Skortur hrellir drykkjarvöruframleiðendur Eiður Þór Árnason skrifar 17. ágúst 2021 14:53 Það er fátt sem farsóttin lætur ósnert. Samsett Alþjóðlegur skortur á áldósum hefur leitt til þess að erfiðara hefur reynst að nálgast ákveðnar drykkjarvörur í verslunum. Staðan hefur haft áhrif á framleiðendur víða um heim og ekki síst á Ölgerðina og Coca-Cola European Partners á Íslandi, risana tvo á innlendum drykkjarvörumarkaði. Bæði fyrirtækin hafa þurft að hækka verð í sumar til að bregðast við auknum framleiðslukostnaði. Eins og oft áður má rekja aðfangaskortinn að einhverjum hluta til heimsfaraldursins sem hefur raskað fjölda framleiðslugreina með því að ýta undir djúpar sveiflur í eftirspurn. Auka framboð á litlum plastflöskum „Ölgerðin er á sama báti og fyrirtæki út um heim allan. Covid hefur um margra mánaða skeið haft þau áhrif að veitinga- og skemmtistaðir hafa lokað og það hefur leitt til þess að neysla á drykkjum hefur í vaxandi mæli færst yfir í dósir,“ segir Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar í skriflegu svari. Ölgerðin, sem framleiðir meðal annars vörur undir merkjum Pepsi og Kristals, hefur til að mynda brugðist við þessu með því að auka framboð á litlum 33cl plastflöskum. Vegna dósaskortsins hafa ákveðnar vörur verið ófáanlegar í dósum í takmarkaðan tíma, þar á meðal Kristall Mexican Lime og Guinness-bjór. Ætti að duga fram að áramótum Coca-Cola European Partners á Íslandi hefur ekki síður fundið fyrir þrengingum á þessum markaði. „Það er orðið dýrara og erfiðara að fá dósir. Við erum í ágætismálum eins og er en við vitum ekki hvernig þetta mun þróast inn í næsta ár,“ segir Stefán Magnússon, markaðsstjóri fyrirtækisins. „Miðað við söluáætlanir þá ætti þetta nokkurn veginn að ganga upp hjá okkur fram að áramótum en við heyrum að þetta verði svona eitthvað áfram. Þetta er ekki eitthvað sem leysist á þessu ári,“ bætir Stefán við. Gunnar hjá Ölgerðinni, tekur undir þetta og segir að framtíðin sé óljós hvað þetta varðar. Fyrirtækið vonast þó til að ástandið lagist hið fyrsta. Álverðshækkanir sett strik í reikninginn Miklar hækkanir hafa verið á heimsmarkaðsverði á áli síðastliðið ár en það tók mikla dýfu snemma í faraldrinum. Það fór lægst í 1.461 Bandaríkjadali á tonnið í maí en er nú komið yfir 2.600 dali. Það hefur ekki verið hærra frá árinu 2011. Þetta helst í hendur við að framleiðslukostnaður á drykkjarvörum í dósum fer hækkandi. „Ölgerðin hækkaði verð á nokkrum vörunúmerum í sumarbyrjun, en fyrirtækið hefur gert allt til að halda aftur af hækkunum sem verða ytra,“ segir Gunnar. Stefán segir að þróunin hafi meðal annars leitt til þess að Coca-Cola á Íslandi hafi þurft að hækka verð á drykkjum í dósum hlutfallsega meira en aðrar vörur. Dósir sem eru seldar hér á landi undir vörumerkjum Coca-Cola, á borð við Coke, Fanta og Sprite, eru fluttar inn frá Svíþjóð en fyrirtækið framleiðir dósabjór merktan Víking, Einstök og Thule í bruggsmiðju sinni á Akureyri. Drykkir Neytendur Gosdrykkir Tengdar fréttir Hörgull á hvítum Monster vegna mikillar eftirspurnar og skorts á hráefni Unnendur Monster-orkudrykkjanna hafa margir hverjir klórað sér í höfðinu yfir því hvers vegna sá hvíti, Monster Ultra White Zero Energy Drink, sé nánast ófáanlegur á landinu? Hefur algjört æði gripið landann eða hefur framleiðslunni verið hætt? 29. júní 2021 14:08 Sænskt lindarvatn í Toppdósunum Þrátt fyrir að það sé ekki tiltekið á umbúðunum eða pakkningunni er Toppur í dós framleiddur og fluttur inn frá Svíþjóð. 