Veganistar svara Þorbjörgu og bjóða henni á CrossFit æfingu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 14:31 Crossfit þjálfarinn og veganistinn Árni Björn Kristjánsson er ekki par sáttur við orð Þorbjargar Hafsteinsdóttur og sakar hana um fáfræði í garð veganisma. Spjallið með Góðvild/Samsett Árni Björn Kristjánsson, CrossFit þjálfari og veganisti til margra ára, gagnrýnir heilsu- og næringarþerapistann Þorbjörgu Hafsteinsdóttur fyrir fáfræði í garð veganisma. Þorbjörg var gestur í hlaðvarpsþætti þar sem hún tók undir þau orð að veganistar væru á villigötum. Þorbjörg var nýlega gestur bræðranna Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið. Í þættinum var farið um víðan völl í öllu sem viðkemur heilsusamlegu líferni og leiddist umræðan meðan annars út í veganisma. „Ég þekki mjög fáa sem ég allavega hef talað við sem líður eitthvað ógeðslega vel á vegan. Ó mæ god, nú sagði ég það,“ segir Þorbjörg í þættinum. „Þau eru þreytt. Þau eru ekki í fullri orku. Þau eru með vöðvarýrnun. Þeim vantar eitthvað, sem er náttúrlega klárlega alveg eðlilegt. Þú getur ekkert fengið allt sem þú þarft á að halda úr plöntufæði.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorbjörgu í heild sinni. Sjálf segist Þorbjörg hafa prófað veganisma og fannst henni það skelfilegt. Þáttastjórnandi spyr Þorbjörgu hvort hún væri að segja að þeir sem séu bókstafstrúar á veganisma séu á villigötum. „Já, ég er að segja það.“ Veganistar eru ekki par sáttir við orð Þorbjargar og áréttu nokkrir veganistar að þeir þjáðust hvorki af þreytu né vöðvarýrnun. Á meðal þeirra er CrossFit þjálfarinn Árni Björn Kristjánsson. „Það sem að skín í gegn þarna er almennt fáfræði um veganisma og næringarfræði yfir höfuð. Ég og eiginkona mín erum bæði búin að vera vegan í 4 ár enda er markmið okkar að valda sem minnstri þjáningu með mataræði okkar. Bæði þjáningu gagnvart dýrum og þjáningu gagnvart jörðinni okkar.“ Þá bendir hann á að þau hjónin séu bæði fyrrverandi afreksíþróttamenn. Guðrún Ósk Maríasdóttir, eiginkona Árna, er margverðlaunaður markvörður í handbolta og Árni Björn var efnilegur tennisspilari en sneri sér síðar að CrossFit. Árni nefnir einnig að Guðrún Ósk sé með háskólagráður í næringarfræði og matvælafræði. „Okkur langar gjarnan að bjóða þér í heimsókn og fá að fræða þig um veganisma og út á hvað hann gengur. Það væri síðan sömuleiðis mjög gaman að fá þig með okkur á æfingu svo þú getir fengið að sjá að þeir sem aðhyllast veganisma eru svo sannarlega ekki orkulausir eða með vöðvarýrnun,“ skrifar Árni. Aðspurður segist hann ekki hafa fengið nein viðbrögð við boði sínu til Þorbjargar enn sem komið er. Hann hefur hins vegar þegið boð frá þáttastjórnendum Þvottahússins að mæta í viðtal. „Hey Veganar. I got your back,“ segir Árni og birtir skjáskot af boðinu. Skjáskot/instagram Uppfært: Árni Björn og Þorbjörg voru til viðtals um ólíkar skoðanir sínar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vegan Heilsa Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Fleiri fréttir Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Sjá meira
Þorbjörg var nýlega gestur bræðranna Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið. Í þættinum var farið um víðan völl í öllu sem viðkemur heilsusamlegu líferni og leiddist umræðan meðan annars út í veganisma. „Ég þekki mjög fáa sem ég allavega hef talað við sem líður eitthvað ógeðslega vel á vegan. Ó mæ god, nú sagði ég það,“ segir Þorbjörg í þættinum. „Þau eru þreytt. Þau eru ekki í fullri orku. Þau eru með vöðvarýrnun. Þeim vantar eitthvað, sem er náttúrlega klárlega alveg eðlilegt. Þú getur ekkert fengið allt sem þú þarft á að halda úr plöntufæði.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorbjörgu í heild sinni. Sjálf segist Þorbjörg hafa prófað veganisma og fannst henni það skelfilegt. Þáttastjórnandi spyr Þorbjörgu hvort hún væri að segja að þeir sem séu bókstafstrúar á veganisma séu á villigötum. „Já, ég er að segja það.“ Veganistar eru ekki par sáttir við orð Þorbjargar og áréttu nokkrir veganistar að þeir þjáðust hvorki af þreytu né vöðvarýrnun. Á meðal þeirra er CrossFit þjálfarinn Árni Björn Kristjánsson. „Það sem að skín í gegn þarna er almennt fáfræði um veganisma og næringarfræði yfir höfuð. Ég og eiginkona mín erum bæði búin að vera vegan í 4 ár enda er markmið okkar að valda sem minnstri þjáningu með mataræði okkar. Bæði þjáningu gagnvart dýrum og þjáningu gagnvart jörðinni okkar.“ Þá bendir hann á að þau hjónin séu bæði fyrrverandi afreksíþróttamenn. Guðrún Ósk Maríasdóttir, eiginkona Árna, er margverðlaunaður markvörður í handbolta og Árni Björn var efnilegur tennisspilari en sneri sér síðar að CrossFit. Árni nefnir einnig að Guðrún Ósk sé með háskólagráður í næringarfræði og matvælafræði. „Okkur langar gjarnan að bjóða þér í heimsókn og fá að fræða þig um veganisma og út á hvað hann gengur. Það væri síðan sömuleiðis mjög gaman að fá þig með okkur á æfingu svo þú getir fengið að sjá að þeir sem aðhyllast veganisma eru svo sannarlega ekki orkulausir eða með vöðvarýrnun,“ skrifar Árni. Aðspurður segist hann ekki hafa fengið nein viðbrögð við boði sínu til Þorbjargar enn sem komið er. Hann hefur hins vegar þegið boð frá þáttastjórnendum Þvottahússins að mæta í viðtal. „Hey Veganar. I got your back,“ segir Árni og birtir skjáskot af boðinu. Skjáskot/instagram Uppfært: Árni Björn og Þorbjörg voru til viðtals um ólíkar skoðanir sínar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Vegan Heilsa Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Fleiri fréttir Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Sjá meira