skoraði sitt fyrsta mark í enn einum sigri Lyngby Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2021 18:15 Fátt fær Lyngby stöðvað þessa dagana. Mynd/Lyngby Lyngby vann 4-2 sigur á Fremad Amager í dönsku B-deildinni í fótbolta. Freyr Alexandersson stýrir liðinu en hann á enn eftir að tapa stigi við stjórnvölin. Lyngby var með fullt hús stiga, tólf stig, eftir fyrstu fjóra leiki sína í deildinni en Fremad Amager var án stiga á botni deildarinnar. Margir bjuggust þá eflaust við auðveldum sigri heimamanna í Lyngby en botnliðið gaf lítið eftir. Magnus Kastrup kom Lyngby í forystu eftir stundarfjórðungsleik en Jakob Johansson jafnaði fyrir gestina sex mínútum síðar. 1-1 stóð í hálfleik en Færeyingurinn Petur Knudsen kom Lyngby aftur yfir á 55. mínútu. Sú forystu entist enn skemur en sú fyrri þar sem Momo Fanye Touré jafnaði fyrir Fremad tveimur mínútum síðar. Sanders Ngabo kom Lyngby yfir í þriðja sinn á 66. mínútu leiksins og þá innsiglaði Sævar Atli Magnússon 4-2 sigur liðsins í uppbótartíma. Sævar Atli kom inn á sem varamaður á 83. mínútu en markið er hans fyrsta frá skiptum sínum til liðsins frá Leikni Reykjavík. Sævar kom inn á sem varamaður í leik gegn Hobro um helgina þar sem hann lagði upp tvö mörk og fer hann því vel af stað með danska liðinu. 90+3 Saevar Magnusson scorer til 4-2! pic.twitter.com/b2kZ4gpL6N— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 18, 2021 Lyngby viðheldur fullkominni byrjun sinni á mótinu og er með 15 stig eftir fimm leiki. Samkeppnin er hins vegar hörð á toppnum. Frederica er aðeins tveimur stigum á eftir Lyngby og þá er Helsingör með tólf stig og á leik inni á topplið Lyngby. Næsti leikur Lyngby er gegn Helsingör á laugardaginn kemur og þá ljóst að annað hvort liðanna, ef ekki bæði, munu tapa sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Sæti fyrrum danska landsliðsmannsins Peter Lövenkrands, sem lék með Schalke og Newcastle á sínum tíma, er hins vegar farið að hitna. Lövenkrands tók við Fremad í sumar og er liðið enn í leit að sínu fyrsta stigi. Danski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Sjá meira
Lyngby var með fullt hús stiga, tólf stig, eftir fyrstu fjóra leiki sína í deildinni en Fremad Amager var án stiga á botni deildarinnar. Margir bjuggust þá eflaust við auðveldum sigri heimamanna í Lyngby en botnliðið gaf lítið eftir. Magnus Kastrup kom Lyngby í forystu eftir stundarfjórðungsleik en Jakob Johansson jafnaði fyrir gestina sex mínútum síðar. 1-1 stóð í hálfleik en Færeyingurinn Petur Knudsen kom Lyngby aftur yfir á 55. mínútu. Sú forystu entist enn skemur en sú fyrri þar sem Momo Fanye Touré jafnaði fyrir Fremad tveimur mínútum síðar. Sanders Ngabo kom Lyngby yfir í þriðja sinn á 66. mínútu leiksins og þá innsiglaði Sævar Atli Magnússon 4-2 sigur liðsins í uppbótartíma. Sævar Atli kom inn á sem varamaður á 83. mínútu en markið er hans fyrsta frá skiptum sínum til liðsins frá Leikni Reykjavík. Sævar kom inn á sem varamaður í leik gegn Hobro um helgina þar sem hann lagði upp tvö mörk og fer hann því vel af stað með danska liðinu. 90+3 Saevar Magnusson scorer til 4-2! pic.twitter.com/b2kZ4gpL6N— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 18, 2021 Lyngby viðheldur fullkominni byrjun sinni á mótinu og er með 15 stig eftir fimm leiki. Samkeppnin er hins vegar hörð á toppnum. Frederica er aðeins tveimur stigum á eftir Lyngby og þá er Helsingör með tólf stig og á leik inni á topplið Lyngby. Næsti leikur Lyngby er gegn Helsingör á laugardaginn kemur og þá ljóst að annað hvort liðanna, ef ekki bæði, munu tapa sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Sæti fyrrum danska landsliðsmannsins Peter Lövenkrands, sem lék með Schalke og Newcastle á sínum tíma, er hins vegar farið að hitna. Lövenkrands tók við Fremad í sumar og er liðið enn í leit að sínu fyrsta stigi.
Danski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Sjá meira