30. apríl 2020 10:20 Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Staðan hefur haft áhrif á framleiðendur víða um heim og ekki síst á Ölgerðina og Coca-Cola European Partners á Íslandi, risana tvo á innlendum drykkjarvörumarkaði. Bæði fyrirtækin hafa þurft að hækka verð í sumar til að bregðast við auknum framleiðslukostnaði. Eins og oft áður má rekja aðfangaskortinn að einhverjum hluta til heimsfaraldursins sem hefur raskað fjölda framleiðslugreina með því að ýta undir djúpar sveiflur í eftirspurn. Auka framboð á litlum plastflöskum „Ölgerðin er á sama báti og fyrirtæki út um heim allan. Covid hefur um margra mánaða skeið haft þau áhrif að veitinga- og skemmtistaðir hafa lokað og það hefur leitt til þess að neysla á drykkjum hefur í vaxandi mæli færst yfir í dósir,“ segir Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar í skriflegu svari. Ölgerðin, sem framleiðir meðal annars vörur undir merkjum Pepsi og Kristals, hefur til að mynda brugðist við þessu með því að auka framboð á litlum 33cl plastflöskum. Vegna dósaskortsins hafa ákveðnar vörur verið ófáanlegar í dósum í takmarkaðan tíma, þar á meðal Kristall Mexican Lime og Guinness-bjór. Ætti að duga fram að áramótum Coca-Cola European Partners á Íslandi hefur ekki síður fundið fyrir þrengingum á þessum markaði. „Það er orðið dýrara og erfiðara að fá dósir. Við erum í ágætismálum eins og er en við vitum ekki hvernig þetta mun þróast inn í næsta ár,“ segir Stefán Magnússon, markaðsstjóri fyrirtækisins. „Miðað við söluáætlanir þá ætti þetta nokkurn veginn að ganga upp hjá okkur fram að áramótum en við heyrum að þetta verði svona eitthvað áfram. Þetta er ekki eitthvað sem leysist á þessu ári,“ bætir Stefán við. Gunnar hjá Ölgerðinni, tekur undir þetta og segir að framtíðin sé óljós hvað þetta varðar. Fyrirtækið vonast þó til að ástandið lagist hið fyrsta. Álverðshækkanir sett strik í reikninginn Miklar hækkanir hafa verið á heimsmarkaðsverði á áli síðastliðið ár en það tók mikla dýfu snemma í faraldrinum. Það fór lægst í 1.461 Bandaríkjadali á tonnið í maí en er nú komið yfir 2.600 dali. Það hefur ekki verið hærra frá árinu 2011. Þetta helst í hendur við að framleiðslukostnaður á drykkjarvörum í dósum fer hækkandi. „Ölgerðin hækkaði verð á nokkrum vörunúmerum í sumarbyrjun, en fyrirtækið hefur gert allt til að halda aftur af hækkunum sem verða ytra,“ segir Gunnar. Stefán segir að þróunin hafi meðal annars leitt til þess að Coca-Cola á Íslandi hafi þurft að hækka verð á drykkjum í dósum hlutfallsega meira en aðrar vörur. Dósir sem eru seldar hér á landi undir vörumerkjum Coca-Cola, á borð við Coke, Fanta og Sprite, eru fluttar inn frá Svíþjóð en fyrirtækið framleiðir dósabjór merktan Víking, Einstök og Thule í bruggsmiðju sinni á Akureyri.
Drykkir Neytendur Gosdrykkir Tengdar fréttir Hörgull á hvítum Monster vegna mikillar eftirspurnar og skorts á hráefni Unnendur Monster-orkudrykkjanna hafa margir hverjir klórað sér í höfðinu yfir því hvers vegna sá hvíti, Monster Ultra White Zero Energy Drink, sé nánast ófáanlegur á landinu? Hefur algjört æði gripið landann eða hefur framleiðslunni verið hætt? 29. júní 2021 14:08 Sænskt lindarvatn í Toppdósunum Þrátt fyrir að það sé ekki tiltekið á umbúðunum eða pakkningunni er Toppur í dós framleiddur og fluttur inn frá Svíþjóð. 30. apríl 2020 10:20 Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Hörgull á hvítum Monster vegna mikillar eftirspurnar og skorts á hráefni Unnendur Monster-orkudrykkjanna hafa margir hverjir klórað sér í höfðinu yfir því hvers vegna sá hvíti, Monster Ultra White Zero Energy Drink, sé nánast ófáanlegur á landinu? Hefur algjört æði gripið landann eða hefur framleiðslunni verið hætt? 29. júní 2021 14:08
Sænskt lindarvatn í Toppdósunum Þrátt fyrir að það sé ekki tiltekið á umbúðunum eða pakkningunni er Toppur í dós framleiddur og fluttur inn frá Svíþjóð. 30. apríl 2020 10:20
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent